Girnist hana varla nokkur fýr ...

 

B�ll erf�aprinsinsErfðaprinsinn er í hálfgerðu losti. Hann fór með bílinn sinn í viðgerð og spurði nokkrum sinnum í verkferlinu um hugsanlegt verð á þessu. Einhverjar tölur í kringum tugþúsundir voru tautaðar og var prinsinn farinn að búast við hátt í 50 þúsund kr. reikningi. Okkur fannst það skelfilegt. Þegar hann náði sambandi við verkstæðið í dag fékk hann þau svör að varahlutir hefðu kostað 50 þúsund ... og vinnan 50 þúsund. Allir í sjokki í himnaríki. Meira að segja Jónas slökkti á sér í samúðarskyni. Ég fann hvernig hörkupúlið hennar Betu sjúkraþjálfara í dag rann úr mér og verkurinn í peningabeininu varð svo sterkur að sjaldan hef ég fundið fyrir öðru eins. Ég nefnilega lofaði erfðaprinsinum að hjálpa honum ... skólastráknum mínum hugumstóra frá og með næsta hausti. Þeir á verkstæðinu eru þó engir fautar og hægt var að semja við þá um að greiða þetta á næstu 300 árum. Vildi að prinsinn tæki bara strætó eins og annað almennilegt fólk (mamma hans).

Kaþólskur aðdáandiEinn af „skemmtilegri“ Moggabloggurum þessa lands er Már Högnason. Í stað þess að láta fólk hlaupa apríl um síðustu mánaðamót samdi hann níðvísur um þá sem þess óskuðu. Með kvíða í hjarta en spenning í hnjám masókistaðist ég inn á listann hans og hér er vísan sem hann orti til að spæla mig. Hann virðist vita að það eru eiginlega bara hommar, kaþólskir prestar, drengir undir 5 ára og yfir 70 sem sýna mér einhvern áhuga.

Guðríður með geldum köttum býr
girnist hana varla nokkur fýr
hef þó grun um einn
hann er myndarsveinn
en helvítið er örugglega hýr. 

 

Chuck-Norris-Shazam-SupermaAð lokum:

Hönd Chuck Norris er eina höndin sem getur sigrað litaröð í póker.

Chuck Norris fer aldrei í sturtu, hann fer í blóðbað.

Hvað fer í gegnum huga fórnarlamba Chuck Norris áður en þeir deyja? Skórinn hans.

Chuck Norris er eini maðurinn hefur hefur sigrað múrvegg í tennisleik.





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Uss ... ég skil erfðaprinsinn mjög vel að vilja vera á bíl en ekki strætó. Þegar maður er ungur þá vill maður geta farið á milli staða án þess að vera uppá aðra kominn - reyndar vill maður það alltaf auðvitað - en skelfilegt hvað hægt er að smyrja á varahluti og vinnu. Ég náði þeim merka áfanga fyrir allnokkrum árum að vinna mig upp í að kaupa nýjan bíl úr kassanum og nota hann í þrjú ár - skila honum þá inn og fæ mér aftur nýjan bíl. Það er svo mikið öryggi í því að þurfa ekki að vera á bíl sem þarf á yfirhalningu að halda, og auðvitað ákveðinn sparnaður þannig séð. Vonandi mun bíllinn hans verða MJÖG góður næstu misserin fyrst þetta var svona stór kostnaður sem fylgdi þessari viðgerð..

Sniðugur þessi Már moggabloggari. Alltaf gaman af svona vísum sem gerðar eru um mann sjálfan sko.. *flaut* eða þannig. En knús í himnaríki og hafðu það ætíð sem best Gurrí mín..

Tiger, 8.4.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott níð.  Þetta fór framhjá mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Laufey B Waage

Frábær limra. Minnir mig á níðvísurnar (limrubálkur), sem sonur minn rokkarinn samdi og söng um aldraða og lasburða móður sína á fimmtugsafmælisdegi hennar.

Laufey B Waage, 8.4.2008 kl. 17:00

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtun eins og alltaf að lesa síðurnar þínar.  Vísan góð.   Beach  Beacher ekki Landi sandur orðinn löðrandi í sumargestur??

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 17:40

5 identicon

Er staddur á Bakkafirði           og finn hvergi þetta Himnaríki,,aaaaaaaaaaarrrrrrrgggggg.

Chuck Norris (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 00:09

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín kæra Furrí, Laufey leiðrétti sem betur fer að þetta form kallast limra en ekki vísa. En þetta er nú bara alls ekki níð, miklu frekar létt stríðni- eða kersknikveðskapur. Eitthvað mun ég sjálfur hafa skutlað í þig línum með slíku og þvíumlíku hugarfari grunar mig. En limran hans Más er bráðskemmtileg og nokkuð svo frjálsleg, enda er formið sem slíkt þannig af upplagi. Sjálfur geri ég heldur meiri kröfur og svolítið erfiðari hvað stuðlasetninguna varðar en Már í þessari limru, en það er bara ég um mig og þú getur skoðað sjálf á einum stað í vissum bókræfli.Nikkaðu svo bara í öxlina á mér næst þegar á bjátar, skal glaður lána ykkur krónur sem þessar.

Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 01:38

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Magnús, ekkert að stuðlunum nema pínuogguofstuðlun í síðustu línu :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.4.2008 kl. 09:00

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hahaha...flott níðvísa...

Brynja Hjaltadóttir, 9.4.2008 kl. 15:17

9 identicon

Ofstuðlun í lokalínunni er skáldaleyfi, rímsins vegna, til að hægt sé að kalla þetta leirburð.

Gaman væri að sjá þessar "meiri kröfur" Magnúsar um stuðlasetningu við tækifæri, enda er maðurinn sennilega wesserbisser.

Már Högnason (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:40

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta er besta níðvísa sem samin hefur verið um mig!  Leirburður hvað ...

Guðríður Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 15:49

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æææ, hvað sé ég, fyrir leiðindamisskilning hef ég alveg óvart valdið smá hugarangri,!

Þegar ég sagði að ég gerði meiri kröfur til sjálfs mín í stuðlasetningu átti ég ALLS EKKI við að einhver meiriháttar veila væri á slíku í limrunni góðu hérna, neinei.Ég hef einfaldlega þá reglu að láta línur þrjú og fjögur hafa stuðla og höfuðstaf sem vísupartur væri, örlítið meiri glíma þannig en ella.

vonandi er þetta nú nóg til að leiðrétta misskilningin hjá báðum skáldunum hér að ofan, tón- og limru!

En jafnvel þótt ég hafi nú sem einvher vitlwysingur farið að skammast í alvöru eða nuddast út í limruna, þá má nú Már ekki bregðast svona viðkvæmur við og uppnefna einhvern sem hann þekkir ekki neitt og það jafnvel þótt uppnefninu sé snúið á hvolf!

Og Guðríður litla þráast bara við, skora nú bara á Má að yrkja um hana hvorki leirburð, kerskni né hnoð, heldur ALVÖRU NÍÐVÍSU haha!

Í guðs friði gott fólk!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 23:36

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég var nú hálfspæld fyrir hönd Más Högnasonar en eins og þú segir, kæri Magnús, bara leiðindamisskilningur. Ég vil ENGAR níðvísur nema 1. apríl.

Guðríður Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 23:46

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allt nú hérna er hljótt,

í háttin skundum því fljótt.

En að síðustu segi,

á sællegum degi

"Gurrí mín, góða nótt"!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.4.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 78
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 1791
  • Frá upphafi: 1452952

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 1458
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband