Að hafa rétt fyrir sér en samt svo rangt ...

SvefnHún var hálfbuguð fallega konan sem staulaðist rammskökk út úr himnaríki í morgun ... Búin að hnussa í tvær vikur yfir frænda sínum sem heimtaði að hún tæki náttúrulyfið melatónín* til reynslu. Og ég sem er svo hrædd við lyf. Frændinn, sem fer ekki ofan af því að frænkan sé að farast úr þunglyndi af því að hún gerir aldrei neitt skemmtilegt, bara lokar sig inni ... gerði þó ekki mikið úr meintu þunglyndi mínu í þetta skiptið, heldur sannfærði mig um að djúpur svefninn sem þetta veitti myndi verða til þess að ég hætti að fá í bakið. Ég leyfði góða frænda að gefa mér poka af melatónínpillum sem hann keypti í Ameríkunni og lofaði að taka þetta inn til reynslu í hálfan mánuð fyrst þetta væri algjörlega skaðlaust. Fyrstu tvær næturnar undir áhrifum dreymdi mig nokkuð mikið sem er sjaldgæft og þegar frændi frétti það þá gargaði hann sigri hrósandi: „Ég vissi það, ég vissi það!“ (að mig vantaði melatónín) ... en reyndar er ein aukaverkun sem ég hef ekki minnst á við hann, eða að ég vakna upp á hverri nóttu (sem ég geri aldrei) og er þá með einkennilega kvíðatilfinningu ... hætt að dreyma en bakið gott. 

Í morgunÍ gærkvöldi var kominn hálfur mánuður á þessum lyfjum ..., ég fór hrikalega seint að sofa, var grútsyfjuð og sofnaði fljótt. Ég hrökk ekkert upp í nótt ... en bakið var í klessu við vakn.

Held að ég sé búin að komast að því hvað er í gangi og frændi ekki jafnruglaður og ég hélt ... þetta er örugglega þunglynt bak! Þannig að frændi hefur haft rétt fyrir sér en samt svo rangt ... Ég hef aldrei átt erfitt með svefn og heldur aldrei verið þunglynd en greinilega hefur „grunnur“ nætursvefninn í nótt magnað upp bakverkina. Þorði ekki að taka íbúfen á fastandi maga en lagaðist helling í strætó á leiðinni, enda góð sæti í Gummabíl. Samt heimtar erfðaprinsinn að skutlast eftir mér í bæinn um miðjan dag, þessi elska. 

Í hádeginu verða grænmetisnúðlur eða lambakarrí í matinn ... vildi bara deila því með ykkur. Annað, íþróttaþáttaþýðandinn var ekki í strætó í morgun, enn einu sinni ... og ég þurfti að fara löngu leiðina því að kortið góða beið mín á skrifborðinu. Megi svo dagurinn ykkar vera tryllingslega, æðislega skemmtilegur.

* http://www.lyfja.is/HeilsaOgVellidan/Natturuvorur/Greinar/Melatonin/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við höfum þá verið í svipuðu formi í morgun bágtið (sárið) ég sit núna í lazy girl og horfi á þrifuna mína þurrka af og skúra, yndislega notalegt. Hér verður pera og K-special í hádegismat.  Farðu vel með þitt veika bak og ég veit ekkert um melatónpillur.  3D Prom Queen svona munum við snúa okkur í afmælinu þínu

Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

  góð að vanda

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.5.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta mun vera sárasaklaust lyf og mikið notað af konum á miðjum aldri og uppúr, hehe, við svefnleysi.  Það vantar víst melantónín í hausinn á okkur á ákveðnu skeiði.  Sel þennan fróðleik ekki dýrar en ég keypti hann.

Ætlaði á þetta fyrst eftir meðferð þegar ég svaf illa í fleiri mánuði en svo lagaðist það og ég hef ekki enn prufað góssið.

En heyrðu, síðan hvenær varð það að vera heimakær að þunglyndi.  Sko, þetta er stundum sagt við mig af því mér finnst það hápunkturinn á tilverunni að hanga heima.  Fólki finnst það óeðlileg. 

Og ég sem leik við hvern minn fingur.

Hætt að blogga á þínu bloggi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heimakærð er greinilega eitthvað óeðlilegt! Og þörfin fyrir að að hlaða batteríin í ró og næði eftir vinnudaga með skemmtilegasta fólki landins. Ætla reyndar ekki að taka fleiri "pillur" þar sem ég hef aldrei þjáðst af svefnleysi, geymi þær bara þangað til kemur að því ... ef.

Guðríður Haraldsdóttir, 7.5.2008 kl. 12:30

5 Smámynd: Tiger

  Æi það er ömurlegt ef maður getur ekki sofið góðum og rólegum nætursvefni. Um að gera að reyna allar aðferðir áður en maður grípur til lyfja eða einhvers álíka. Að taka lyf á fastandi maga er alls ekki slæmt í raun - þýðir eiginlega bara það að þá er fljótari upptaka lyfjanna og áhrifa þeirra í líkama okkar. Knús á þig Gurrí mín og megi ljúfleiki og góður svefn umljúka þig á nóttunni, þó ekki í 100ár mín kæra Þyrnirós.

Tiger, 7.5.2008 kl. 14:40

6 identicon

Mæli hiklaust með jóga og djúpslökun - veit það virkar.

Gangi þér vel

Anna

Anna Ingólfs (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:58

7 identicon

Eruð þér búin að stofna kvennagistingu á Skaganum, fröken Guðríður? {djókur}.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:38

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er melatónin, lyf, eða vítamin? Ég hef aldrei heyrt um þetta og er því afar forvitin.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.5.2008 kl. 22:02

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Melantónín er hormón LG, eða svo er mér sagt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 203
  • Sl. sólarhring: 396
  • Sl. viku: 1996
  • Frá upphafi: 1460979

Annað

  • Innlit í dag: 186
  • Innlit sl. viku: 1643
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband