6.5.2008 | 19:45
Ónýtt mannorð ... konu á mínum aldri
Ég sá mynd af þér í Séð og heyrt, sagði mamma í afmælinu í gær og horfði undarlega á mig. Nú, var það? spurði dóttirin. Ég vissi ekki að þú hefðir farið á klámráðstefnu! hélt hún áfram og þögn sló á mannskapinn. Þarna stal hún sannarlega athygli minni frá tvíburunum krúttlegu. Ég rifjaði hratt upp atburði síðustu 49 ára sem mögulega hefðu ratað í vinsælasta slúðurtímarit landsins og datt ýmislegt krassandi í hug ... en klámráðstefna? Var þetta nýlegt blað? spurði ég. Já, ég sá það á hárgreiðslustofunni í gær. Augu mömmu skutu gneistum, enda hafa börn hennar verið alin upp við mikla siðprýði Sátum við nokkrar skvísur saman í sófa með ungan mann í fanginu? spurði ég. Já, einmitt þarna á klámráðstefnunni, sagði mamma. Loks rann upp ljós fyrir mér. Æ, þetta var lítil smáfrétt um að Haffi Haff væri farinn að vinna með okkur á Vikunni, útskýrði ég, þetta hefur eflaust verið á sömu blaðsíðu og myndir frá einhverri klámráðstefnu. Ahhh, mikið er ég fegin, hana fáðu þér aðra snittu, sagði mamma himinsæl með dótturtepruna sem lenti óvart á rangri síðu í Séð og heyrt og uppskar ónýtt mannorð í augum móðurinnar.
Ekki var raunum mínum alveg lokið. Í dag skrapp ég til læknis með gjörsamlega fáránlega lítilvægt erindi, eða bólgið auga, og þurfti að bíða nokkuð lengi eftir að komast að, enda mikið að gera. Ég skildi ekki hvers vegna fólkið á biðstofunni var svona gott við mig. Ung kona færði mér vatn, eldri maður með tárvot augu klappaði mér á bakið og stórhuggulegur maður faðmaði mig. Það var ekki fyrr en mér var litið á bókina sem ég hafði verið að lesa áfergjulega sem ég skildi hvað var í gangi. Hún heitir Áður en ég dey. Pólska konan, frábæri læknirinn minn skrifaði lyfseðil og sagði að það væri eitthvað svona augndæmi að ganga.
Fyrr í dag var krabbameinsskoðun í gangi á Skaganum og er þessa dagana. Hef aldrei áður upplifað svona stuð og fjör af þessu tilefni sem yfirleitt er kvíðvænlegt hjá flestum konum. Sú sem lét okkur fylla út spurningablað (aðgerðir, barneignir, uppáhaldsliturinn og svona) var frábærlega skemmtileg og hin konan við hlið mér sem fyllti út eyðublaðið var hrikalega fyndin. Við sátum síðan þrjár ókunnugar á biðstofunni í hryllilegustu múnderíngu sem til er, voru í síðu, nokkurs konar pilsi með teygju og átti að staðsetja mitti pilsins undir höndunum. Við vorum eins og beibíbleikir/eiturgrænir boltar í útliti. Hugsa að eiginkona sæta læknisins hafi hannað þetta ... Það vinnur einstakt fólk á spítalanum hérna á Akranesi, þótt það þekki ekkert allir alla þá er andrúmsloftið svo kósí og allt virðist vera gert til að láta fólki líða vel. Annað en í risastóru Reykjavíkinni sem mér þykir nú samt svo vænt um. Ég segi ekki að ég hlakki til að fara aftur eftir tvö ár ... en ég verð örugglega ekki jafnkvíðin og ég var í dag. Þegar ég var síðan í kremjaranum ... eða brjóstamulningsvélinni hugsaði ég illilega til frænda míns sem gaf Krabbameinsfélaginu andvirði einnar slíkrar vélar þegar hann seldi húsið sitt og minnkaði við sig húsnæði. Nei, nei, djók, þetta var flott hjá honum og annað, það er ekki nein martröð að fara í svona vél, tekur stuttan tíma og í þessi þrjú eða fjögur skipti sem ég hef farið hafa konurnar verið alveg frábærar. Og fyrst ég er orðin kona á mínum aldri að mati Krabbameinsfélagsins þá þarf ég að fara í svona myndatöku annað hvert ár.
Af hverju getur Krabbameinsfélagið ekki sagt: Konur yfir fertugt eru hvattar til að fara í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti ...í opnum póstkortum sínum til mín, í stað þess að kalla okkur Kona á þínum aldri? Þetta hefur pirrað mig síðan ég fékk fyrsta kortið, fertug að aldri, enda finnst mér Kona á mínum aldri, verða prúðbúin kona á áttræðis- eða níræðisaldri með hatt að drekka kaffi á kaffihúsi með skríkjandi vinkonum, ja, eða í sundi með litríka sundhettu. Þegar svona opið póstkort kom fyrst heim til vinkonu minnar bilaðist maðurinn hennar úr hlátri og sagði við hana: Elskan, hér hafa orðið tímamót í lífi þínu, þú ert orðin Kona á þínum aldri. Auðvitað á maður ekki að láta svona smáatriði pirra sig, ég veit það vel ... en ég get ekki alltaf verið fullkomin!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 38
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 676
- Frá upphafi: 1505967
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 545
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég er líka þessi "kona á mínum aldri" ég skammast mín ekkert fyrir árin mín, elska hvert og eitt þeirra. Takk fyrir símtalið í dag, gaman að heyra í þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 19:48
Jebb kannast við "kjólana" óggislega flottir. Kem við þarna tvisvar á dag og tek þá í þvott því þær eiga ekki nógu marga yfir daginn.
En í fyrstu flæktist svolítið fyrir mér (okkur) hvað við ættum að kalla þessar hempur og hvurnig ætti að brjóta þetta saman. Væri gaman að vera fluva á vegg, þarna í búningsklefunum.
Mér og dóttur finnst þessir bleiku flottastir.
Þröstur Unnar, 6.5.2008 kl. 19:54
Ég elska líka hvert ár sem ég hef lifað, finnst bara hallærislegt þegar eitthvað félag talar hálfpartinn niður til mín. Mér finnst að það eigi að kalla hlutina réttum nöfnum.
Sömuleiðis, það var gaman að spjalla við þig, er búin að leggja inn á þig og hlakka til að fá varalitinn til styrktar félaginu sem talar svona til mín ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.5.2008 kl. 19:55
Hehheeh, ég valdi mér einmitt svona bleikan "kjól".
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.5.2008 kl. 19:56
Ég er líka "konaámínumaldri" það sést á ísskápnum, þar bíður sendingin frá Krabbó þar til ég man eftir að panta tíma hjá þeim.
Ragnheiður , 6.5.2008 kl. 21:00
Já, Anna, mikið fjör, einmitt. Þarf eiginlega að kíkja á þessa síðu í Séð og heyrt til að athuga hvað þetta var í raun.
Það er flott þjónusta hjá Krabbameinsfélaginu að senda út bréf til að minna á (þótt maður sé hálfpartinn uppnefndur sem kjéddlíng) og hefur bjargað mörgum. Ekki gleyma að panta tíma, Ragga krútt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.5.2008 kl. 22:44
Mikið rosalega er gaman að lesa síðuna þína - þú ert hreint frábær penni !!!!!!! vá
hlakka til að fá fyrsta póstkortið á mínum aldri
Sigríður Guðnadóttir, 6.5.2008 kl. 23:02
skelli,,,,,,hláturrrrrrrrr og ég var í þessum græna ;)) og komin á þennan aldur líka en sætur er hann við æfum saman ég og doksi á jaðarsbökkunum skildi hann hugsa hmmmmm þessa hef ég séð áður en gaman að lesa síðuna þína ;)) takk fyrir að gera þessa heimsókn í dag til villa svona frábæra ;) kveðja sú í græna huggulega sexí teigju ekki gleima klaufinni smart var þetta allavega
takk fyrir í dag ;)) (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:16
Heheheh, Sigga, já, þú getur sko alveg hlakkað til. Mér fannst frábært að verða fertug og hef aldrei verið kvíðin fyrir tímamótum eins og sumir sem ég þekki sem örguðu yfir því að verða t.d. þrítugir ... en það var svolítið skrýtið að upplifa umhverfið eftir að ég varð fertug. Ég var alveg eins og þegar ég var 39 ára, bara eitt ár liðið, en allt í einu mátti ekkert ama að mér án þess að fólk segði það vera breytingaskeiðið (sem hefst yfirleitt um og eftir fimmtugt) og hárgreiðslukonan mín tók andköf yfir því að ég væri ekki komin með grá hár, alveg heilir þrír mánuðir síðan ég fór síðast til hennar. Meira að segja mamma sagði að nú væri engin von til að ég eignaðist litla Bryndísi (nöfnu hennar), ég væri orðin svo gömul, kunningjakona mín, 12 árum eldri, spurði hvort ég væri komin með hitakóf þegar ég mætti til hennar móð og sveitt eftir að hafa skokkað til hennar og þegar Krabbameinsfélagið kallaði mig konu á mínum aldri, þá hætti ég að botna upp eða niður í þessu. Hvað er það eiginlega við fertugt sem breytir öllu svona mikið? Kannski var ég bara í röngum félagsskap. Nú, þegar ég er orðin 49 ára (eins og Madonna) heyri ég aldrei neitt í þessa veru ... nema auðvitað frá Krabbameinsfélaginu. Er samt orðin spennt að vita hvaða glaðningur fylgir því að verða fimmtug núna í ágúst. Einhver?
Já, og takk sömuleiðis grænklædda mær!!! Þetta var svo gaman. Ég var heppin með að hafa hitt ykkur svona hressar. Við hefðum átt að heimta að fá að fara þrjár inn í einu og halda í höndina hver á annarri ... sá hefði orðið hissa.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.5.2008 kl. 23:31
Stiklaði á stóru en ÞÚ Á KLÁMRÁÐSTEFNU????? MEÐ MÖMMU ÞINNI??????? KONA Á ÞÍNUM ALDRI??????
Bleslindi Hreiðholtsbatarinn
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 08:38
þessar skelfilegu "flíkur" eru það eina sem mér finnst kvíðvænlegt við krabbameinsskoðun, get alveg gargað og er ég nú ekki nein sérstök tepra þegar kemur að klæðaburði, en vaaaá!
Megi dagurinn vera þér góður mín kæra
Guðrún Jóhannesdóttir, 7.5.2008 kl. 11:11
Pabbi minn fékk svona kort og var beðinn um að láta vita ef hann hefði blæðingar á tilteknum tíma. Karlinn fór aldrei. Ég hef aldrei farið í krabbameinsskoðun, trúi bara á guð og lukkuna.
Helga Magnúsdóttir, 9.5.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.