Kreppuótti í mötuneytinu

FaLAfel arabískur skyndibitiEitthvað sem heitir Falafel var í matinn í hádeginu, alveg ágætis hollustubollur með hvítlaukssósu og salati. Við matarborðið rifumst við um framburðinn á faLAfel, sem á víst að vera með áherslu í miðju orði, á LA, eins og í útlensku. Vá, hvað ég vinn með æðislegu fólki sem kann að bera fram hin flóknustu útlensku orð. Smile Hmmmmm. Tryggi fór að tala um andúð sína á hinu guðdómlega kryddi kóríander og síðan fórum við, einhverra hluta vegna, að tala um mannakjötsát.

MannætaTryggi myndi frekar borða mannakjöt en kóríander, tjáði hann okkur. Hrund myndi frekar borða mannakjöt en kóngulær. (Mamma líka, hugsa ég.) Tryggvi sagði að það væri sko alveg hægt að fá mannakjöt ... það væru svona exclusive-matsölustaðir í New York og ef maður vissi leyniorðið gæti maður alveg pantað sér.

Þetta var í annað skipti í vikunni sem Hrund kom inn í samræður um mannakjötsát í mötuneytinu.

Mig grunar að ótti okkar Íslendinga við kreppu og mögulega hungursneyð sé djúpstæðari en Seðlabankinn gerir sér grein fyrir. Ef þeir/þær/þau hætta að hringla svona með blessaða stýrivextina mun ótti vaknandi almennings breytast í dásvefn á nýjan leik. Hmmm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðríður.....halló er mikið að gera í vinnunni!! 2 villur í einni færslu??????"Tryggi fór að tala um andúð" "Tryggi myndi frekar borða mannakjöt"

Magga (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, hann heitir sko ekki því hversdagslega nafni TryggVi, heldur Tryggi ... eða sko við köllum hann það sko ...

Guðríður Haraldsdóttir, 18.4.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí góð að vanda.  Ég held að ég gæti ekki valið milli mannakjöts og köngulóa.  Get ekki borðað sjálfa mig og ekki óvini mína.  Myndi þá svelta í hel ef ekkert annað (engisprettur) væri í boði.

Ég fór og gossaði visakortinu í Hagkaup í Kringlunni.  Það brann nærri því yfir á kassanum en það gekk.  Já ég veit það, alveg, kann ekki að skammast mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Tek undir með Trygga varðandi kóríanderinn!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Elska Kóríander og köngulær sem eru í fjarskanum...og þetta skemmtilega blogg þitt. Það eru engin takmörk fyrir þ´vi hvað þú ert flink að setja hverssdaginn í hlægilegan búning. Þú ert að bjarga landanum frá andlegu hruni með skemmtilegheitum þínum. Amen!!!!!

Ég er í góðu skapi því ég er kannski að fara út í kvöld með kúrekum...segi ekki meir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 16:49

6 identicon

Ég borða bara tekex og drekk vatn.

Ben.Ax. (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 17:26

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

bíddubíddu, hver er BenAx?

ég þekki einn BenAx, sá kenndi mér fyrir einum og hálfum óratíma...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 21:24

8 identicon

Sæl, Hildigunnur. Ég kenndi þér að verða svona góður tónlistarmaður og Hólmfríði að verða alheimsfegurðardrottning. Í fyrra hitti ég mann sem ég kenndi að verða sendibílstjóri. Vonandi hef ég ekki komið í veg fyrir að þið lærðuð eitthvað!

Kveðja

Ben.Ax.

Ben.Ax. (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 82
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 2324
  • Frá upphafi: 1456620

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1936
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband