Sigin grásleppa slær á veðurótta ...

Gr�sleppaÁ heimleiðinni var heldur meira hvassviðri en í morgun og Sigþóra, sessunauturinn minn skelfdi, ríghélt í mig. Til að dreifa huga hennar rifjaði ég upp skemmtileg og áhugaverð fokóhöpp í ýmsum frægum veðrum síðustu áratugina. Það var ekki fyrr en við ókum fram hjá sveitabæ, rétt fyrir utan Akranes, sem hún vaknaði til lífsins. Hún greip frammi fyrir mér í miðri sögu um frægt strætóóhapp sem hún lenti í sjálf í vetur og hrópaði: „Sérðu signu grásleppuna sem hangir þarna, vá, nú fæ ég vatn í munninn.“ Ég starði hissa á hana, enda hélt ég að eina manneskjan sem borðaði svona mat væri Tommi bílstjóri (hjá Byko). Sigþóra hefur sannkallaða arnarsjón, ég sá bara hús í fjarlægð og þó er ég með gleraugu, ekki hún. Svo var bara hálfgert logn á Skaganum, svona miðað við Mosó og Kjalarnes.

Beðið eftir strætóMikið óskaplega var hvasst og kalt á stoppistöðinni í Mosó seinnipartinn. Fjöldinn allur af heimfúsum Skagamönnum beið þar og ef Gummi bílstjóri hefði vitað hvað við kölluðum hann þegar við sáum vagninn hans loks koma, hefði hann lagt af stað miklu fyrr. Guðmundur almáttugur, Guðmundur góði ... jamm, lítið þarf til að gleðja strætófarþega. Áður en hann kom vorum við nokkur búin að ákveða að leggja niður sumardaginn fyrsta ... eða fresta honum fram í júní.

 

Himnar�ki 1240Við erfðaprins sóttum mynd úr innrömmun í dag, myndina góðu sem ég keypti af Ljósmyndasafni Akraness og sýnir okkur Skagamenn í sjómannadagsgöngu á Kirkjubrautinni. Ég pantaði myndina án þess að hugsa út í stærðina og hún er ansi stór, gæti farið vel fyrir ofan sófa í stofu, svei mér þá. Henni var þó komið fyrir á ganginum langa.

Það góða við að fá hana svona stóra var að nú sé ég loks hver það var sem gekk við hliðina á mér. Það er hún Bogga vinkona sem vinnur nú sem virðulegur kennari í Grandaskóla. Við höfum verið vinkonur í 45 ár og geri aðrir betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Vó, þú hefur ekkert breyst.

Sigin Grásleppa er algjört must.

Þröstur Unnar, 30.4.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tommi, Sigþóra, Þröstur ... komnir þrír allt í einu!

Guðríður Haraldsdóttir, 30.4.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Jens Guð

Namminamm!  Sigin grásleppa.  Ég fæ vatn í munninn við lesturinn.

Jens Guð, 30.4.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég borðaði einhverntímann signa grásleppu en nú myndi ég segja pass. Samt var hún góð.

Rosalega eruð þið fínar á myndinni.  Í ykkar fínasta pússi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2008 kl. 22:09

5 identicon

Mig minnir að Danir haldi uppá sumardaginn fyrsta í kringum 1. júní. Sennilega meira vit í því    Samt er ákveðinn humor í okkar tímasetningu    Gleðilegt sumar  

Jonna (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:24

6 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Namm ...Grásleppa..ummmm....smakka hana allt of sjaldan.

Agnes Ólöf Thorarensen, 30.4.2008 kl. 22:59

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

He he he..Þú ert alltaf söm við þig Gurrí mín.

Ert það ekki líka þú sem elskar að segja hroðalegar flugslysasögur þeim sem fljúga með þér???

Sumarknús..mikið held ég að ströndin þín sé geðveik í dag..ha? 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 08:31

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ertu til í að kommenta á bloggfærsluna mína í dag http://hk.blog.is/blog/hk/entry/525819/ þarf að koma henni í lestur svo hún nái til fólks. Með bestu bloggkveðju. Hólmgeir :)

Hólmgeir Karlsson, 1.5.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 308
  • Sl. sólarhring: 351
  • Sl. viku: 2749
  • Frá upphafi: 1458816

Annað

  • Innlit í dag: 255
  • Innlit sl. viku: 2273
  • Gestir í dag: 237
  • IP-tölur í dag: 230

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegustu menn í heimi
  • hvernig íslend sjá Evrópu
  • Siegfriedungjoy

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband