5.5.2008 | 12:43
Fréttir af Vesturlandsvegi, uppseldu DV og afmæli mömmu
Það sem bar helst til tíðinda á leiðinni Akranes-Mosfellsbær í góða veðrinu í morgun var að litli sendiferðabíllinn frá Svefn og heilsu, þessi sem fauk nýlega út af í hvassviðri, er enn á sama stað ... ofan í skurðinum. Flottur minnisvarði um kvikindislegar hviðurnar. Allt gekk líka klakklaust fyrir sig þegar Skagastrætófarþegarnir hópuðust tugum saman yfir götuna að biðskýlinu sem leið 15 í bæinn stoppar við. Á einni stoppistöðinni í Mosó komu tvær konur inn. Ég þekki aðra þeirra, þá aftari, og ætlaði aldeilis að plata hana til að setjast hjá mér en hin hlassaði sér bara í sætið, þrátt fyrir ótalmörg önnur laus. Næst verð ég með teikníbólur, fýlubombur og þaðan af verra til að koma í veg fyrir svona slys.
Í hádegismatinn var lasagna, svona allílæ, en svo skrapp ég inn á DV, sem er hinum megin við matsalinn. Ætlunin var að ná mér í eintak þar sem allt var gufað upp hérna megin við matsal. En ... blaðið er uppselt og ég þarf að bíða þangað til ég kem heim til að lesa viðtalið við séra Gunnar á Selfossi. Málið er víst allt einn misskilningur, skilst mér að presturinn hafi sagt, hann bara kyssti og faðmaði stelpurnar, ekkert meira ... Mér er spurn ... það varð allt brjálað um árið þegar DV birti mynd af manni áður en hann var dæmdur fyrir barnaníð og allir vita hvernig það fór. Nú skúbbaði Stöð 2 með þetta á laugardaginn, myndbirting og alles, af hverju er fólk ekki jafnbrjálað núna?
Elskuleg móðir mín á afmæli í dag. Hún var einmitt í kirkjukór með Ágústu Selfoss-prestsfrú í gamla daga og þær sungu báðar eins og englar. Ég keypti dekurkörfu handa mömmu með baðbombum og kremum. Hún elskar allt slíkt, dekurrófan sú ...
Skelli inn mynd úr afmælinu mínu í fyrra þar sem mamma situr í sófanum (t.h.) með Eddu frænku við hlið sér. Vinstra megin er Beta sjúkraþjálfari og lengst til hægri er Gauja, vinkona og skólasystir, og systir Betu.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 11
- Sl. sólarhring: 188
- Sl. viku: 649
- Frá upphafi: 1505940
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 523
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Til hamingju með mömmu þína. Ég er nú búsett á Selfossi og þetta er minn prestur. Trúi þessu illa upp á hann og bíð eftir nánari fregnum áður en ég segi nokkuð. Allavegana eru mín kynni af honum þau að hann er einstaklega hlýr og umvefur allt í sínum kærleik og gleði.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 12:51
Til hamingju með mömmu þína....varðandi séra Gunnar, ég þekki af eigin raun hvernig svona mál ganga fyrir sig í kerfinu og segi bara það, að það leggur enginn heilvita manneskja það á sig að fara í erfiðar yfirheyrslur og málaferli nema rík ástæða sé til....yfirheyrslur yfir fórnarlömbum er óvægin og gengur mjög nærri fólki......eigðu góðan dag..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.5.2008 kl. 12:57
Sammála þér, Ásdís, best að láta rétta aðila sjá um að rannsaka og kveða upp dóm.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2008 kl. 12:58
Einmitt, Hrafnhildur, held að stelpurnar séu ekki öfundsverðar, og enginn kærir að gamni sínu nema eitthvað mikið sé að. Held að það sé um 1% kæra sem reynast ekki vera á rökum reistar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2008 kl. 13:01
til hamingju með mömmuna þína og megi dagurinn vera þér ljúfur
Guðrún Jóhannesdóttir, 5.5.2008 kl. 13:10
Þessi lengst til venstre, er hún líka of ung til að binda sig?
Til hamingju með múttuna þína.
Þröstur Unnar, 5.5.2008 kl. 13:43
Til hamingju með móður þína. Gott hjá þér að gefa henni dekur í dag. Hún á það svo sannarlega skilið.
Það er greinilegt að það skiptir máli hvort það sé séra Jón eða bara Jón í fjölmiðlaumfjöllun um viðkvæm mál.
Fjóla Æ., 5.5.2008 kl. 13:57
Heheh, Þröstur, þetta er hún Beta sjúkraþjálfari, hamingjusamlega gift og nokkurra barna móðir. Sorrí, karlinn.
Held að mamma verði alsæl með dekrið, Fjóla. Hún elskar allt slíkt.
Megi dagurinn þinn líka verða ljúfur, Gunnsan mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2008 kl. 14:14
Til hamingju með Mömmu þína æðisleg gjöf sem þú færir henni hafðu ljúfan dag elskuleg
Brynja skordal, 5.5.2008 kl. 15:23
Mér finnst nú Gurrí mín að prestar eigi ekkert með að faðma og kyssa unglingsstúlkur í söfnuði þeirra. Ég myndi ekki kæra mig um það nema presturinn væri okkur persónulega kunnugur og sá sem færi að kássast þannig upp á mína dóttur með kraga og í hempu eður ei á mér að mæta.
Steingerður Steinarsdóttir, 5.5.2008 kl. 16:07
Já, sama segi ég, Steingerður almáttugur. Ég endursagði bara orð hans úr DV.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2008 kl. 16:21
Til hamingju með móður þína Gurrý, Oh það eru svo margir tengdir Hvammstanga sem eiga afmæli í dag :) Td systirdóttir mín,,,,, svo er stór prins þarna hjá þér á skaganum (sko ég er ömmusystirinn) sem kemur fljótlega heim f. 3 maí :)
heyrðu minn maður var á Kjalarnesinu og smellti mnd af bílnum frá svefn og heilsa :(
Svona okkar, þá er bara eldri dóttir mín (24) sagði henni frá hugmynd okkar :) Já mamma þú gerir þetta, láttu ekki svona he h he ehe,,,,,,,, tala betur við hina og hef svo samband............ Bestu kveðjur til þín og auðvitað til Hildu.. Er hún kansi með síðu ????????
Erna Friðriksdóttir, 5.5.2008 kl. 18:11
Presturinn virðist vera mikill knúsari það er víst, kannski ekki og eiginlega alls ekki passandi, sérstaklega þegar um ungar dömur er að ræða. Ég efast um að þarna sé um gróft ofbeldi að ræða eins og sumir láta það hljóma. Mér finnst að fjölmiðlar hefðu átt að bíða með þetta þar til öll kurl væru komin til grafar.
Til hamingju með mömmu þína.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.5.2008 kl. 19:19
Til hamingju með mömmu þína, hún á sama afmælisdag og Tommi bróðir
Magga mákona
Arafat í sparifötunum, 5.5.2008 kl. 20:10
Innilegar hamingjuóskir með Móður þína Gurrí mín. Knús yfir á ykkur öll með óskum um góða nótt í himnaríki..
Tiger, 5.5.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.