Prestar í kröppum dansi

Eftir sjokkerandi tvo fréttatíma í röð ákvað ég að gefa sjónvarpinu frí í kvöld, kannski bjóða erfðaprinsinum út að borða og síðan á Bónusvídeó. Samskipti okkar mæðgina hafa of lengi einskorðast við kommentakerfi bloggsíðna okkar (fylgifiskur tækninnar) og nú verður gerð bragarbót á.

Til að gera ástkærum bloggvinum mínum laugardagskvöldið léttbærara skellti ég inn hressilegu vídjói þar sem prestar koma oftar en ekki við sögu. Góða skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.5.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú í algjöru sjokki yfir kvöldfréttunum.  Þessi blíði yndislegi maður sem mér fannst svo yndæll þegar sonur minn gekk til hans í fermingarfræðslu, fór einu sinni með krökkunum og dáðist að því hversu vel hann náði sambandi við börnin.  Úlfur í sauðagæru er eitthvað sem manni dettur í hug.   Russian Cross 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nefndu ekki snöru í hengds manns húsi Guðríður.  Ég er bókstalega að reyna að ná andanum eftir fréttina af guðsmanninum.  What can I say?

Góða skemmtun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Tiger

Já, alveg skelfilegt þegar við getum ekki orðið treyst sóknarprestum okkar - ekki einusinni hægt að treysta því að ungt fólk fái sáluhjálp þar á bæ vegna svona ótrúlegra misyndismanna sem leynast of víða, leynast í öllum stéttum reyndar.

Eigðu ljúft laugardagskvöld Gurrí mín og gott að heyra að kvöldið stefni í ljúfa samverustund með engli himnaríkis, góða skemmtun bæði tvö.

Tiger, 3.5.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Mummi Guð

Frábært myndband. Ótrúlega hátt hlutfall af þeim sem leið yfir eru brúðgumar, spurning hvort ég eigi að þora að labba upp að altarinu, það virðist svo hættulegt.

Varðandi fréttirnar af prestinum á Selfossi, ég veit ekkert um þetta mál og þekki manninn ekkert. Ég bið ykkur samt að krossfesta hann ekki fyrr en búið er að dæma hann sekan.

Mummi Guð, 3.5.2008 kl. 21:36

6 identicon

Tjah, nú er mér öllum lokið, séra Gunzo bara að grilla í smástelpunum... Þetta er eitthvað sem ég bjóst alls ekki við...

.....hélt hann væri í smástrákunum!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 21:49

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Dásamlegt myndband ... gruggugt samt með brúðgumana hvað þetta reynir á þessar elskur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nú "passa" ég á presta í bili, hefði aldrei trúað að neinu misjöfnu á þennan prest. - En svo bregðast krosstré sem önnur tré. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2008 kl. 01:50

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, þetta er ömurlegt mál, lítið vitað um það ... fyrr en líklega í DV á mánudaginn, ef ég þekki mína menn rétt.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.5.2008 kl. 01:56

10 identicon

LIJA, ÞETTA ER EINMITT MÁLIÐ

...fín lína, það er nefnilega allt í lagi að passa á presta, hinsvegar er stórhættulegt að láta presta passa!!!!!!!!!!!!!!!!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:03

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann er grunaður og verið að rannsaka málið, allir ættu að vera saklausir þar til sekt þeirra sannast.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.5.2008 kl. 16:44

12 identicon

HALLÓ!!!! MÆÐGIN!!!! ENGA SKYNSEMI HÉRNA!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 217
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 909
  • Frá upphafi: 1505916

Annað

  • Innlit í dag: 176
  • Innlit sl. viku: 742
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 163

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband