16.4.2008 | 18:09
Örlagaveggljósið og flottir tónleikar 20. apríl
Alltaf er saga á bak við allt. Bara það að erfðaprinsinn ætlar í nám á sér ákveðinn og frekar sérstakan aðdraganda. Sitt hvorum megin við rauða sófann minn eru tvö gömul veggljós. Rafvirkinn sem tengdi þau fyrir mig sagði mér að það væri heilmikið mál að skipta um peru en ég var ekkert að dreifa þeirri vitneskju. Nýlega fór peran í öðru ljósinu, erfðaprinsinn var heima og fékk þá frábæru hugmynd að skipta um peru, krakkarassgatið. Eins og sjá má á myndinni hafði það hroðalegar afleiðingar. Ekki nóg með að ekki hafi verið hægt að skipta um peru, heldur er ljósið líklega ónýtt. Magnvana af eftirsjá datt prinsinn niður í þunga þanka. Hvernig gæti hann hugsanlega bætt móður sinni þetta upp? Eins og áður hefur komið fram erfði hann þessa skemmtilegu greind úr móðurættinni og þurfti því ekki sérlega langan umhugsunartíma. Áður en ég vissi af var hann búinn að skrá sig í rafvirkjanám í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ástkær móðir mín, eftir rúm þrjú ár get ég lagað ljósið fyrir þig, mun hann segja við mig fljótlega.
Svo vil ég taka fram að myndavélin mín er biluð, skjárinn á henni er svartur svo ég miða bara á viðfangsefnið og smelli af. Vondi maðurinn í búðinni sagði að það kostaði heilan helling að gera við hana, það væri betra að kaupa nýja, bætti hann við með græðgisglampa í augum. Hnuss, ég get alveg tekið mynd án skjásins þótt það sé leiðinlegra. Get kíkt í gegnum gatið þarna á vélinni, þótt ég hafi verið búin að steingleyma því þegar ég smellti nærmyndinni af örlagaljósinu sem orsakaði væntanlegan framtíðarkarríer sonarins.
Mig langar að vekja athygli á spennandi listviðburði í Langholtskirkju sunnudaginn 20. apríl kl. 20. Fjórar mótettur eftir J.S.Bach verða fluttar; Lobet den Herrn - BWV 230 fyrir fjórradda kór, Jesu, meine Freude - BWV 227 fyrir fjór- til sexradda kór, Komm, Jesu, komm BWV 229 fyrir tvo kóra, Singet dem Herrn ein neues Lied - BWV 225 fyrir tvo kóra. Ég hef beðið Jónsa um að láta mig vita af svona uppákomum með lengri fyrirvara svo ég geti skellt þessu á dagskrársíðuna í Vikunni en hann gleymir því alltaf.
(Þeir sem vita um málverkasýningar, tónleika eða annað skemmtilegt vikuna 1. maí 7. maí nk. mega sko alveg hafa samband gurri@birtingur.is. Ekki verra að fá mynd með!)
Í leit minni á youtube að Lobet den Herren, sem ég söng einu sinni með þessum guðdómlega kór, fann ég athyglisvert tónlistarmyndband. Held að leikna atriðið sé sannsögulegt og það minnti mig heilmikið á fagra júlídaginn 1980 þegar ég hætti endanlega að vera fröken. Nema slóðinn minn var ögn styttri ... draumaprinsinn rauðhærðari ... kirkjan í raun kjallaraíbúð að Rauðalæk 33 ... færri trompetar ... erfðaprinsinn þegar fæddur ... og ... svo komst ég að því að Barbara Cartland er lygari en það er önnur saga.
Hér fyrir neðan er tónlistarmyndbandið. Flott tónlist. Fyrra lagið er Loben den Herren. Þetta sem ég hélt ég hefði sungið með sama nafni er greinilega eftir annan höfund því kórinn minn var dreifður út um alla kirkju og söng keðjusöng. Óxla flott. Þetta er líka æðislegt. Seinna lagið er aftur á móti Hallelúja-kórinn úr Messíasi eftir Händel. Ég er rosalega hrifin af svona tónlist, allt mömmu að þakka. Hún dró mig með sér á kóræfingar þegar ég var lítil.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 177
- Sl. sólarhring: 345
- Sl. viku: 869
- Frá upphafi: 1505876
Annað
- Innlit í dag: 143
- Innlit sl. viku: 709
- Gestir í dag: 137
- IP-tölur í dag: 132
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ætti að kíkja á þessa tónleika, þeir eru einmitt í minni kirkju. Flott hjá þér að hafa upprennandi rafvirkja, eini iðnaðarmaðurinn í minni fjölskyldu er hann Styrmir sem er prentsmiður. Kemur sér vel þegar senda þarf boðskort og svoleiðis, en greinilega miklu meira gagn að rafvirkja.
Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 18:25
Thank you fyrir þessar víðtæku upplýsingar úr ýmsum áttum.
Laug Barbara Cartland? Dem, ætli hún hafi þá ekki líka logið í minni bók?
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 19:34
Akkurru ertu með spegil fyrir ofan hjónarúmið þitt?
Þröstur Unnar, 16.4.2008 kl. 20:31
Hjónarúm???? Þetta er virðulegur stofusófi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:59
Lobet den Herrn mótettan er ekki sama og Lobet den Herrn kantatan ;)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:11
æ, arrg ég ætlaði að setja tengilinn á orðið mótettan en ekki kantatan, það sem þú ert með er kantatan :p
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:12
Magnað myndband. Þvílíkt wesen við að krota í gestabækur, hef ekki séð svona seremóníu í kringum gestabók síðan ég álpaðist í fermingu hjá frænda í Arnarnesinu 89.
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:46
*Úps sorrý. Næsta spurning átti að vera. Er hjónarúmið til sölu?
Þröstur Unnar, 16.4.2008 kl. 21:50
Voðalegar njósnir er þetta ... heheheheh, hér í himnaríki er að sjálfsögðu ekkert hjónarúm. Ég er ekki piparjúnkan sem starir á auða plássið með tárvota hvarma eða fylli það af tryggum köttum ... ja ... eða þannig.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:01
Hjónarúmið var selt fyrir 25 árum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:02
Nú sefurðu bara í breiðu einsmannsrúmi er þaggi??? Skemmtileg færsla að vanda og vonandi gengur vel hjá prinsinum að öðlast rafvirkjréttindi. Góða skemmtun á tónleikunum.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 22:47
Mig bráðvantar rafvirkja. Viltu senda prinsinn til mín þegar hann er búinn með námið?
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.4.2008 kl. 00:55
Já, þokkalega skondin færsla eins og alltaf hjá þér Gurrí mín. Alltaf góðir þessir sjálfskipuðu fixarar - er sjálfur slíkur - og stundum með sama árangri og erfðaskottið þitt. Hann er greinilega skynsemdargutti ef hann ætlar sér að skella sér í nám, enda er sannarlega satt að mennt er máttur - og dýrð. Mundu bara - það er viljin og hugurinn sem gildir hér - ekki endilega útkoman sko! Þó endingin sé brilljant ef námsferðalagið stendur! Knús í himnaríki og eigið góða nótt og ljúfa daga..
Tiger, 17.4.2008 kl. 02:29
Skemmtileg færsla og sérstakt ljós.
Halla Rut , 17.4.2008 kl. 07:09
Þegar JSB er annarsvegar, þá velur mín hátign oftar en ekki "Nun kommt der Heiden" sem er sérdeilis magnað verk eftir Jóa. Fer bara ekki á svona uppákomur, ef þessa snilld vantar á efnisskrána, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 12:32
20. apríl segirðu? Já, auðvitað; Hitler karlinn á afmæli!
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 12:44
en kannaðistu frekar við mótettuna sem ég linkaði á?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.