Sviðsetning á eggjakasti

ÓeirðirMikið fjör ríkti víst á Útvarpi Sögu í dag í þættinum Miðjunni sem Halldór frændi og Sverrir Stormsker sjá um alla miðvikudaga kl. 16-18. Nokkrir trukkabílstjórar komu í viðtal og voru svo „handteknir“ strax á eftir, eða fóru í yfirheyrslu hjá löggunni. Í þættinum var spiluð ákveðin upptaka fimm sinnum en þá heyrðist fréttakona annarar sjónvarpsstöðvarinnar segja við stjórnstöð: „Ég gæti fengið einhvern til að kasta eggjum á meðan við erum læv ...“
Þátturinn verður endurtekinn kl. 10 í fyrramálið. Hélt að stuðið væri nógu mikið svo ekki þyrfti að sviðsetja nokkuð!

Það misstu sig allir af æsingi í dag, við Íslendingar kunnum ekki á svona mótmæli. Vissulega eigum við að standa á fætur og öskra ef einhver fer illa með okkur. Hingað til höfum við einna helst fengið útrás með því að horfa á Spaugstofuna á lM�tm�liaugardagskvöldum. Við segjum: „Þarna fengu þeir það, helvískir!“ og síðan höldum við áfram að láta okra á okkur á allan hátt fram að næstu Spaugstofu. Ég mæli með því að þegar t.d. bændur reiðist næst mótmæli þeir með því að láta skítinn tala, aki um á fullum haugsugum ...  Það gera franskir bændur með góðum árangri. Samtakamátturinn skilar greinilega miklu en það hefur verið erfitt að ná honum upp hér á landi. Nú í kreppunni, þegar peningabuddurnar þynnast stöðugt, stöndum við flest í sömu, blönku sporunum og viljum breytingar. Evrópusambandssinnar nota tækifærið og segja að ástandið sé svona vegna þess að við erum ekki í Evrópusambandinu. Æ, ég trúi ekki svona hræðsluáróðri en vil samt alveg hlusta á rök með og á móti, meira að segja með opnum huga.
Ég heyri þó aldrei minnst á það að sem meðlimir þyrftum við að borga fleiri milljarða á ári fyrir aðildina og að aðildin yrði óafturkræf. Annars tengist uppáhaldsfrumvarpið mitt reyndar Evrópusambandinu. Það heitir: Verndun svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum. Í alvöru.


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamms, auðvitað er það best við mættum samt láta heyra oftar í okkur, skammast í bönkunum fyrir okrið og svona, en kannski án þess að óeirðalögreglan verði kölluð út.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.4.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Tiger

Ég er ekki hrifinn af þessum mótmælum eins og þau voru í dag. Er búinn að blogga pínu um þetta og þar kem ég mínum skoðunum um málið vel á framfæri. Veit að við erum öll með skiptar skoðanir á þessu, ég er sem sagt á móti svona hamagangi - og mjög á móti svona skríl sem safnaðist saman með gangsterstæla gegn lögreglu og gerðu ekkert gagn.

En, knús í himnaríki Gurrí mín og gleðilegt sumar sem er handan við rúman klukkutíma. Eigðu ljúft kvöld.

Tiger, 23.4.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hún hefur greinilega ætlað að vera egg-jandi í beinni (læv) Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 23.4.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þessir tveir SAMAN í einum þætti.... getur ekki klikkað :)

Heiða B. Heiðars, 23.4.2008 kl. 22:38

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Stórtíðindi, fröken Gurrí gerist alvarleg!

En mér finnst þetta auðvitað sorglegt í aðra röndina, en við erum alveg sammála um að ýmsu megi mótmæla og eigi að gera!En þetta með kreppuna, hefur hún í raun og veru dunið yfir? Mér finnst það ekki neitt sérstaklega í mínu nánasta umhverfi,þó ég viti að allur fjandin hafi hækkað í verði en hlutabre´f lækkað. Held að stór hluti fólks eigi nóg af peningum, skipti engu þó líterinn af mólk kosti nær 100 kall en ekki 82 eða hvað það nú var í des. Mér finnst enn þessi og hinn vera að flanderast til útlanda sem áður og alltaf er einhver í "familíunni" að fjárfesta í einhverju, nýjum bíl, málun á húsinu, nýju parketi eða bara einhverju!En auðvitað er ákveðin hluti fólks sem er í vanda og hefur það sítt og kannski erum við bara ekki enn farin að sjá eða upplifa kreppuna fyrir alvöru!?

Veit svo sem ekki mín kæra, en svona upplifi ég þetta hérna nálægt mér. Hitt veit ég hins vegar að burtséð frá kreppu eða ekki og styttri kveikjuþráð í almúganum gagnvart yfirvaldinu, þá heldur bloggheimur áfram sínu þráðbeina striki á hverju sem dynur! Til dæmis hjá ákveðnum hópi sem hefur nú hátt sem aldrei fyrr vegna meinst ranglætis í garð eins þeirra, sem´óþreytandi hefur viljað vara landslýðinn við um fjögurhundruð lítt áberandi mannhræðum, sem eiga þó að vera svo stórhættulegar vegna þess að þeir dýrka einbhvern hroðakarl frá fyrri tíð! Mikið fjör þar og ekkert krepputal!

