Kynþokkaaðskilnaðarstefna

Slef og slappleikiHér á þessu heimili var vaknað kl. 6 og ekki séns að sofna aftur. Voðalegur slappleiki eitthvað, vesen og vanlíðan. Eins og það hefði verið gaman að geta tekið fyrsta strætó, ganga samferða Sigþóru upp súkkulaðibrekkuna og bjóða prófarkalesurnum góða kvöldið við mætingu þeirra undir kl. 8. Þess í stað hef ég á víxl unnið við tölvuna og legið í rúminu. Ég sá meira að segja morgunútgáfuna af boldinu og verð að láta það fylgja með þar sem atburðir gerast vart dramatískari. Mikil kynþokkaaðskilnaðarstefna í gangi þessa dagana.

Nick er brjálaður. Þar sem hann stendur við hlið Brooke og þau eru í þann veginn að heita hvort öðru eilífri ást og tryggð sér hann auglýsingaskiltið með henni nakinni. Við erum reyndar að tala um bandaríska nekt þar sem sést í smá hold en ekki mikið meira. Nick rýkur á brott og Brooke á eftir honum. Í limma sitja Stefanía og Massimo (pabbi Nicks) og skemmta sér konunglega. Nú fer hún aftur til Ridge sem hún á barnið með, hugsa þau. Skrýtið að þau reyni ekki að koma honum aftur til Taylor sem hann á þrjú börn með (Tómas og tvíburana).

Ridge situr dapur inni á skrifstofu sinni og syrgir Brooke sína þegar hún birtist í brúðarkjólnum og segir: „Þú sagðir satt, Nick er bara að reyna að stjórna mér.“ Þau faðmast. Þau kyssast! Argggg! Nei, þetta voru draumórar hjá Ridge.

Nick og Brooke rífast. „Ég ætlaði ekki að giftast eggjandi módeli,“ segir Nick sár. Hann veit að þetta er runnið undan rifjum Forresterana sem vilja skilja þau að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Mér sýnist þú hafa náð ágætri mynd af mér til að myndskreyta með, knús og batakveðjur til baka

Ragnheiður , 16.4.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Ólöf Anna

Ættla bara að lesa lítið vill ekki smitast af einhverri pest!

Ólöf Anna , 16.4.2008 kl. 15:38

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vá, Bold í morgunmatinn, úff. Þú átt mína skýlausu aðdáun.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.4.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ekki gæti ég þolað Bold á fastandi maga.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:42

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ja ... ég var búin að vera vakandi í rúma þrjá tíma, næstum því hádegi hjá sumum!

Guðríður Haraldsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:58

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Að vakna klukkan sex hlýtur að vera einhvers konar röskun. Svefnröskun kannski? Tímaröskun? Það hlýtur að vera til orð yfir þennan ósið.

Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 18:28

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Haha, kynþokkaaðskilnaðarstefna, þetta er frábært orð. Búin að hlægja smá að því, þótt ég sé soldið í sömu sporum og þú, sem sagt með flensu, svo ég þoli ekki mikinn hlátur, fæ hóstakast og mæði :-/

Svipuð kynþokkaaðskilnaðarstefna í sjónvarpinu mínu akkúrat núna þar sem American Next Top Model er í gangi......  .....jaá, manni leyfist ýmislegt þegar maður er veikur!!

Lilja G. Bolladóttir, 16.4.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 424
  • Sl. viku: 2159
  • Frá upphafi: 1456109

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1797
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband