Indverska byltingin og Útsvars-pælingar

Færeyjar 2008 081Í strætó númer 18 hef ég tekið eftir nokkrum Indverjum upp á síðkastið, frekar prúðbúnum, sem fara út í brekkunni rétt hjá Rekstrarvörum. Þeir/þau stefna í áttina að húsi fyrir neðan Vífilfell en það gæti verið til að villa um fyrir hinum farþegunum. Mér hefur þótt þetta svolítið grunsamlegt. Einn Indverjinn var með mér á Ártúnsstoppistöðinni í morgun, alveg góða stund þar sem 18 kom ansi seint. Hann spurði mig á Oxford-ensku með indverskum hreimi hvort leið 18 væri ókomin og þá notaði ég tækifærið og fór að spjalla við hann. Hann var afar kurteis og kom vel fyrir, í jakkafötum og alles. Áður en mér gafst færi á því að spyrja hvort hann væri njósnari eða hygði á yfirráð hér á landi kom fokkings strætó og hann settist hjá hinum Indverjunum. Hvað á maður að halda?

Færeyjar 2008 039Þar sem ég var heima í aumingjaskap í gær, en vann eins og brjálæðingur þó, tókst mér í fyrsta skipti að nota aðgangskortið mitt að bakdyrunum nú í morgun. Þýðandinn, sem áður opnaði fyrir mér/okkur, var ekki í strætó svo engin vitni, nema fuglinn fljúgandi, voru að því hvað þetta gekk hratt og vel.

Þegar ég kom inn, eftir ferð frá Akranesi að vanda, var Jói í dreifingunni að fara upp á Skaga ... það vantaði Vikuna og fleiri blöð í sjoppurnar. Var ekki hægt að velja annan tíma, t.d. kl. sjö í morgun til að fara á Skagann, þá hefði ég getað verið Færeyjar 2008 099samferða honum í vinnuna? Ja, eða kl. 6 í kvöld, ef ég verð búin þá, en það verður líklega smáklikkað að gera í dag. Frídagur á mánudaginn og það þýðir að það þarf að gera prentsmiðjumánudagsyfirlesturverkin í dag. Má bara ekki missa af Útsvari í kvöld, úrslitaþættinum. Held ég verði að halda með Kópavogi, liðinu sem rústaði okkur Skagamönnum. Það er minni skömm að hafa tapað fyrir the number one winners of the Uttsvarrr. Ég fæ þá kannski að taka á nýjan leik innanbæjarstrætó, kaupa mat í Einarsbúð, verður hleypt inn í Bíóhöllina á Skaganum og get farið að lifa lífinu aftur. Mér hefur verið meinað um alla þjónustu síðan við töpuðum, nema að borga skattana mína. Bjarni Ármanns er ekki lengur þjóðhetjan okkar og Máni hrökklaðist í lögfræði og býr í Kópavogi. Svona tókum við þetta nú alvarlega á Skaganum. Ég er alveg sammála þessum viðbrögðum þótt ég berji mig kannski ekki reglulega með hnútasvipu. Já, sem minnir mig á Byrgismálið. Einn í matsalnum var búinn að lesa dóminn og var í sjokki, vægast sagt. Sagði að æsku sinni og sakleysi væri nú endanlega lokið.

Jæja, nú er næsta vinnulota að hefjast. YFIR OG ÚT í bili ...

P.s. Ath. Myndirnar tengjast ekki á nokkurn hátt innihaldi færslunnar. Langaði bara að hafa hana með færeysku ívafi, svona fyrir Jens Guð. Myndirnar stækka ef klikkað er á þær. Knús!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Fékk einmitt þessar myndir frá vini mínum, frekar fyndið   þú bara verður að komast að þessu með Indverjana, nú er ég sko forvitin   Magic Carpet   Eigðu ljúfasta helgi Mother's Day Vase

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk svís.  Þú reddar deginum eins og oft áður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Brynja skordal

þið voruð skaganum til sóma í útsvari kona og hana nú já það verður gaman að sjá lokaþáttinn í kvöld held nú að RVK hafi þetta eða hvað kemur í ljós Ah æðislegar myndir Elska Færeyskuna snildin ein hafðu svo ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 9.5.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jamm, Brynja, það er bara flott að komast í átta liða úrslit.

Knús á ykkur!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.5.2008 kl. 16:33

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín vegna má þetta fara á hvorn vegin sem er, kúður minna manna gegn Kópóvógó var nú slíkt, að hausar eru enn hristir hér í bæ!Og að tapa fyrir spékoppasprelligosasmiðnum ættuðum úr Hrísey í ofanálag er bara hneyksli!

FAllegt af þér að gera þetta færeyskt fyrir Jens garminn, átti líka jú afmæli í gær. annars er ég einmitt með þrjár færeyskar eðalskífur m.a. í eyrunum þessa dagana, af misjöfnu sauðahúsinu, með týr, Valravn og Gogo Blues Band!

Fín mixtúra, hart víkingarokk, nútímaskotið þjóðlagapopp og Blús!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég fékk einmitt svona fagran Indverja í heimsókn í gærkvöldi. Hún var að selja málverk. Mig langaði að hafa hana í kvöldmatinn. Keypti ekki málverk, fannst hún grunsamleg.

Jebb, hef saknað þess að sjá þig ekki skoppa tindilfætta eftir gagnstéttinni á leið í Einarsbúð.

Ertu í straffi þar, eins og í Bíóhöllinni?

Þröstur Unnar, 9.5.2008 kl. 18:08

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.5.2008 kl. 20:11

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir skemmtunina alltaf, Gurrí (borið fram með indverskum hreim)....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.5.2008 kl. 12:48

9 identicon

Varúð - spoiler...  Ekki lesa þetta ef þið viljið halda áfram að búa til skemmtilegar sögur um Indverjann :)

Mér þykir líklegt að viðkomandi Indverji sé forritari, sem hefur verið að fjarvinna fyrir Glitni í Indlandi en er í staðarvinnu eins og er.  Tölvudeildin þeirra er einmitt í Europris húsinu fyrir neðan Vífilfell.  Það er ekki langt síðan tveir voru hjá Eskli í sömu erindagjörðum, en Eskill er staðsettur aðeins lengra eftir Lynghálsinum.

Hófí (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 170
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 1712
  • Frá upphafi: 1460645

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 1380
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband