Kattauppeldi, konukvöld og heimakynningar frá helvíti

Tommi á gluggaveiðumHér er unnið af túrbókrafti og lítill tími til annars. Búin með djúsí lífsreynslusögu sem mér tókst að redda í gegnum ýmsar krókaleiðir í gærkvöldi. Það eiga sér allir sögu, jafnvel margar sögur; góðar, fyndnar, sorglegar, erfiðar og skemmtilegar. Nokkrar hef ég fengið í gegnum bloggvini, enda er ég óþolandi í leitinni og með allar klær úti, alltaf. Múahahha!

Kettirnir elska að hafa mig heima, sérstaklega núna þegar erfðaprinsinn er að heiman. Þeir væla af og til, enda fá þeir ekki sömu dekurmeðferðina hjá mér í sambandi við mat. Það hefur líka heilmikið gengið á þurrmatinn síðan í gær. Tommi situr í glugganum við hlið mér og vælir ámátlega á fiskiflugu sem er hinum megin gluggarúðunnar, hann langar í sushi ...

Vinkona mín sagði mér um daginn að hún fengi stundum boð um að koma á konukvöld. Dagskrá slíkra konukvölda væri í mörgum tilfellum móðgandi, sagði hún. Nýjasti pósturinn: Kæru XXkonur. Eigum við ekki að gera lífið skemmtilegra og mæta á konukvöld hjá XXXX í XXXXX? Kaffi og kökur. Tískusýning og snyrtivörur á tilboði. Innifalið í miðaverði er grenningarkrem frá XXX. Hversu leiðinlegt er lífið ef maður fer á svona uppákomur til að gera það skemmtilegra, kveinaði hún. Mér finnst reyndar gaman að hitta konur og borða kökur og drekka kaffi en hef forðast konukvöld, heimakynningar og slíkt af alefli. Þoli ekki einu sinni danssýningar, að undanskildum ballett.

 

KvennakvöldÞegar ég vann á Aðalstöðinni í denn voru svona konukvöld árlegur viðburður. Það sem fældi mig helst frá því að fara á þau var stripparinn! Ég fæ alltaf vægan aulahroll yfir slíku, hvort sem um er að ræða kvenkyns- eða karlkynsstrippara. Samt er ég vitlaus í stráka ..

Hefði getað kálað einni vinkonu minni fyrir mörgum árum þegar hún bauð mér í mat, sótti mig heim á Hringbraut og gaf mér gott að borða. Þegar máltíðinni var að ljúka sagði hún: „Já, bæ ðe vei, það verður Tupperware-kynning hjá mér á eftir og það koma nokkrar konur eftir hálftíma.“ Hún hélt að hún væri að gleðja mig með þessu, allar konur elska jú heimakynningar ... sjúr. Þetta reyndist þó ágæt afplánun, skemmtilegar konur og svona, en ég spurði þessa vinkonu mína alltaf eftir þetta, þegar hún bauð mér í mat, hvort það yrði nokkuð kynning hjá henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú spyr ég í fáfræði minni: Framleiddu þeir hjá Tupperware ekki einungis hjálpartæki til brúkunar í eldhúsum?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á ísbox frá Tupperware, einhver skildi það eftir hér.

Mín eina Tupperware kynning var úti í Köben hjá vinkonu 1975, ég fór að því hún bauð upp á sitt heimabakaða brauð með dásamlegum osti og rifsberjasultu.  Ég keypti nada.

Ég elska útsýnið þitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 13:09

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðmundur, jú, ég held það. Annars keypti ég síðar þessa fínu kattadalla frá Tupperware, bæði vatns- og þurrmatarskammtara og sé ekki eftir þeirri fjárfestingu. Þetta eru fínar vörur en ekki mikil skemmtun í því að eyða heilli kvöldstund í að skoða eldhúsáhöld ...

Jenný, skil þig, hvað gerir maður ekki fyrir gott brauð? Hehehhe 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hef aldrei farið á svona kynningarkvöld. Mamma vinar hans Úlla reyndi einu sinni að bjóða mér á kynningu á hjálpartækjum ástarlífsins! Ég bað hana vel að lifa og passaði strákinn hennar á meðan á kynningunni stóð. Ég gat allavega forðað barninu frá þessu.

Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 13:46

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, látum ekki svona, hjálpartæki í eldhúsi jafnt sem ástarlífi eru ágæt fyrir þá sem á annað borð vilja nota þau og já þurfa þess!En ég ætlaði nú að egja eitthvað annað og það í hvelli, já, reyni að fyrirgefa þér gæskan, en mér skilst samt að sést hafi til þín um helgina vera að daðra við einhverja ónefnda bloggara sem þú heldur að séu sætir, eeeeen, það er allt í lagi, við látum öll blekkjast annars lagið!

En talandi um að fella föt, var það ekki einmitt á Aðalstöðinni sem Framsóknarfraukan og vinkona þín hún Helga Sigrún fór nánast úr öllu þannig að na´nast leið yfirr Eirík Jons og hann varð kjaftstopp, sem aldrei skildi verið hafa!?

Minnir það!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.4.2008 kl. 14:20

6 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Alveg eins og talað út úr mínu hjarta, ég þoli bara ekki heimakynningar á plast- drasli, kremum og hreingerningatækjum. Mér finnst hræðilega hallærislegt að sjá strippara.

 Bestu kveðjur á skagann

Magga mákona

Arafat í sparifötunum, 22.4.2008 kl. 14:48

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér hefur aldrei verið boðið á kynlífshjálpartækjakynningu, enda kona á mínum aldri (eins og Krabbameinsfélagið orðar það), og lít á slíkt sem leikföng dauðans ...

Minnir að eitthvað svona hafi gerst einu sinni, Magnús, en ég var líklega ekki á staðnum þá, fór líklega bara einu sinni. Helga Sigrún var alltaf hress og til í eitthvað skemmtilegt, það var gott að vinna með henni. Eiríkur situr í nokkurra metra fjarlægð við mig, ekki í sjónmáli þó, og ég kann ljómandi vel við hann.

Um helgina daðraði ég nú ósköp lítið, frændi minn kom í heimsókn á Skagann og við skruppum á Skrúðgarðinn. Kannski var hann að daðra við mig þegar ung, ófrýnileg utanbæjarstelpa kom inn til að spyrja um strætóferðir til Reykjavíkur og frændi sagði: "Svona hefði afkvæmi ykkar Magnúsar Ólafssonar litið út!"  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 14:48

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús á móti Arafat í sparifötunum og farðu nú að koma í heimsókn aftur!

Einar minn, vonandi verður dagurinn þinn líka frábær.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 14:49

9 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Sammála þessu varðandi heimakynningar - hrollur dauðans - og svo þetta með hjálpartækin........ ef maður hefur ekki manndóm í að redda sér þeim sjálf - þá er það gott á viðkomandi að lenda í svoleiðis heimakynningu með miskynlífsheftum konum.........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 22.4.2008 kl. 16:21

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Úff, ég er einmitt í þessum sama hópi, má ekki á milli sjá hvort ég þoli verr, plastdollukynningar (gat einu sinni ekki neitað, ææææ) eða tilhugsunina um strippara. Huldar Breiðfjörð skrifaði einu sinni smásögu eða blaðapistil um gargandi og slefandi lið kringum strippara, í því tilfelli mátti alveg yfirfæra það á hvort kynið sem var, en ég man alveg hvort kynið það var í sögunni hans. Jafn ógeðslegt hvort tveggja, og textinn alveg brill. Eina skiptið sem ég hef rekist á eitthvað svona strippdæmi á ævinni var reyndar alveg gríðarlega fyndið, en ég held það sé undantekning. Gekk fram á eitthvert voða havarí á opnum bar á neðstu hæðinni í Yumbo á Ensku ströndinni á Kanarí. Auðvitað ferlega forvitin og tékkaði á hvað var svona spennandi ... og viti menn: Súkkulaðisætur strákur að renna sér niður súlu uppi á barborði á hvítum íþróttasokkum einum fata, og umhverfis fullt af súkkulaðisætum strákum ....

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2008 kl. 16:27

11 Smámynd: Tiger

  Alltaf svo gaman af kisunum okkar. Þær venjast ákveðnum hlutum frá ákveðnum heimilismeðlimum og svo væla þær bara þegar venjurnar fara úr skorðum.

Ég var einu sinni að vinna á kvennakvöldi, nei ég var ekki strippari, ég var fyrsti karlkynsþjónninn á staðum í þá daga og kvenfélagakonurnar urðu alveg óðar. Ég var með milljón marbletti um allan rass, læri og jafnvel brjósti - eftir kvöldið og allt það káf og klíp sem ég fékk frá þessum yndislegu kvenfélagskonum. Sannarlega geta konurnar verið allt eins miklir grallarar sem og karlaklúbbkarlar... þannig séð. En nota bene - ég skemmti mér konunglega yfir athyglinni sem ég fékk.

Knús á þig Gurrí mín og eigðu yndislegan dag. P.s. lífsreysnlusögurnar eru frábærar ...

Tiger, 22.4.2008 kl. 16:39

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha og þetta kallarðu vinkonu þína!! Meira að segja ég myndi ekki láta hvarfla að mér að draga þig í kynningu...hvað þá Tupperware kynningu!! Þú ert barasta ekki týpan í það....sem betur fer, enda set ég stórt spurningamerki við fólk sem nennir að standa í svona bölv... vitleysu :)

Heiða B. Heiðars, 22.4.2008 kl. 17:12

13 Smámynd: Arafat í sparifötunum

 Þarf að skreppa á Skagann fljótlega að kaupa spjaldvefnað á víkingabúninginn geri kannski innrás,ég vara þig samt við áður en árásir hefjast

Arafat í sparifötunum, 22.4.2008 kl. 18:08

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur nú verið tippa wear kynning sýnist mér.  Knus á Skagann   Kisses 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 19:50

15 identicon

Humm,umm ..... ég sem hef alltaf staðið í þeirri trú að "Tigercopper" væri stelpa.... o.m.g.  !!!

En burt séð frá því.... það er MIKILL MUNUR að fara úr öllu - eða fara "NÁNAST" úr öllu - bara svo við höfum það á hreinu!!!!

K.kv.

Edda í Englandi (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:28

16 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gurrí, hvað sér kötturinn svona áhugavert á Langasandinum?

Haraldur Bjarnason, 22.4.2008 kl. 23:44

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... flugur, fugla, fólk, stöku bíl og skip, alltaf margt að sjá og ekki verra að geta sólað sig í glugganum þegar þannig viðrar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:54

18 Smámynd: Fishandchips

Þetta með kettina???? Erum með einn 9-10 ára gamlan fress. Gjörsamlega dauður úr öllum æðum í vetur. Vildi út að viðra sig, en þegar ískaldur vindurinn feykti honum nærri úr dyragættinni var sett upp kryppa og hrollur. Þá var spurt hvort veðrið væri betra hinu megin, en nei... alveg jafn kallt þeim megin.

En eftir að vorið minnti á sig, er Mikki gamli alveg eins og kettlingur. Vill bara vera úti, klifrar upp í tré, eltir á sér skottið, skoðar fugla og fiðurfé með áhuga (Er með háværa bjöllu) og vill bara láta leika við sig.

Er alveg sammála að þessar kynningar á vörum í heimahúsi eru glataðar, á allan hátt...

Bestu kveðjur

Fishandchips, 23.4.2008 kl. 00:57

19 identicon

Það gæti nú verið skondið að vera fluga á vegg, þar sem kynlífshjálpartækjakynning færi fram {Sjáiði það fyrir ykkur?}, hehehe.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 09:49

20 Smámynd: lady

konukvöld ég líst bara vel á  þegar þau eru ..en þetta með kettina þeir eru missjafnir þessi elsku,,en annað bjóstu á Hvammstanga ef ég má spyrja ,,,

lady, 23.4.2008 kl. 10:00

21 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aldrei búið á Hvammstanga, oft komið þangað ... en Hilda systir bjó þar í nokkur ár.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:19

22 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

0002011DTakk fyrir migþú ert yndisleg Gurrý

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:31

23 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er örugglega margt verra en Tupperware kynningar. Og þær vörur eru hreinasta snilld fyrir þá sem hafa yndi af að stússa í eldhúsi, hvort sem um er að ræða eðalhnífa, potta, hakkamaskínur eða geymsluílát. Ekki vera svona neikvæðar, það er sjálfstætt val að mæta á svona kynningar eða ekki

Markús frá Djúpalæk, 23.4.2008 kl. 21:41

24 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála, fínustu vörur. Það var reyndar ekki sjálfstætt val hjá mér að mæta á þessa kynningu, vinkona mín plataði mig! Vinkona mín fór út í svona sölu seinna og mér tókst að kaupa sitt af hverju af henni án þess að þurfa að afplána kynningu. Kýs öðruvísi skemmtanir ... t.d. að sitja ein heima og lesa ... heheheh!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.4.2008 kl. 22:32

25 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Auglýsi eftir einhverjum til að bjóða mér á Tupperware kynningu, mig sárvantar svona ísform.  Væri meira að segja til í að koma "alla leið" upp á Skaga.  Gleðilegt sumar,

Sigríður Jósefsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 221
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 1505920

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband