Sjónvarpseinelti, berdreymni og stressandi frídagar

Hekla í stuðiKiddi kom okkur af öryggi heim á Skagann seinnipartinn og við Sigþóra blunduðum ekkert á leiðinni, heldur spjölluðum af miklu offorsi, enda langt síðan við höfum hist almennilega. Hana dreymdi nýlega að hafnar væru strætósamgöngur milli Hólmavíkur og Reykjavíkur. Skyldi hún vera berdreymin? Sagði henni að þetta vissi ábyggilega á eldgos í Heklu innan 20 daga.

Það verður ansi mikið að gera þessa viku og þá næstu þar sem erfitt er að gefa út vikublöð með fimmtudagsfrídögum, eins og 1. maí, sumardeginum fyrsta, uppstigningardegi og slíkri dásemd, nú veldur þetta bara aukaálagi ... en samt met ég þessa frídaga mikils. Það verður því mikill dúndurvinnudagur heima í himnaríki á morgun.

Svarthvítt sjónvarpSjónvarpið í stofunni er nú svarthvítt sem rifjar upp ljúfar minningar úr æsku þegar horft var með áfergju á Maður er nefndur, Stundina okkar, Dýrlinginn, Forsythe-fjölskylduna, Onedin-skipafélagið og stillimyndina. Allt jafnskemmtilegt! Litur prýðir aftur á móti gamla tækið í vinnuherberginu. Þetta sjónvarpseinelti í himnaríki er örugglega engin tilviljun, var ekki vika bókarinnar að hefjast? Kláraði reyndar tvær bækur um helgina og byrjuð á enn einni sem er hrikalega skemmtileg og heitir Kuðungakrabbarnir, eftir sama höfund og Berlínaraspirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Anna

er etta ekki bara svarthvítur þáttur, sem þýðir að sjónvarpið í vinnuherberginu er bilað

Ólöf Anna , 21.4.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Aha ... það gæti verið!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Læt vita ef Hekla fer af stað er með þetta í sjónlínu.  Góða ferð í fyrrmálið eldsnemma, fyrir allar aldir, áður en haninn galar og allt það

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:00

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þér er bara að hefnast fyrir að kíkja ekki á mig á afmælisdaginn! Því skaltu ekki vera hissa á sjónvarpsloftnetsveseni, kólnandi vatni, kergju í þinn garð að hálfu nágranna, himinháum viðgerðarreikningum og komandi krýsu í lífi þínu!

Ég segi nú bara það!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.4.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

..og Upstairs´- Downstairs eða Húsbændur og hjú.  Jösses hvað það var skemmtilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Mæli með að öllum sjónvarpsviðtækjum sé kastað út á The Long Sand, og letistelpustóllin fylgji á eftir. Fá sér tjalddýnu í stofuna, stílabók og blýant, og gera 324 magaæfingar á dag, minnst.

Kveðja úr sveitinni.

Þröstur Unnar, 21.4.2008 kl. 22:36

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hólmavík - Hekla ?

Atarna er skrítin tenging.

Sjónvarp er ofmetið sem afþreyjíng & enn eru merkustu kvikmyndaverkin  líka í gráskala þannig að ég vorkenni þér lítt klaufagang erfðaprinsins.

Steingrímur Helgason, 22.4.2008 kl. 00:07

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rétt hjá þér að fara ekki inn á bloggið hans Magnúsar Geirs, Gurrí mín. Hann er alveg snarbilaður.

Það verður bara svart-hvítt í Sjónvarpinu eftir að nefskatturinn verður tekinn upp um áramótin. Spara spara.

Og bara nefin sýnd.

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 00:26

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Svarthvítt sjónvarp vekur algera nostalgíu. Mikið vildi ég að ég fengi endalaust svona bækur upp í hendurnar. Bækur eru það besta sem til er. Allar vikur ættu að vera vika bókarinnar.

Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 10:44

10 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Krafturinn i þér

Kolbrún Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 1325
  • Frá upphafi: 1460224

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1044
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband