Gó, bílstjóri, gó! Sönn frásögn af hetjudáð

SúperhetjaErfðaprinsinn gaf mér góðfúslegt leyfi sitt til að fara í vinnuna eftir að hafa kíkt á hviðumæli Vegagerðarinnar í tölvu sinni. Hviður voru aðeins 32-33 m/sek. Hélt samt að Gummi kæmi ekki ... og ég yrði að vinna heima í dag. Allt gekk áfallalaust á leiðinni og ekkert annað en lognið lygilegt ríkti á Kjalarnei ... þar til við nálguðumst Kollafjörðinn. Þá fór ég að loka augunum þegar við mættum trukkum, en það er ekki verri leið en hver önnur til að bílar skelli ekki saman í hviðum. Í miðjum firðinum fauk framhurðin upp og ég sagði frekar lágt: „Vó,“ svona eins og töffarar í rappmynd. „Á ég að halda í hurðina svo að hún fjúki ekki af?“„Gummi hristi hausinn og hreytti í mig: „Far ÞÚ nú ekki að verða hrædd í roki.“ Ég sagði honum eins og satt var að ég hefði ekki áður upplifað að strætóhurð fyki upp og Gummi róaðist.

Mér hafði ekki hugkvæmst að kíkja á þessa fáu samfarþega mína sem þorðu í strætó í morgun og sátu aftar í vagninum en ég veit nú að þeir sátu náfölir með spenntar sætisólar ... og greipar. „Gummi, heldur þú að við náum ekki örugglega leið 15?“ spurði ég, algjörlega ómeðvituð um skelfinguna sem ríkti í vagninum, hélt að þögnin væri vegna þess að fólk væri að hlusta á útvarpið. Gummi lofaði því og gaf í án þess auðvitað að fara yfir hámarkshraða. Við náðum í Mosó á réttum tíma og ég skildi ekki af hverju gullfallegur karl sló í öxlina á mér á stoppistöðinni og fannst víst mikið til um hetjuskapinn, átti eiginlega ekki til orð yfir hugrekki mitt. Hann reyndi að leika dáð mína öðrum farþegum til skemmtunar og lét eins og ég hefði hvatt bílstjórann til dáða: „Gó, bílstjóri, gó, gó, gó ...“

Á meðan allir farþegarnir titruðu og voru þakklátir fyrir að lifa þessa ferð af hafði ég bara áhyggjur af því að við næðum leið 15 í Mosó. Tvær konur þarna horfðu líka aðdáunaraugnaráði á mig, önnur er hún Harpa bloggvinkona og mögulega vonandi tilvonandi íslenskukennari erfðaprinsins í vetur. Hann þarf alla vega að kaupa Laxdælu og Grafarþögn ... held þó að báðar séu til í himnaríki. 

Gekk í gegnum matsalinn á leiðinni í vinnuna, kíkti á matseðilinn og tókst að láta taka frá einn skammt af girnilegu salati áður en salatið verður allt mengað af valhnetum.

Nýjasta Vikan er SVO FLOTTTTT! Við erum ekkert smáánægðar með hana. Tískan hans Haffa Haff er æði og hann stíliserar líka forsíðuna, innlit inn í einn minnsta sumarbústað á Íslandi, og svo skrifaði ég grein um innivist fyrir þá sem hata útivist!!! Galdrahornið fjallar um liti og í forsíðuviðtalinu er kona sem á rosalega sögu. Hún og systir hennar voru teknar ungar út af heimilinu og settar í fóstur í sveit þar sem þeim var ítrekað nauðgað. Þær reyndu að segja frá þessu en enginn vildi hlusta. Systirin fyrirfór sér síðar og þessi kona, tæplega fimmtug er enn að reyna að púsla sér saman. Það er mynd af henni með lokuð augun á forsíðunni en ég held að við höfum aldrei verið með þannig mynd áður. Æ, þetta blogg mitt á ekki að vera auglýsingavettvangur en ég gat ekki stillt mig ... og fyrst ég er byrjuð ... 

...  það er líka að verða fullt á sum tímabilin hjá Hildu systur, sem rekur Sumarbúðirnar Ævintýraland (Kleppjárnsreykjum), langbestu sumarbúðir í heimi, þótt víðar væri leitað. Sjaldan verið jafnhröð skráning, yfirleitt er meira að gera í maí en apríl, svona þegar fólk er byrjað að ákveða sumarfríin sín. Sonur minn er löngu uppkomin, ég ætti að sitja með kokkteil úti á svölum allar helgar á sumrin (latte í mínu tilfelli) ... en nei, ég fer í sumarbúðirnar til að "spilla" börnum og hjálpa til á skrifstofunni og borða vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma og svona. Elska þessar sumarbúðir. Hlakka líka til að hitta starfsfólkið en grunnurinn hefur verið sá sami í gegnum árin. (sumarbudir.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fauk hurðin upp!! Mikið er ég fegin að hafa ekki verið í vagninum.

Hlakka til að sjá vikuna.

Skagakona (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki gamall strætó ... en á sér tvöfalda fokóhappasögu ... . Þetta var æsispennandi ferð í klikkuð roki :)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.4.2008 kl. 12:19

3 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

er allt fullt í sumarbúðunum? á eina 11 ára sem dauðlangar að fara...er þetta símaskráning eða?

kv Hanna

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 30.4.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er svæsin auglýsing frú Guðríður, en þér er fyrirgefið.  Ég fer og kaupi vikuna.

Knús og góða ferð heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2008 kl. 12:56

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jóhanna, þú getur hringt í 551 9160 og skráð, kíkt svo á www.sumarbudir.is :) Svo skal ég mæta um helgina sem hún verður og dekra við hana.  Ef hún hefur tíma til að tala við mig. hehehhe

Líst vel á þig, frú Jenný.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.4.2008 kl. 13:06

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, Hanna Rúna, fattaði ekki að þetta værir þú ... láttu endilega vita við skráningu hver þú ert, Hilda hefði sko gaman af því að sjá stelpuna þína.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.4.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Fyrirgefðu hvað athugasemdin mín tók mikið pláss hér fyrir ofan, ég gerði eitthvað vitlaust.... er að læra á þetta smá saman.

Takk fyrir upplýsingarnar,,  skoða þetta betur.

kv Hanna Rúna

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 30.4.2008 kl. 17:05

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þú ert náttúrulega sönn hetja, Gurrí. Bara það að búa þarna í rokrassgati og ferðast með strætó eldsnemma á morgnana gerir þig að hetju í mínum augum. Nýja blaðið hljómar vel, verð að næla mér í það á morgun.

Svala Jónsdóttir, 30.4.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband