Kraftaverk óskast - bömmer í himnaríki!

my-super-ex-girlfriend-742515Kubbur og loftnetiðHvar eru rafvirkjar, sjónvarpsvirkjar og aðrir snillingar þessa lands þegar himnaríkisfrú og sárasaklaus erfðaprinsinn hennar verða sjónvarpslaus í miðri, bráðfyndinni mynd á laugardagskvöldi vegna sambandsleysis í útioftnetinu sem er reyndar staðsett inni? Hvers vegna datt erfðaprinsinum ekki fyrr í hug að fara í nothæft og almennilegt nám sem í lokin hefði bjargað svona stórvandamáli? Verður svo ekki Formúla í hádeginu ... bara til að ergja mann? Sjónvarpsloftnetið frá helvíti sést fyrir aftan Kubb á myndinni vinstra megin. Hinar myndirnar tengjast kvikmyndinni sem við vorum að horfa á þegar hryllingurinn skók himnaríki!

Og ég sem kláraði Sjortarann í dag, spennubókina nýju eftir Patterson ... argggg ........

Sumar konur taka uppsögn illaÞað var nefnilega þessi líka fyndna ástarmynd í gangi þar sem gæinn vogaði sér að segja dömunni upp og hún hefndi sín m.a. með því að fleygja grimmum hákarli inn um gluggann hjá honum og nýju kærustunni á 20. hæð í fínu íbúðinni þegar allt fraus.

Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að fara með lítið skrúfjárn þarna ofan í þar sem snúran tengist í loftnetið (þar er vandinn), hræðist raflost meira en margt annað, eins og t.d. léttmjólk í kaffi og þá er nú mikið sagt. Nú þarf ekkert annað en kraftaverk ef þetta á að lagast. Bið um rosamikla samúð í kommentakerfinu og magnaðar tillögur að mögulegri viðgerð í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Formúlan verður næstu helgi.

Með rafmagnið og loftnetið, þá skaltu vera í gulum uppþvottahönskum, þegar þú ræðst á loftnetið með skrúfjárninu.  Gulir uppþvottahanskar einangra.  (Svo gætirðu tekið Dr.Spock takta með skrúfjárnið sem míkrófón.)

Aðrar uppástungur hef ég ekki að sinni, en ég vona að þið getið gert við (eða fengið gert við), fyrir næstu helgi.  Annars þarftu að fara í heimsóknir, sem, upp á algjöra tilviljun bera saman við útsendingar á Sý... ég meina, Stöð 2 sport.

Einar Indriðason, 20.4.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æi ég vorkenni þér, ég hugsa oft um svona uppákomur þegar eitthvað fer aðtitr í varpinu og verð alltaf skelfingu lostin yfir tilhugsuninni umað ég missi af einhverju!

Knús annars á þig, eigum við ekki að stefna á stórmót ´bloggara í Skrúðgarðinum bráðlega?

Knús á þig sæta.

Edda Agnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Þetta er að sjálfsögðu hræðilegt! Ég vona að ástandið batni sem fyrst og að kraftaverk eigi sér stað í himnaríki!

kv. frá Vín  

Vera Knútsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:46

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Líst mjög vel á stórmót bloggara í Skrúðgarðinum.

Erfðaprinsinn var að enda við að laga loftnetið, svakalega er hann efnilegur ... hann á eftir að rústa þessu námi!!! Hann notaði skrúfjárn með "gúmmíhanskahandfangi".

Ó, ég hélt að Formúlan yrði núna um helgina.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

stórmót bloggara!  væri bara snilld og að sjálfsögðu í Skrúðgarðinum með ljúfa kaffinu hennar Maríu

Gott að erðaprinsinn er svona gífurlega hæfileikaríkur

Góðar kveðjur í himnaríki

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.4.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Einar Indriðason

Oh... Gastu ekki fengið Chuck Norris til að hvessa augun á sjónvarpið?

Hmm... nei, sjónvarpið hefði sennilega bráðnað....

Einar Indriðason, 20.4.2008 kl. 20:19

7 Smámynd: Guðbjörg Hildur Kolbeins

Fyrir tveimur árum fengum við loftnet hjá 365. Það dugði í fjóra mánuði.

Guðbjörg Hildur Kolbeins, 20.4.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 686
  • Frá upphafi: 1505977

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband