Sumarboðar sem stinga ekki

Skr��ganga � SkaganumNú er sumarið komið og svei mér þá ef eru ekki ögn fleiri grænir blettir í brekkunni fyrir neðan himnaríki í dag en voru í gær. Óska öllum gleðilegs sumars og farsæls komandi vetrar.

B��h�llinÉg man eftir snjókomu á þessum degi þegar ég var lítil, spariklædd í skrúðgöngu með fána og blöðru. Kuldablá Skagabörn börðust stundum í veðurofsanum að Bíóhöllinni þar sem barnaskemmtun var haldin. Kannski hefur þetta breyst eitthvað í minningunni en kalblettirnir á kálfunum eru samt ekkert annað en minnisvarði um sumardagana fyrstu á sjöunda áratug síðustu aldar. Það var strax skárra að fara í 1. maí göngurnar og fyrir kom að sólin skein á okkur öreigana.

Sumarbo�inn 2008Kappklætt fólk er í göngutúr á Langasandi á meðan ýmsir bloggarar í Reykjavík hafa fengið váboða sumarsins, býflugur, í heimsókn til sín. Fólk ætti ekki að hafa svona mikið af trjám og blómum í görðum sínum. Barátta mín fyrir því að malbika grasið umhverfið himnaríki hefur fallið í grýttan jarðveg en ég held bjartsýn áfram að gefa húsfélagsformanninum undir fótinn. Verst hvað ég hitti hann sjaldan. Hann hlýtur að geta lesið eitthvað sætt út úr annars steinrunnum svip mínum þar sem ég geri ávallt tilraun til að brosa til hans þótt blæði stundum úr munnvikum mínum á eftir.  

Svo riðu hestamenn eftir sandinum áðan en það hefur verið fastur sumarboði þennan dag síðan ég flutti hingað í himnaríki. Ekki býflugur, heldur yndislegir hestar; sumarboðar sem stinga ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sniglarnir eru í heimsókn á skaganum.Gleðilegt sumar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hvar ert þú staddur í íbúðinni, Einar minn? Ég sé hvorki rigningu né rok út um gluggana í vesturhluta himnaríkis. Hmmm

Gleðilegt sumar, Guðmundur minn og Birna Dís.

Guðríður Haraldsdóttir, 24.4.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, það er komin rigning mín megin.

Guðríður Haraldsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:08

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hæ Gurrí og gleðilegt sumar. Hún er flott myndin þarna vinstra megin uppi. Þessi mynd er greinilega tekin á sjómannadegi, fyrstu helgina í júní líklega 1967 eða 1968. Það merki ég af því að Guðjónn heitinn Bergþórsson skipstjóri heldur á fánanum og til vinstri sést Kristján Kristjánsson, sem í áratugi var formaður sjómanndag. Svo er þetta nú bara gamli moskinn hans Pabba þarna hægra megin á myndinni, E-21 og mig minnir að hann hafi verið ´67 módel. Veit ekki hver tók myndina en þess vegna hef ég getað tekið hana sjálfur, það er svoddan haugur af myndum frá mér á ljósmyndasafninu og margt eftir að fara þangað ennþá. - kveðja úr sólinni að norðan, nú eru það bara stuttbuxur og grill

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 16:30

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér á Vesturgötunni hefur rignt næstum síðan á hádegi. Ég hef lengi viljað láta fresta sumardeginum fyrsta í mánuð, sérstaklega af tillitssemi við foreldra sem eiga í mesta basli við að fá börnin sín til að klæða sig eftir veðri "eftir að sumarið er komið". Þá vilja þau bara vera úlpulaus á stuttbuxum.

En gleðilegt sumar samt og takk fyrir bráðskemmtilegheitin á blogginu í vetur - og fyrir að auka skilning minn á söguþræði, persónum og vitrænni dýpt B&B... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:31

6 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt sumar Gurrí mín fór og fékk mér dýrindis latte og marens piparmyntutertu(svaka góð) hjá henni Maríu áðan fór svo að skoða Móturhjólaliðið hafðu ljúfan dag

Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 16:43

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt sumar Gurrí mín og sendu sama á prinsinn og kettina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 16:45

8 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Gleðilegt sumar

Svanhildur Karlsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:55

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Allra bestu sumarkveðjur til þín með einlægum þökkum fyrir frábær skrif þín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:01

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gleðilegt sumar Gurrí mín! Hér á nesinu fara hestamenn víst í ratleik á svona degi og Ari var að grínast með það í morgun að þeir væri rammvilltir (hann er að ríða út í Hafnarfirði þessa dagana) - annars langar mig bara að heyra í þér fljótlega. Svo margt að gerast í tilverunni. Kannski ég hringi bara.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2008 kl. 18:08

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðilegt sumar Gurrí mín og takk fyrir veturinn.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:19

12 Smámynd: Úrsúla Manda

Gleðilegt sumar! Asskoti svekkjandi þetta með Grey's, pottþétt sölubragð hjá Stöð2!! Arghh  Ég verð semsagt bara að bíða aðeins lengur...

Úrsúla Manda , 24.4.2008 kl. 20:34

13 Smámynd: Mummi Guð

Gleðilegt sumar.

Mummi Guð, 24.4.2008 kl. 21:22

14 identicon

Eru sumarboðarnir já KFUM&K hættir að stinga? einn þeira stakk í og situr nú inni..

Vignir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 92
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 2334
  • Frá upphafi: 1456630

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 1946
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband