Aldeilis helgarbyrjun ...

Ljósin í strætóMeð því að hotta duglega í leigubílstjórann á leiðinni í Mosó náðist í skottið á 18.45 vagninum á Skagann, þeim síðasta fyrir kvöldáætlunina. Það hefði verið frekar fúlt að þurfa að bíða til 20.45 og missa af Reykjavík rústa Garðabæ í Útsvari. Datt ofan í bókina Áður en ég dey, eftir smápásu á henni, og tókst að lesa alla leiðina, líka í göngunum þar sem Heimir kveikti á kristalsljósakrónunni í loftinu. Hann er greinilega lítið fyrir rómantík í rörinu eins og hinir bílstjórarnir. Skömmu síðar gekk hlaðþjónn um með vagn og bauð farþegum skattfrjálsan varning. Ég nennti ekki að kaupa ilmvatn núna, enda örstutt í árlega árás geitunga og býflugna á saklausa Íslendinga og þá sérstaklega þá sem úða á sig blómailmi eða ganga í gulum bolum. Tala af hroðalegri reynslu. Sem betur fer er ég fljótari að hlaupa en þessi kvikindi.

�arna er h�n HildaÉg var ekki fyrr sest í leisígörl með kött í kjöltu, latte í annarri og styrjuhrogn úr frísvæði Hfg í hinni þegar síminn hringdi og mér var sagt að systir mín væri komin á spítala ... með slæma flensu; háan hita og höfuðkvalir. Kynþokki Hildu (eða kölduflogin) hafði þau áhrif á húsvitjunarlækninn að hann pantaði sjúkrabíl. Hrikalega fallegir og skemmtilegir menn komu og fluttu hana á Borgarspítalann. Þegar ég heyrði í henni voru komnar 20 mínútur síðan hún bað starfsmann um að rétta sér svona „kasta-upp-poka“ en án árangurs. Hún getur samt ekki gengið óstudd, eiginlega varla hreyft sig, svo hún þarf þjónustu, blessunin. Ef ég hefði vitað af þessu hefði ég tekið strætó upp á spítala í stað þess að fara heim en ég var líklega alveg að lenda við himnaríki þegar fallegu sjúkrabílakarlarnir fluttu hana á Borgó. Þessi flensa er víst ekkert gamanmál. Vinkona mín á í svona hryllingi og hefur verið fárveik heima í heila viku.

Lífríki við svaladyrnarKubbur, yngri köttur himnaríkis, liggur nokkuð oft við dyr nýju svalanna og starir á eitthvað spennandi á gólfinu sem við erfðaprins komum ekki auga á. Þetta gerir okkur svolítið skelfd og í kvöld datt mér í hug að þar sem allt er enn ófrágengið hafi skapast pínulítið lífríki, kannski þjóðfélag, milli parketts, veggs og röra, eitthvað sem „smiðurinn sem hvarf“ hefði átt að loka fyrir ári. Samt sést aldrei neitt kvikt hérna. Erfðaprinsinn fjarlægði Kubb, eins og lífríkið myndi hverfa í leiðinni, ég benti honum hæðnislega á það, en Kubbsan var komin á sinn stað eftir örskamma stund. Nema þetta sé húsdraugur með fullkomnunaráráttu sem þolir ekki ófrágengna veggi. Best að hringja í smiðinn, hann lofaði að ganga frá þessu fyrir afmælið mitt ... en gleymdi að segja hvaða ár.

Sj�nvarpEkki hef ég nógu gaman af sérstaklegafyrirkonur-þættinum Lipstick Jungle, hvað þá nýja spítalaþættinum á RÚV á miðvikudagskvöldum. Ég gef samt öllu séns, vinnu minnar vegna, er samt alls ekki sjónvarpssjúk. Skil ekki þessa andúð mína á þáttum sem eiga sérstaklega að höfða til mín.

Held mig bara við Simpsons, Hæðina, Önnu Pihl, Kiljuna, Monk, CSI, Boston Leagal, Silfur Egils og fréttir. Já, og American Dad, Ísland í dag, Kastljós og svo nýja Evróvisjónþáttinn sem hefst annað kvöld og lofar góðu ... og boldið of kors.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bataóskir til systur þinnar

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Laufey B Waage

Vonandi batnar systur þinni fljótt og vel.

Laufey B Waage, 2.5.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, elskurnar. Ég vona það líka. Er dauðfegin að hún er á spítala, ekki fárveik heima.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.5.2008 kl. 23:54

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hún systir þín, hlýtur að vera mikið veik, þegar hún er lögð inn á spítlala, á föstudagseftirmiðdegi.  Hverslags flensa er þetta?., ég hef ekkert heyrt um þessa flensu fyrr. -  Ég vona að henni batni fljótt, og vel, og að þú smitist ekki af þessari hryllingspest.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Gunna-Polly

Bataóskir til systur þinnar,vonandi batnar henni fljótt

Gunna-Polly, 3.5.2008 kl. 00:37

6 Smámynd: Söngfuglinn

Bata óskir til systu. Og by the way, nei, ég myndi ekki segja að þú sért sjónvarpssjúk..

Söngfuglinn, 3.5.2008 kl. 03:35

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilegar bataóskir til systir þinnar.  Skemmtileg skrif að vanda hjá þér, vona að kötturinn sé ekki búinn að uppgötva lífríki þarna sem ekki á að vera, kettir eru svo naskir.  Hafðu það gott mín kæra.  Cinco Dancer 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 143
  • Sl. sólarhring: 316
  • Sl. viku: 835
  • Frá upphafi: 1505842

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 679
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband