9.5.2008 | 14:33
Indverska byltingin og Útsvars-pælingar
Í strætó númer 18 hef ég tekið eftir nokkrum Indverjum upp á síðkastið, frekar prúðbúnum, sem fara út í brekkunni rétt hjá Rekstrarvörum. Þeir/þau stefna í áttina að húsi fyrir neðan Vífilfell en það gæti verið til að villa um fyrir hinum farþegunum. Mér hefur þótt þetta svolítið grunsamlegt. Einn Indverjinn var með mér á Ártúnsstoppistöðinni í morgun, alveg góða stund þar sem 18 kom ansi seint. Hann spurði mig á Oxford-ensku með indverskum hreimi hvort leið 18 væri ókomin og þá notaði ég tækifærið og fór að spjalla við hann. Hann var afar kurteis og kom vel fyrir, í jakkafötum og alles. Áður en mér gafst færi á því að spyrja hvort hann væri njósnari eða hygði á yfirráð hér á landi kom fokkings strætó og hann settist hjá hinum Indverjunum. Hvað á maður að halda?
Þar sem ég var heima í aumingjaskap í gær, en vann eins og brjálæðingur þó, tókst mér í fyrsta skipti að nota aðgangskortið mitt að bakdyrunum nú í morgun. Þýðandinn, sem áður opnaði fyrir mér/okkur, var ekki í strætó svo engin vitni, nema fuglinn fljúgandi, voru að því hvað þetta gekk hratt og vel.
Þegar ég kom inn, eftir ferð frá Akranesi að vanda, var Jói í dreifingunni að fara upp á Skaga ... það vantaði Vikuna og fleiri blöð í sjoppurnar. Var ekki hægt að velja annan tíma, t.d. kl. sjö í morgun til að fara á Skagann, þá hefði ég getað verið samferða honum í vinnuna? Ja, eða kl. 6 í kvöld, ef ég verð búin þá, en það verður líklega smáklikkað að gera í dag. Frídagur á mánudaginn og það þýðir að það þarf að gera prentsmiðjumánudagsyfirlesturverkin í dag. Má bara ekki missa af Útsvari í kvöld, úrslitaþættinum. Held ég verði að halda með Kópavogi, liðinu sem rústaði okkur Skagamönnum. Það er minni skömm að hafa tapað fyrir the number one winners of the Uttsvarrr. Ég fæ þá kannski að taka á nýjan leik innanbæjarstrætó, kaupa mat í Einarsbúð, verður hleypt inn í Bíóhöllina á Skaganum og get farið að lifa lífinu aftur. Mér hefur verið meinað um alla þjónustu síðan við töpuðum, nema að borga skattana mína. Bjarni Ármanns er ekki lengur þjóðhetjan okkar og Máni hrökklaðist í lögfræði og býr í Kópavogi. Svona tókum við þetta nú alvarlega á Skaganum. Ég er alveg sammála þessum viðbrögðum þótt ég berji mig kannski ekki reglulega með hnútasvipu. Já, sem minnir mig á Byrgismálið. Einn í matsalnum var búinn að lesa dóminn og var í sjokki, vægast sagt. Sagði að æsku sinni og sakleysi væri nú endanlega lokið.
Jæja, nú er næsta vinnulota að hefjast. YFIR OG ÚT í bili ...
P.s. Ath. Myndirnar tengjast ekki á nokkurn hátt innihaldi færslunnar. Langaði bara að hafa hana með færeysku ívafi, svona fyrir Jens Guð. Myndirnar stækka ef klikkað er á þær. Knús!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 216
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hæ skvís. Fékk einmitt þessar myndir frá vini mínum, frekar fyndið þú bara verður að komast að þessu með Indverjana, nú er ég sko forvitin Eigðu ljúfasta helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 14:39
Takk svís. Þú reddar deginum eins og oft áður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 15:02
þið voruð skaganum til sóma í útsvari kona og hana nú já það verður gaman að sjá lokaþáttinn í kvöld held nú að RVK hafi þetta eða hvað kemur í ljós Ah æðislegar myndir Elska Færeyskuna snildin ein hafðu svo ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 9.5.2008 kl. 15:28
Jamm, Brynja, það er bara flott að komast í átta liða úrslit.
Knús á ykkur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.5.2008 kl. 16:33
Mín vegna má þetta fara á hvorn vegin sem er, kúður minna manna gegn Kópóvógó var nú slíkt, að hausar eru enn hristir hér í bæ!Og að tapa fyrir spékoppasprelligosasmiðnum ættuðum úr Hrísey í ofanálag er bara hneyksli!
FAllegt af þér að gera þetta færeyskt fyrir Jens garminn, átti líka jú afmæli í gær. annars er ég einmitt með þrjár færeyskar eðalskífur m.a. í eyrunum þessa dagana, af misjöfnu sauðahúsinu, með týr, Valravn og Gogo Blues Band!
Fín mixtúra, hart víkingarokk, nútímaskotið þjóðlagapopp og Blús!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 17:20
Ég fékk einmitt svona fagran Indverja í heimsókn í gærkvöldi. Hún var að selja málverk. Mig langaði að hafa hana í kvöldmatinn. Keypti ekki málverk, fannst hún grunsamleg.
Jebb, hef saknað þess að sjá þig ekki skoppa tindilfætta eftir gagnstéttinni á leið í Einarsbúð.
Ertu í straffi þar, eins og í Bíóhöllinni?
Þröstur Unnar, 9.5.2008 kl. 18:08
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.5.2008 kl. 20:11
Takk fyrir skemmtunina alltaf, Gurrí (borið fram með indverskum hreim)....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.5.2008 kl. 12:48
Varúð - spoiler... Ekki lesa þetta ef þið viljið halda áfram að búa til skemmtilegar sögur um Indverjann :)
Mér þykir líklegt að viðkomandi Indverji sé forritari, sem hefur verið að fjarvinna fyrir Glitni í Indlandi en er í staðarvinnu eins og er. Tölvudeildin þeirra er einmitt í Europris húsinu fyrir neðan Vífilfell. Það er ekki langt síðan tveir voru hjá Eskli í sömu erindagjörðum, en Eskill er staðsettur aðeins lengra eftir Lynghálsinum.
Hófí (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.