En æ, vildi nú helst að við hættum öll að slást, en elskuðum friðin og kysstum á kviðin...

Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Kvitta hér undir komuna mína

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:31

7 identicon

Göngum öll í vörubílstjórafélagið og mótmælum næst, verðbótum........ Ísland er eina landið í heiminum sem er með verðbætur og hverjir fá þessa verðbætur? BANKARNIR! arg!!!

En samt, gleðilegt sumar elsku stóra systir :-)

Hilda systir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:02

8 identicon

veit ekki betur en að ítrekaðar tilraunir til viðræðna hafi verið prófaðar en eins og svo oft áður þá eru stjórnvöld með lélega heyrn og heyra ekki og gleyma fyrir hvern þau eru að vinna.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:54

9 identicon

Sætust mín.  Mig langar til að segja þér/ykkur örsögu af ósköp venjulegu laugardagskvöldi hér í Englandi fyrir nokkrum mánuðum síðan....  Við vorum heill hópur af vinnufélugum á skemmtistað.....  Þar sem reykingar eru ekki leyfðar innandyra, fór einn úr hópnum út aðaldyramegin til að "standa sína pligt" og þá var þar fyrir löggubíll og 2 einkennisklæddar lögreglur.  Það skipti engum togum .. fulli gaurinn okkar sagði e-ð "sniðugt" við þá og var handjárnaður á staðnum.  Vinnufélagi okkar sér hvað er að gerast og reynir að bæta fyrir orð hans og höfða til kímnigáfu lögreglunnar.... en er handjárnuð líka!!!!  Ég sá hvað var að gerast og reyndi að höfða til samvisku lögregluþjónanna, en ég sá hvað þau voru "agressiv" þannig að ég sneri við og fór inn.

Til að gera langt mál stutt, lentu þau bæði fyrir rétti og þurftu að borga þó nokkuð háa upphæð fyrir að "gera lítið úr yfirvaldinu" og þar að auki var henni kennt um að hafa sparkað í lögreglukonuna - orð á móti orði - og hverjum trúir dómarinn??  !!!!  Aukasekt !!!

Þannig er þetta hér í "Englalandi"..... við hverju má búast á Íslandi!!  Hu, hum!!

Kærar kveðjur,  Edda í Englalandi  

Edda í Englandi (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:16

10 identicon

Er staddur í Borgarnesi,og er enn að leita að himnaríki þessu..Gleðilegt sumar þú ágæta kona,,ég er að róast niður miðað við þessar færslur þínar um mig,ertu hissa að ég kunni Íslensku HA HA ég Chuck kann allt alveg satt,flott hótel hér í Borgarnesi.

Chuck Norris (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:20

11 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Eiginlega of mikil reiði í honum Sturlu. Getur hann ekki bara farið í smá Chill?

Jón Halldór Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 01:30

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilegt sumar Gurrí

Marta B Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 12:05

13 identicon

http://dv.is/frettir/lesa/7938

Lára segist hafa verið að grínast... myndi hún ekki segja það hvort sem er?

Vignir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:17

14 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:18

15 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gleðilegt sumar á Skagann Gurrí  - Kveðja úr sólinni að norðan!

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 12:26

16 identicon

Þá sem langar til að heyra hljóðupptökuna af Láru er bent á Glymskrattann vinstra megin á blogginu mínu:

http://jesus.blog.is/blog/jesus/

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:18

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Íslendingar þurfa að mótmæla miklu meira og láta til sín taka gegn óréttlæti.  Það þarf að gera það á markvissan hátt og ekki bara sitja á fundum og blaðra.  Við ættum t.d. að draga verulega úr allri neyslu á vörum sem hafa hækkað mikið í verði.

Gleðilegt sumar Gurrí mín og takk fyrir bloggveturinn!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:47

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gleðilegt sumar elskurnar. Takk fyrir skemmtilegan bloggvetur.

Vá, Chuck Norris og Jesú Kristur ... hverjir eru EKKI í bloggheimum?

Held að Lára Ómarsd. segi alveg satt ef hún segist hafa verið að grínast, mér hefur virst hún heiðarlegur og góður fréttamaður.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:55

19 identicon

Sæl gurrí min bara að kvitta fyrir mig   flott blogg hja þér    með kevðju maggi  ef þú mannst eftir mer eg var tæknimaður hja þér á Aðalstöðini  i gamladaga bye bye

Magnús Kr Þórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:02

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hæ, Maggi. Gleðilegt sumar!!! Takk fyrir að kommenta!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 762
  • Frá upphafi: 1505769

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 618
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband