Orkuboltafrændur og langþráð kort ... algjört örbold

�lfur og �sak sl�st um fl�sku ...Vinir afturMamma kann sko að halda upp á 74 ára afmæli með stæl. Við fengum snittur og tertur, gott kaffi og annað fínirí. Heiðdís frænka mætti með ... ja, nú segir maður ekki litlu englana, heldur orkuboltana ... hlaupandi og hlæjandi að skoða heiminn (tæta í fína dótinu hennar langömmu). Úlfur og Ísak eru frábærir. Lífsglaðir og skemmtilegir strákar. Erfðaprinsinn sótti þá og mömmu þeirra og fór með í afmælið áður en hann sótti mig í vinnuna og það var ansi kósí að sjá tvo barnastóla aftur í kagganum. Ég stakk upp á því við hann að hann myndi eignast tvíburadætur sem hann gæti látið heita Guðríði og Guðríði. Honum leist mjög vel á tilvonandi Gurrí og Gurrí, enda þægur og góður sonur. Ég held að ég sé loks að verða nógu þroskuð til að verða amma, hvað þá þegar ég verð fimmtug. Set inn nokkurra vikna gamlar myndir af orkuboltunum ... sem eru víst farnir að slást. Heiðdís segir Úlf stundum draga bróður sinn á hárinu eftir gólfinu sér til skemmtunar en Ísak hefur ekki enn fattað að gera það sama við Úlf. Á myndinni til vinstri sýnist mér Úlfur vera öskureiður yfir flöskustuldi bróa en veit ekki hvor er hvor á hinni ... þetta eru nú einu sinni tvíburar. Úlfur er meira að segja spegilmynd af bróður sínum, svona innyflalega séð, með hjartað hægra megin. En það voru tvær fylgjur og því eru þeir tvíeggja!

Á Stöð 2 plús náði ég einu öratriði við heimkomu: „Brooke, þetta er búið,“ sagði Stefanía alvarleg á svip. Var hún að tala um morgunkorn, hjónaband Brooke og Nick eða 51% eignarhald Brooke á Forrester-tískuhúsinu?  

Dyrnar vi� Kr�kh�lsinnFrá og með miðvikudeginum kemst ég inn bakdyramegin í vinnunni, Krókhálsmegin. Er komin með kort og þarf því ekki lengur að horfa aðdáunaraugum á þýðanda íþróttaþátta Stöðvar 2 Sport í strætó og spyrja hann síðan nærgætnislega við bakdyrnar hvort ég megi vera honum samferða inn um leið og ég lauma að honum peningum. Nú getur hann ekki lengur heimtað skilríki af mér, stolið af mér nestinu eða krafist auðmjúks þakklætis fyrir opnið. Nú skal hann gjöra svo vel og vakna sjálfur í strætó við Lynghálsinn, nú er mér sama þótt hann færi rúnt upp í Grafarholt og svo niður í bæ. Ó, hvað það verður gaman á miðvikudaginn.

Eins gott að nýja kortið virki ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég á litlar tvíburafrænkur sem voru með sitthvora fylgjuna þannig tæknilega tvíeggja en þær eru svo líkar að foreldrar þeirra ruglast stundum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Morgunkorn. Cheerios með banönum út í. Rosa gott... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.5.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ættir að vita það, Lára Hanna, heheheheh, sammála þér með banana út í, það er geggjað!!!

Ásdís, þeir eru skuggalega líkir litlu frændur en mamman tímir ekki að borga stórfé fyrir DNA-próf til að komast að þessu. Það er séns að þeir séu eineggja þrátt fyrir tvo belgi. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega líður tíminn.  Strákarnir bara farnir að hlaupa um allt.

Til hamingju með kortið og væntanleg barnabörn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Eineggja tvíburar geta vel haft hvor sína fylgju og verið hvor í sínum líknarbelg ef eggið skiptir sér á fyrstu 3 sólarhringum eftir frjóvgun.

Nanna Rögnvaldardóttir, 5.5.2008 kl. 22:41

6 identicon

Sæl Nanna:)
Svo er víst - enda ef fólk spyr mig hvort þeir séu eineggja eða tvíeggja þá segi ég bara að ég viti það ekki.
Það er jú þekkt meðal eineggja tvíbura að annar "spegli" hinn, þá m. líffærin spegluð eins og annar af strákunum mínum er með.
Áður en það kom upp voru samt læknar á báðum áttum hvað ætti að kalla þá, þó að nokkrir héldu fast við þá skoðun að þeir væru tvíeggja eftir allt saman.

Þeir hafa bara verið þá mjög heppnir að hafa skipt sér svona snemma því málin vilja oft vandast allverulega þegar fylgjan er sameiginleg og hvað þá belgurinn líka - en þá er nánast garanterað að börnin komi fyrir tímann.

Ef að eineggja tvíburar eru ekki búnir að skipta sér f. 12 dag, þá verða þeir að síamstvíburum.
 

Nú segi ég þessum pistli mínum um tvíbura lokið í dag.

Takk f. síðast Gurrí!
Það er nokkuð greinilegt að erfðaprinsinn getur komið tvíburum f. aftur í, í sportbílnum - hann ætti þá að anda léttar ef hann fær fréttir um að Guðríður og Guðríður séu á leiðinni - múahahahaha!

Tvíburamamman (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:31

7 Smámynd: Brynja skordal

Flottir strákar þarna á ferð hafðu ljúfan dag

Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 09:59

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þeir eru algjört æði þessir tveir. Gott að heyra að þroskinn er að koma elsku Gurrí mín vonandi fer hann að skríða yfir mig líka.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.5.2008 kl. 11:07

9 Smámynd: Laufey B Waage

Dóttir mín ljósmóðirin segir líka að eineggja tvíburar geti haft - og hafi þó nokkuð oft - tvær fylgjur.

Laufey B Waage, 7.5.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 679
  • Frá upphafi: 1505970

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband