7.4.2008 | 10:52
Yfirsof, áreiti, björgun og vinnualk ...
Skyldi vera gerlegt að vakna kl. 7.30 á mánudagsmorgni, öll fötin í þurrkaranum í austurenda himnaríkis og tannburstinn í vesturendanum, og ná samt strætó sem leggur af stað kl. 7.41 frá Skrúðgarðinum og kemur 2 mín. síðar á Garðabrautinni rétt hjá himnaríki? Já, það er gerlegt.
Þar sem ég beið í Ártúni eftir leið 18 og svaraði spurningum ungrar, ókunnrar skólastúlku sem kom og stóð þétt upp við mig og spurði mig um hvaðeina sem henni datt í hug og kvartaði yfir kennurum og kærasta, kom elsku Guðný á umbrotsdeildinni brunandi inn á stoppistöðina og kippti mér með. Mér leið eins og Jane þegar Tarsan bjargaði mér naumlega (kaffilausri) frá spjalli við ókunna manneskju. Tek það fram að ég er ekki morgunfúl en mér fannst óþægilegt að fá ekki frið til að hugsa um kaffi. Stelpan var ósköp ljúf en vantaði stopparann í hana. Ég hefði alveg verið til í að spjalla við hana seinnipart dags ... ekki kaffilaus, onei. Það voru tveir aðrir staddir þarna en þeir fengu frið. Hafa kannski haft vit á því að svara á útlensku: "Nje, prodskí póróna sitzen babúska pjotr sjú tem ..."
Það er eins og standi á enninu á mér: "Komið! Ég er til í hvað sem er" því að reynt hefur verið ítrekað að frelsa mig inn í sértrúarsöfnuði (KFUK 9 ára, Guðsbörn 15 ára, Krossinn 25 ára), selja mér tryggingar (Sun Life) 41 árs, Stöð 2 sport 49 ára ... o.s.frv.
Jamms, fer og tek viðtal eftir hádegi niðri í bæ og fer síðan væntanlega beint heim á Skaga til að skrifa það. Seinnipartinn kemur síðan nágrannakona mín í heimsókn í himnaríki og segir mér djúsí lífsreynslusögu í Vikuna. Lífið er vinna 24 tíma sólarhringsins-sjö daga vikunnar, eða eins og Kaninn orðar það á styttri máta: 24/7. Vinnualkinn ég elskar þetta!
Eigið frábæran dag!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 38
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 676
- Frá upphafi: 1505967
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 545
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Haha, sé þig í anda í samtalinu við stúlkubarn. Ég er ekki morgunfúl, en fyrsta klukkutíma dagsins eða svo, nenni ég ekki að kryfja neitt til mergjar, taka ákvarðinir né heldur spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Þú átt alla mína samúð.
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 11:15
Færslurnar þínar eru svo hressandi, það er eins og komi ferskur blær inn í íbúðina þegar ég les skrifin þín, þú ert sko EKKI morgunfúl yndið mitt, en ég skil þetta með kaffið og talandann, verð að fá mitt kaffi. Eigðu ljúfastan dag yndið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 11:20
Djö... skil ég þig. Mitt heimilisfólk hefur lært af biturri reynslu að yrða ekki á mig fyrsta klukkutímann eftir að ég vakna.
Helga Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 12:14
Ja, ef að ég á að miðla ráði, þá dettur mér helst í hug að mæla með því að þú gangir með Burkha svo ennið sé ekki svona auðlesið. Eða bara að þú takir með þér kaffi á brúsa.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:41
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.4.2008 kl. 16:12
Þú fjörgua Skagablaðakona, alveg ertu óborganlegt alheimskrútt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:41
Kjartan Pálmarsson, 7.4.2008 kl. 23:00
Alveg einstaklega dýrðleg grein hjá þér,hvergi er minnst á BOLDIÐ til hamingju.
jensen (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:22
Oh, hvað ég skil þig. En ég hefði alveg verið til í að vera þarna og fylgjast með samskiptaferlinu á milli ykkar. Ertu viss um að þetta hafi ekki verið falin myndavél.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2008 kl. 23:33
Hurrðu, þú varst dottin af bloggvinalistanum mínum... gerðist svo djörf að biðla til þín aftur því ég saknaði þín
...er að vinna í hinu ljúfust...
Laufey Ólafsdóttir, 7.4.2008 kl. 23:52
Eins og alltaf - frábær færsla hjá þér Gurrí. Hér er smá kökubiti með kaffinu á morgun. Eigðu góða nótt og yndælan dag á morgun ljúfan!
Tiger, 8.4.2008 kl. 02:55
Góðan daginn Gurrí mín, þú ert stórkostleg fyrir og eftir kaffi. Það get ég vitnað um eftir allar okkar ferðir í Kaffitár í Bankastræti.
Steingerður Steinarsdóttir, 8.4.2008 kl. 09:51
Þú átt sko allan minn skilning í sambandi við fyrir og eftir kaffi.
Fjóla Æ., 8.4.2008 kl. 11:56
Eins gott að við búum ekki saman Gurrí mín því ég byrja að tala og gala um leið og ég vakna og er bara í fínu formi...og myndi eflaust gera útaf við þig og kettina áður en þú kæmist í vesturendann til að bursta tennurnar..hehe.
Börnin eru alltaf að mjálma um Langasand og Himnaríki...en ég segi að við förum ekki fet fyrr en þú sért búin að koma til okkar.
Knús mín kæra og gleðilegt kaffi!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 14:43
Er ekki fólk bara að reyna að koma sér í lífsreynslusögurnar í Vikunni...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.