Þeir feitu og fögru - varúð, bold!

Nick, Brooke og Hope DeaconsdóttirJæja, er ekki komið að því að bolda? Stefanía planar viðurstyggilega hluti til að koma í veg fyrir brúðkaup Brooke og Nicks en sonur hennar, Ridge, vill kvænast Brooke einu sinni enn og það sem sonurinn þráir skal látið eftir honum þótt hann sé orðinn rúmlega fimmtugur. Felicia er grautfúl út í hálfsystur sína, Bridgeti, fyrir að hafa nokkurn veginn stolið mannsefninu hennar og hefur gert sitt til að gera líf litlu systur viðbjóðslegt. Jæja, best að byrja.

Stefaníu tókst að plata Brooke í nektarmyndatöku vegna nýju, sexí línunnar sem Forrester-fyrirtækið sýndi á dögunum. Brooke vill síðan ekki að myndirnar birtist í auglýsingum. Stefanía og Massimo (pabbi Nicks og blóðfaðir Ridge sem finnst að Ridge eigi að eiga Brooke vegna barnsins) ætla að skella einni nektarmyndinni á risastórt auglýsingaskilti sem verður á leið Brooke og Nicks til giftingarathafnarinnar. Þá ætti þriðja og síðasta áfallið að ríða yfir Nick og hann hættir við, eins og hann hefur hótað. Eða hafa taugarnar skánað?

Felicia, Dante og BridgetFelicia virðist hafa sett steikarolíu eða eitthvað í staðinn fyrir sólvarnaráburð og þegar Dante og Bridget ætluðu að hafa það kósí í sólinni, eftir að Dante valdi Bridget fram yfir Feliciu, sólbrann hún alveg hroðalega. Ekki nóg með það. Læknir gaf Bridgeti deyfikrem sem Feliciu tókst að setja bótox í og nú er vesalings Bridget með lamað andlit. Felicia hló subbulega yfir þessu við Kristján lækni (bróður brunakarlins) og sagði að Bridget fengi ekki hrukkur á næstunni, gæti þakkað fyrir það. Dante hlýtur að hætta að vera skotinn í Bridgeti, hún er eldrauð, slöpp og slefar ... en er að vísu hrukkulaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er ekki hægt að semja við þig, Gurrí?  Ég sendi þér nokkur handrit, þú gerir útdrátt sem þú sendir mér til baka, og ég sem nokkra kjarnyrta skjátexta sem birtast hér og hvar í þáttunum?  Ég er viss um að það væri miklu skemmtilegra - að minnsta kosti fyrir mig... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kræst hvað við gætum sjokkerað marga, múahahahahah!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Brynja skordal

Flott að fá fréttir af bold missti af 2 þáttum takk fyrir en það er eiginlega miklu skemmtilegra að lesa hjá þér en að horfa þú ert snilli mín kæra hafðu ljúfa nótt

Brynja skordal, 15.4.2008 kl. 00:39

4 Smámynd: Linda

Viðverukvitt - og ég hef ekki horft á BB í eitt ár, og það hefur ekkert breyst,

kv.

Linda, 15.4.2008 kl. 01:53

5 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

hehe... Brooke hefur greinilega ekki breyst nokkuð í útliti síðan að hún giftist inní fjölskylduna í fyrsta skiptið ... fyrir nokkur hundruð árum síðan !

Rannveig Lena Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 10:04

6 identicon

Nú kom Deja Vu í hausinn á sumum! Hvað hét lagið aftur? Aa, skiptir ekki máli, það var með Sinatra og byrjaði allavega svona: {með soldið þýskum framburði}

Strangled in the night, my wife is dead now..

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 10:41

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Kvitt kvitt og takk fyrir boldfærslu ;)

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.4.2008 kl. 10:46

8 identicon

Hvernig var þetta aftur eftir middel eitið? Það var hækkað um a.m.k heiltón og örvæntingin sauð upp úr: {enn með þýskum framburði} Strangled in night, I am not joking, she was strangled in night.... Getur ekki einhver hjálpað mér?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:54

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hehehe ég fylgist með.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.4.2008 kl. 14:42

10 Smámynd: Ólöf Anna

Boldið er mun skemtilegra hjá þér en í raun.

Einar: vantar þig ekki hjálp víst þú ert farin að horfa á boldið OG viðurkenna það svona á almanafæri

Ólöf Anna , 15.4.2008 kl. 14:56

11 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Er að uppgötva við Bold uppfærslurnar þínar hversu mikið ég hef misst af í lífinu af hafa aldrei horft á þessa þætti.  Á hvaða stöð eru þeir annars. Hef bara gamla "góða" RÚV"hér í sveitinni. Held bara áfram að fylgjast með hér, hí hí.

Bylgja Hafþórsdóttir, 15.4.2008 kl. 17:45

12 identicon

Hahahaha...en að vísu hrukkulaus!;-) Snilld. Takk:-)

Gerdur Hardardottir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:09

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Einar þarf greinilega á hjálp að halda fyrst hann fylgist óbeint með boldinu ... enda neyddur til að hafa Stöð 2 á á þessum tíma dagsins ...

Kannast ekkert við þetta, Guðmundur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2008 kl. 19:15

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

he hehe

Marta B Helgadóttir, 15.4.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 137
  • Sl. sólarhring: 315
  • Sl. viku: 829
  • Frá upphafi: 1505836

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 675
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 103

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband