Íslensk kjötsúpa, fjúkandi strætó og ekki smitandi samkynhneigð

Fjúkandi strætóFínn en ansi syfjaður morgunn. Þorði ekki annað en að nota huglæga tékklistann minn til að fara ekki á gammósíunum einum saman við bomsurnar í vinnuna þótt það hefði nú glatt samstarfsmenn mína óumræðilega. Tékkun: Tannburstun tékk, klæðun tékk, dagkrem tékk, fegurð tékk. Gummi bílstjóri stoppaði svo tvisvar á leiðinni í villtu roki á Kjalarnesi til að loka strætóhurðinni betur, ekki vildi hann að við soguðumst út á ferð. Við hefðum samt séð við þessu, allir í bílbeltum. Konan við hlið mér, hinum megin við ganginn, setti skólatöskuna sína í gangveginn og það var alveg dásamlegt að fylgjast með Kjalnesingunum hrasa um hana og þeytast langar leiðir eftir vagninum ... heyrði að hún talaði um vel heppnað, heimatilbúið skemmtiatriði. Í Mosó var ég gripin glóðvolg af skólastráknum mínum, sett upp í rauðan bíl og mér hreinlega skutlað upp í Hálsaskóg. Skólastrákurinn man hvað ég bjargaði oft lífi hans þegar við gengum samferða yfir jarðsprengjubeltið og krókódílasíkin á leið okkar í Höfðabakka 9. Þar var Birtíngur einu sinni og þar er skóli skólastráksins enn í dag.

KjötsúpaMötuneytið bauð upp á kjötsúpu sem aðalrétt í dag ... en einhverra hluta vegna fengu sér næstum allir grænmetisbuff og salat. Ætla að athuga hvernig Mögnu líður, hún lagði í kjötsúpuna, hetjan sú arna. Annars er kjötsúpa ekki sama og kjötsúpa. Halla frænka býr t.d. til sjúklega góða kjötsúpu.

Jamm, nú skal áfram haldið að vinna. Verð samt að láta vita að í nýjustu Vikunni er viðtal við enga aðra en bloggvinkonu okkar, Laufeyju Ólafsdóttur, sem hefur mikla sögu að segja þótt ung sé. http://lauola.blog.is/blog/lauola/   Viðtalið heitir: Samkynhneigð er ekki smitandi! Laufey ólst upp hjá samkynhneigðri móður og á tímabili einnig sambýliskonu mömmunnar. Sambýliskonan eignaðist son í sambúðinni ... en öllum til mikillar furðu varð hann ekki hommi, frekar en Laufey smitaðist af lesbísku ...! Fullt af skemmtilegum myndum, nýjum og gömlum,  en sjálfur Haffi Haff farðaði og stíliseraði ... úúúúúú ...                               


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessa Viku kaupi ég, það geturðu sótbölvað þér uppá.  Laufey er yndisleg og mamman ekki síðri.

Takk fyrir að láta vita.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Brynja skordal

Vikan verður keypt hér á bæ myndi aldrei sleppa kjötsúpu ef hún væri í boði nema ef hún væri óæt og því hef ég aldrei lent í tæki hana sko framm yfir Grænmetisbuff pifff hafðu skemmtilegan dag

Brynja skordal, 17.4.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

"Huglægur tékklisti" sniðugt. Ég hefði alveg þegið kjötsúpi a la mamma, en það er liðin tíð, verð að fara að æfa mig.  Ég kíki á þessa viku, en svona í alvöru að hugsa til þess að einhverjum detti í hug að samkynhneigð geti verið smitandi, en svona getur fólk verið heimskt. Eigðu góðan dag mín kæra.   Kisses 


 



 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég ætla sko að kaupa Vikuna þegar hún kemur út. -  Það er nefnilega alveg ótrúlegt hvað fordómar eru lúmskur sjúkdómur,  m.a.s. bráðsmitandi sjúkdómur, segja margir. - Skyldi enn vera til fólk, sem heldur, að samkynhneigð sé smitandi? -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.4.2008 kl. 16:07

5 identicon

Það vita allir að lessur búa ekki til lessur, vandamálið er mun flóknara og erfiaðara viðfangs...

...byrjar sakleysislega á sushi áti!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:13

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Heyrðu Gurrí, ég ákvað að koma út úr skápnum í tilefni dagsins. (sjá færsla dagsins)

Það er svo 90's að vera gagnkynhneigður.

Laufey Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 18:56

7 identicon

Sæl Gurrí,

Ég er í stjórn Fúríu, Leikfélags Kvennaskólans í Reykjavík og er búin að vera að leita að einhverjum bloggara til að fjalla um sýninguna okkar í ár -svona upp á gamanið fyrir krakkana sem eru í henni. Við erum að sýna leikrit unnið upp úr sagnabálknum Þúsund og einni nótt í leikstjórn Margrétar Kaaber og það er í "Story Telling" stíl sem hefur ekki verið notaður mikið á Íslandi. Við sýnum í gamla Verslunarskólahúsinu við Þingholtsstræti í nýuppgerðu blackboxi. 
Mætti leikfélagið bjóða þér tvo frímiða á sýningu (18. eða 19. apríl) gegn léttri gagnrýni á blogginu þínu?

Endilega hafðu samband í S: 6920350
-Bryndís Ósk

Bryndís Ósk (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:14

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég get valla beðið  eftir því að fara að elda,en það er þó nokkuð langt í það en ég er viss um að ég elda þá fljótlega kjötsúpu.

Guðjón H Finnbogason, 17.4.2008 kl. 20:39

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Dásamleg færsla. Einhvern veginn er það orðið svo að ég sé þig alltaf fyrir mér í einhverjum vindhviðum á Kjalarnesinu.

Vikan verður keypt. Ekki spurning.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.4.2008 kl. 23:15

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það má vel vera, að í þremur tilfellum af hverjum fjórum hafi uppeldi hjá lesbíum engin áhrif til samkynhneigðar hjá börnum þeirra; og enginn held ég alhæfi þannig um öll börn lesbía. Engu að síður er full ástæða til að skoða það sem fram kemur á þessari vefslóð, jafnvel þótt það passi ekki vel inn í fyrirframforsendur sumra hér.

Jón Valur Jensson, 18.4.2008 kl. 00:00

11 identicon

Það eru mun meiri líkur á því að þú verðir lesbía, ef báðir afar þínir voru alveg hevvý hommar, svo sannað sé.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:18

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Æi Jón Valur, þetta eru svo voðalega þreytt rök. Það sem þessar rannsóknir leiða í ljós má vel vera rétt (þótt það sé ekki samkvæmt minni upplifun) en túlkunin einkennist af mikilli vanþekkingu og þarna vantar upp á samanburð. T.d. Hversu mörg börn gagnkynhneigðra leyna samkynhneigð sinni frameftir aldri? Var gerður samanburður á börnum einstæðra feðra/mæðra til að kanna áhrif skorts á karl/konu elementinu í uppeldinu?

Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta líka um að ala af sér góðan og gegnheilan einstakling, óháð því hverjum hann kýs að eyða lífi sínu með í framtíðinni. Fengu samkynhneigðir einstaklingar verra uppeldi almennt en gagnkynhneigðir?

Ég held almennt að börn frá "óhefðbundnum" heimilum séu almennt víðsýnni og umburðarlyndari en jafnaldrar þeirra og opnari fyrir að fara aðrar leiðir í lífinu en mörgum dettur í hug. Var þetta partur af rannsókninni sem þú vísar í eða snerist hún bara um kynhegðun? Hvaðan kemur annars þessi þremur af fjórum tala....??? 

...sorrý Gurrí mín að opna þessa ormadós hér í athugasemdakerfinu þínu

Laufey Ólafsdóttir, 18.4.2008 kl. 09:53

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nó prob

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.4.2008 kl. 10:38

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laufey er með virðingarverða viðleitni til að svara mér, en segir þó: "Það sem þessar rannsóknir leiða í ljós má vel vera rétt".

"Hvaðan kemur annars þessi þremur af fjórum tala....???" spyr hún, og þá bendi ég henni á, að 100–24 = 76, þ.e. nokkurn veginn 3/4, og ennfremur, þessu til staðfestu, á þau orð mín í tilvísaðri grein (leturbr. hér), "að rannsókn tveggja fræðikvenna, Tasker og Golombok (1997) – eina félagsfræðikönnun á börnum lesbía, sem fylgdi þeim eftir allt til fyrstu fullorðinsára til að rannsaka kynlífshagi þeirra [2] – leiddi í ljós, að 24(tuttugu-og-fjögur)% barna þeirra höfðu þá átt í samkynhneigðar-ástarsambandi, en 0(núll)% barna gagnkynhneigðra mæðra í samanburðarhópi. Hjá þeim ungmennum, sem alin voru upp af lesbísku mæðrunum, var þar að auki mjög algengt að þau höfðu hugsað til þess að hrífast af eða fara í ástarsamband við aðila af sama kyni. Var þar um áberandi mun að ræða: 64% þeirra barna lesbía, sem nýorðin voru fullorðin, kváðust hafa íhugað samkynja sambönd (áður, þá eða í framtíð), samanborið við aðeins 17% nýfullorðinna afkvæma gagnkynhneigðu kvennanna. Þá áttu dætur lesbíanna verulega miklu fleiri rekkjunauta frá kynþroskaaldri fram á fullorðinsaldur heldur en dætur hinna – þær fyrrnefndu reyndust m.ö.o. kynferðislega virkari og ævintýragjarnari, en lausari við skírlífi (Stacey og Biblarz, 171, o.v.)."

Einhver getur haldið þetta "umburðarlyndi og víðsýni", en hér er um allt aðrar, konkret staðreyndir að ræða. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 18.4.2008 kl. 11:53

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Jón Valur, eins og svo oft áður þá endurtekurðu þig bara án þess að skýra málið en það skýrir kannski málið betur en nokkuð annað. Ég spurði hvort þessar niðurstöður snerust bara um kynhegðun... greinilega, fyrst þú endurtekur bara þann bita.

Fyrirgefðu herra minn, en hefur það eitthvað með afkomu barnanna að gera? Leituðu þau sér síður menntunar? Leiddust þau frekar út í glæpi? Eru þau frekar að þiggja bætur frá ríki og bæ? Eru þau frekar í neyslu vímuefna?

Hvað er það sem virkilega skiptir máli í svona rannsóknum?

Takk samt fyrir virðingarverða viðleitni til að svara mér minn kæri. 

Laufey Ólafsdóttir, 18.4.2008 kl. 12:54

16 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér finnst afleitt að Jón Valur Jensson noti afburðaskemmtilega bloggsíðu Gurríar til að viðra mannvonsku sína, þröngsýni, hatur á og fáfræði um einstaka þjóðfélagshópa. Hér á enginn slíkur sori heima.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.4.2008 kl. 12:59

17 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Jón Valur! HÆTTU! Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Laufey ég held með þér Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Dettur í hug sönn saga þegar minnst er á kjötsúpu: Ég fór eitt sinn sem oftar inn á BauTan á AKureyri til að snæða hádegisverð, eftir ýtarlegar rannsóknir á matseðlinum var pantaður Írskur kjötréttur. Upgrade your email with 1000's of emoticon icons 

Enn varð líka þetta ekkert smá hissa þegar á borð mitt var borinn súpudiskur sem inni hélt það sem í minni sveit er kallað Íslensk-kjötsúpa. Já hún var góð.

Og nú dettur mér í hug önnur saga sem gerðist á sama veitingarstað, sem fjallar um Coctailsósu, enn sú saga bíður betritíma. Upgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 18.4.2008 kl. 13:39

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lára Hanna, ég talaði hér afar hlutlægt (objektíft) um málin, laust við alla neikvæða tilfinningasemi, hvað þá vanstillingar-stóryrði –– ólíkt innleggi vissrar persónu hér kl. 12:59! – Öðrum til upplýsingar er Lára Hanna samherji Vantrúarmanna, ef ekki einn af þeim – það skýrir málið, þ.e.a.s. afar neikvæðar forsendur hennar í svari til trúaðs manns.

Laufey, ég svaraði þessu hjá þér um "þessa þrjá af fjórum tölu". Sömuleiðis var innlegg mitt í meira talsambandi við fyrirsögn greinar Gurríar heldur en innlegg þiitt. Ég var ekkert að ræða önnur mál, og er þér velkomið að ræða þau án þátttöku minnar.

Jón Valur Jensson, 18.4.2008 kl. 14:33

19 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

"Öðrum til upplýsingar er Lára Hanna samherji Vantrúarmanna, ef ekki einn af þeim..."    Hvað veist þú um trú mína eða trúleysi - hverju ég trúi eða trúi ekki, Jón Valur??? Ég veit ekki til þess að við höfum nokkurn tíma hist eða talast við.

Mér misbýður hins vegar alltaf þegar kynt er undir hatri og fordómum í nafni trúarbragða. Alveg sama hvað trúarbrögðin eru kölluð. Og fordómar eru aldrei hlutlægir (objektífir).

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.4.2008 kl. 14:40

20 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Samherji vantrúarmanna hættu nú alveg Jón Valur!

Ókei, þú varst semsagt bara að svara þeirri spurningu. Móttekið. Hinsvegar vil ég benda á að 24% höfðu skv. rannsókninni sem þú bentir á, átt "þátt í lesbísku ástarsambandi". Þetta þarf ekki að þýða að viðkomandi sé samkynhneigður Jón Valur, heldur aðeins að viðkomandi hafi verið opinn fyrir möguleikanum.

Það allra fróðlegasta er að ég þekki ákaflega marga einstaklinga sem ólust upp á samkynhneigðum heimilum en þekki bara EITT dæmi þar sem barn varð samkynhneigt. Ég þekki hinsvegar heilan helling af samkynhneigðum einstaklingum sem koma frá algerlega gagnkynhneigðum heimilum.

Laufey Ólafsdóttir, 18.4.2008 kl. 15:37

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það þá rangt, að ég hafi séð þig skrifa á Vantrúarsíðuna? Sé svo, bið ég þig afsökunar þá því atriði, en nóg hefur reyndar sézt af harðorðum andtrúarboðskap þínum á ýmsum síðum Moggabloggsins. – Svo hef ég ekki kynt undir neinu hatri, enda heldur Lára Hanna því fram án minnstu sannana eða tilvísana í orðrétt ummæli mín. Margrét St. Hafsteinsdóttir og "DoctorE" hafa reynt það áður að halda þessu fram varðandi skrif mín um samkynhneigð, en þrátt fyrir margar áskoranir mínar tókst þeim aldrei að tilfæra eina n einustu setningu eftir mig, sem falið hafi í sér hatur gegn samkynhneigðum né í nafni trúarbragða. Og það er einföld leið hins rökþrota (LHE) að tala um "fordóma í nafni trúarbragða", þegar í raun var einfaldlega um objektífa, vel heimildum studda grein að ræða, sem birt var í Morgunblaðinu 6. maí 2006 og kom ekkert inn á trúarbrögð.

Jón Valur Jensson, 18.4.2008 kl. 15:45

22 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvaða Vantrúarsíðu? Hvaða harðorða andtrúarboðskap á hvaða síðum Moggabloggsins? Hvað ertu að tala um, Jón Valur Jensson? Þú krefur mig um rök og segir mig rökþrota en slettir sjálfur skyrinu til hægri og vinstri.

Ég forðast umræður um trúmál eins og heitan eldinn, sérstaklega þegar heittrúað fólk á í hlut, því vitrænar rökræður eru því fólki svo fjarri. Og mína trú, eða mitt trúleysi, hef ég fyrir sjálfa mig og vildi óska að fleiri gerðu það. Það er mitt einkamál.

Ég má til með að skora á þig, Jón Valur, að vitna í "harðorðan andtrúarboðskap" minn á síðum Moggabloggsins. Þar er ég ansi hrædd um að koma að galtómum kofanum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.4.2008 kl. 15:54

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir svarið, Laufey (ég var hér á undan að svara Láru Hönnu). En mundu, að "exempla non probunt": dæmin (þ.e. einstök dæmi) sanna ekkert. Það tíðkaðist líka sáralítið sem fram undir þetta, að lesbíur ælu upp börn og nógu lengi til að reynsla kæmist á árangurinn. Og niðurstaðan í samanburðarhópnum í rannsókn Tasker og Golombok var gerólíkur því sem átti sér stað hópi lesbíubarnanna.

Viljið þið félagshyggjufólkið ekki alltaf vera að vitna í rannsóknir? En svo þegar rannsóknir gefa ekki þókknanlegar niðurstöður, þá er þeim bara neitað! M.a.s. þessar tvær, Tasker og Golombok, reyndu að falsa niðurstöður sinnar eigin rannsóknar, þegar þær kynntu hana! Meira um það hér.

Jón Valur Jensson, 18.4.2008 kl. 15:54

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er og verð upptekinn, Lára Hanna, svara þér seinna.

Jón Valur Jensson, 18.4.2008 kl. 15:56

25 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér veður vantrúarlýðurinn alveg uppi! Guð sé oss næstur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 16:52

26 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Upgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 18.4.2008 kl. 17:37

27 identicon

Hafa Asatruarmenn ekki fundið retta mannin til að fórna?

Steinrikur. (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:24

28 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, Steinríkur. Hann er fundinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.4.2008 kl. 19:03

29 Smámynd: Tiger

   Ótrúlega mikill nördaskapur í sumum þegar þeir reyna að verja fordómafullar skoðanir sínar. Fordómar eru alltaf - undantekningalaust - fjandans rugl og fávitaskapur, afsakið orðbragðið! Dæmið ekki - fræðist og lærið að elska náungan án þess að velta ykkur uppúr því sem fram fer í svefnherbergjum fólks (þetta á bara að fara til þeirra sem eru haldnir fordómum)... Mér finnst alltaf svo skrítið að sjá hve heilagir fordómafullir einstaklingar þykjast vera en viðra svo í leiðinni fávísi og hræðslu við það sem er ekki "normið" í þeirra eigin heimi.

Tiger, 18.4.2008 kl. 20:09

30 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Samkynhneigðir hafa reyndar alið upp börn frá örófi alda Jón Valur enda útbúin eins og annað fólk til barneigna. Það var bara ekki farið að rannsaka málið fyrr en samkynhneigðir neituðu að hýrast í skápum og fóru að krefjast réttinda sinna til að þurfa þess ekki.

Við félagshyggjufólkið erum nefnilega þeirrar skoðunar að samkynhneigð sem slík er ekki vandamál. Fókusinn er á því hvort einstaklingum úr samkynhneigðum fjölskyldum vegni verr í lífinu en öðrum. Sú er ekki raunin. Samkynhneigð er heldur ekki smitandi og það er staðreynd en þótt hún væri það... væri það ekki bara allt í lagi?

Laufey Ólafsdóttir, 18.4.2008 kl. 20:31

31 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég var einmitt að hugsa þetta sama, Laufey, væri það ekki bara allt í lagi?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.4.2008 kl. 20:57

32 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hann Bragi Bergþórs, kolgagnkynhneigður sonur Bergþórs Páls talar með hlýju og virðingu um pabbana sína tvo, Bergþór og Albert, sem eru báðir frábærar manneskjur.

Jón Valur, hvern andskotann kemur það þér við hvað fólk gerir heima hjá sér í svefnherberginu. Er það að ráðast á þig? Væntanlega er þér mikið í mun að "frelsa" þetta "vesalings samkynhneigða" fólk, en ég held bara að það kæri sig ekkert um þig né þína frelsun. Vill bara fá að lifa í friði.

Láttu það í friði í sinni "synd", sjáum bara til hver kemst í himnaríki, yndislegi samkynhneigði maðurinn sem aldrei gerði neinum nema gott og gerði öðrum það sem hann vildi sjálfur við sig gert eða einhver sem kemur með eiturpillurnar um synd á færibandi.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 21:36

33 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

og Gurrí, fékkstu ekki ööööörugglega póstinn frá mér ;)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:11

34 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, Hildigunnur, það var svo mikið að gera að fyrst ég svaraði ekki strax gleymdi ég því, takk kærlega fyrir að minna mig á. Þetta kemur að sjálfsögðu í Vikunni með öðrum stóratburðum sem verða 1. maí nk. (til 7. maí) og myndin með. Bestu þakkir!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:20

35 identicon

Sólstöður JVJ.....................

Steinrikur. (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 04:37

36 identicon

Það sem    ég    vildi   hafa sagt                                         það að hérna      ja hér   ma ma     maður  bara    skilur   þetta  e  ekki  hva   hva    hvaða   læti    eru   hér.Ma ma   maður  e  e  er bara   orðlaus. . . . . .

Númi (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 10:13

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um hin æstu viðbrögð sumra lesenda hér við hlutlægum upplýsingum, sem ég miðlaði hér um rannsóknir á uppeldisáhrifum lesbía (skv. rannsókn tveggja félagsfræðikvenna, Tasker og Golombok, sem sjálfar eru samherjar samkynhneigðra), er við hæfi að vitna til orða spekingsins Montaignes: "Sá, sem styður rökræðu sína með hávaða og þjósti, sýnir, að hann hefur við veik rök að styðjast." – Ég tek það þó fram, að Laufey er yfirleitt háttvís í sínum innleggjum.

Jón Valur Jensson, 20.4.2008 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 213
  • Sl. sólarhring: 315
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 1505912

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband