Að næra flughræðslu, fara í nám, éta eldingar og prumpa þrumum ...

West-Ham-02Við erfðaprins höfum sett Englandsferðina á HOLD til hausts. Veltum ýmsu fyrir okkur, ekki bara fjármálum (hruni vegna okurviðgerðarábílreiknings), heldur líka því hvaða stemmning gæti mögulega verið í gangi í lokaleiknum hjá West Ham í maí. Nú eru þeir ekki í fallhættu, eins og í fyrra, og meiri möguleikar á bragðdaufum leik, ja, alla vega ekki jafnspennandi. Vegna þessa hefur erfðaprinsinn tekið upp fyrri iðju ... að horfa á hroðalega flugslysaþætti á National Geographic-stöðinni. Hann hafði ákveðið að geyma það þar til eftir þotuflugið yfir hafið en ... um að gera að næra svolítið flughræðsluna. Skrýtið að ástin á flugferðum hafi ekki erfst frá móður til sonar, eins og greindin, því mér finnst æðislega gaman að fljúga og t.d. fín stemmning í því að lesa flugslysabækur í flugi.

Annars skrapp erfðaprinsinn upp í fjölbrautaskóla í dag í viðtal hjá námsráðgjafa og ætlar í kjölfarið að skrá sig í fullt nám næsta vetur. Líst vel á þetta! Hann hefur alltaf átt auðvelt með að læra og nú mun það loks nýtast honum! Fórum til Maríu á Skrúðgarðinn á eftir og indverska súpan hennar var hreinasta snilld!

chuck-norrisHér kemur síðasti skammturinn af Chuck Norris-staðreyndum, alla vega í bili. Hef verið húkkt á honum undanfarið og ætla að taka DVD-mynd með honum á leigu fljótlega, auðvitað bara til að dást að honum.
- Chuck Norris spilar skvass með vöfflujárni og keilukúlu.
- Chuck Norris borðar eldingar og prumpar þrumum.    
- Chuck Norris notar Tabasco Sauce sem augndropa.
- Chuck Norris getur fengið fullt hús með aðeins einu spili.
- Chuck Norris þarf að nota staðgengil í grátsenum.
- Chuck Norris getur klofið atóm. Með berum höndum.
- Chuck Norris getur haldið niðri í sér andanum í níu ár.
- Chuck Norris getur látið lauk gráta.
- Chuck Norris elskar ekki Raymond. 
- Chuck Norris getur sleikt olnboga sína … báða í einu.
- Chuck Norris getur sparkað bíl í gang.
- Chuck Norris skilur endinn í 2001: A Space Odyssey.
- Þegar Chuck Norris borar í nefið finnur hann gull, í alvöru.
- Chuck Norris getur klappað með annarri hönd.
- Chuck Norris klippir táneglurnar með keðjusög.
- Auðveldasta leiðin til að aldursgreina Chuck Norris er að skera hann í tvennt og telja hringina.
- Chuck Norris veðjaði við NASA að hann gæti lifað af flug í gegnum lofthjúp jarðar án þess að vera í geimbúningi. Þann 19. júlí 1999 þaut hann nakinn inn í andrúmsloftið og á leiðinni yfir 14 ríki Bandaríkjanna náði hann 3.000 stiga hita á Celsíus. Skömmustulegir Nasa-menn sögðu fjölmiðlum að þarna hefði vígahnöttur verið á ferð og skulda Chuck Norris enn bjór.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er orðin hoocked á Chuck Norris frasa, kíki oft á heimasíðuna síðan þú bentir á hana.  Tak skal du ha  Love Gaze

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Ragnheiður

Frábært hjá honum að skella sér í nám, líst vel á þetta plan !

Ragnheiður , 15.4.2008 kl. 17:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er svo kósí að fara til Englands á haustin.  Algjör unaður.

Til hamingju með prinsinn, flott ákvörðun hjá dreng. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 17:35

4 identicon

Sleikt á sér olbogana hahahahahahahaha til hvers? hahahahahaha.Snillingur ertu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:02

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábært hjá Einari að skella sér í nám. Bið að heilsa honum.

Helga Magnúsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:22

6 Smámynd: Birgitta

Hefurðu prófað að sleikja á þér olnbogana :p?? Þetta er algjör snilld bara, fólkið mitt heldur að ég sé snar, ligg í fram á lyklaborðið og frussa af hlátri.

Birgitta, 15.4.2008 kl. 23:16

7 identicon

UUUUURRRRRAAAAABBBBBÍÍÍÍTTTTAAAANNNN,er staddur á Hvammstanga núna,skal finna þetta Himnaríki.

Chuck Norris (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:29

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Google Can’t Find Chuck Norris! | iMod

“Google won’t search for Chuck Norris because it knows you don’t find Chuck Norris, he finds you.” Þessi finnst mér lang bestur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2008 kl. 01:44

9 identicon

Barði Þessi Chuck Norris ekki Bruce Lee í klessu á sínum tíma. Það er eins og mig minni það.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:05

10 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

 Þegar Chuck Norris borar í nefið finnur hann gull, í alvöru! Ég er búin að reyna - og er ekki Chuck Norris

Linda Lea Bogadóttir, 16.4.2008 kl. 09:38

11 identicon

Frábært að erfðaprinsinn fari í skóla-gott að hann nýti góðu gáfurnar og genin frá mömmu sinni. Ég hélt að ég væri sú eina sem horfið á "Air Crash Investigation" á National Geographic, en það eru greinilega fleiri flughræddir en ég sem fá kikk út úr ósköpunum (Hrylli mig, kalt vatn milli skins og hörunds og taugaveiklaður hlátur í leiðinni) Er eitthvað að frétt af Boldinu, rosalega væri gaman ef þú, með þina frábæru rannsóknarhæfileika myndir finna Amber.

kikka (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:20

12 identicon

Argh, okurviðgerðarábílreikningur? Ég sem bifvélavirki hlýt að mótmæla þvílíkum orðasmíðum! Það á ekkert að vera ódýrara að fara með bílinn á verkstæði, heldur en túlann á sér til tannlæknis, eða tölvuna sína til einhvers lúða.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:28

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bifvélavirkjar eru ekki allir eins, Guðmundur. Syninum var gefið í skyn að þetta færi ekki mikið yfir 30-50 þús en svo kom óvæntur reikningur ... 100 þúsund kall. Það hefði verið mun betra að fá að vita fyrr að þetta gæti orðið svona dýrt. Vanur bifvélavirki ætti að vita það, enda ekkert óvænt sem kom upp á í viðgerðinni. Systir mín hefur t.d. skipt við einn góðan í Kópavogi og hann spyr hana alltaf áður en hann gerir eitthvað og hvort hún vilji að hann geri við eitthvað sem hann rekst á bilað, í leiðinni og getur alltaf sagt með nokkurri vissu hvað þetta muni kosta. Tannlæknar eru líka misdýrir.

Kikka, leitin að Amber hefst innan tíðar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2008 kl. 10:40

14 identicon

Já, það verður að hringja í kúnnann ef eitthvað frávik verður  frá kostnaðaráætluninni.

Guðmundur G. Hreiðarasson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:19

15 Smámynd: Brynja skordal

Frábært að lesa þetta hafðu góðan dag

Brynja skordal, 16.4.2008 kl. 11:29

16 Smámynd: Júlíus Valsson

Hér er fróðlegur hlekkur

Júlíus Valsson, 16.4.2008 kl. 12:24

17 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gurrí, ég hélt að Sigþór Bogi Eiríksson, vinur minn, væri einn um þessa West-Ham áráttu.

Haraldur Bjarnason, 16.4.2008 kl. 13:56

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, áráttu, Haraldur! Held að hann Sigþór mágur minn verði nú ekki ánægður með þessi orð þín ...en hann og virðuleg kona hans (systir mín) ætluðu að koma með í þessa ferð as a matter of fact! Hehehehhe!

Góður hlekkur, Júlíus, ég neyddi drenginn til að horfa á þetta og skemmti mér vel yfir græna litnum sem færðist yfir andlit hans. Snilld! Takk.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 72
  • Sl. sólarhring: 259
  • Sl. viku: 764
  • Frá upphafi: 1505771

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 620
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband