Árekstur, strætómóðganir, ÍA-spenna og klípandi klerkur

Árekstur við LynghálsRétt fyrir kl. 6 var allt búið í vinnunni og undir venjulegum kringumstæðum hefði ég skoppað í rólegheitunum upp í Mosó til að ná 18.45 vagninum. Erfðaprinsinn eyðilagði þessa frábæru áætlun fyrir mér og kippti mér með heim á kagganum, hafði átt erindi í höfuðborgina. Ábyggilega til að kaupa leikföng, sófasett, trampólín og meiri gullmat fyrir kettina. Á meðan hann beið fyrir utan vinnuna mína heyrði hann svaka brak og bresti í brekkunni við hliðina, það hafði orðið árekstur. Sem betur fer engin slys á mönnum. Svona er nú  umhverfið mitt virka daga.

Bíll fyrir framan okkur á heimleiðinni skipti ótt og títt um akreinar án þess að gefa stefnuljós og erfðaprinsinn sagði hæðnislega: „Þessi asni ætti nú frekar að taka strætó!“ „Finnst þér hann sem sagt nógu mikill hálfviti til að nota þann ferðamáta?“ spurði ég beisk og erfðaprinsinn hló í stað þess að iðrast orða sinna. Það verður bið á því að ég bjóði honum í strætóbíltúr.

Hvalfjar�arg�nginHeilmikil röð var við Hvalfjarðargöngin, enda þriggja daga ferðahelgi fram undan ... í rigningunni. Tjaldvagnar og svona. Bara stuð.

Af sv�lum himnar�kisSvo verður leikur í Landsbankadeildinni á morgun, fyrsti ÍA-leikur sumarsins. Þótt svalir himnaríkis séu eins og besta stúkusæti ætlar erfðaprinsinn að borga sig inn á leikinn. Það er meiri stemmning, segir hann. Sá forsíðu DV við heimkomu og sýndist standa þar: Klerkur klípur ... en þetta var þá bara Klerkur í klípu. Kannski enginn munur.

Jæja, nú er það Útsvar á RÚV plús. Gat ekki misst af nýja Simpsons-þættinum sem við urðum að horfa á í seinkaðri dagskrá líka. En ... við urðum að fara í Einarsbúð og það ruglaði öllum áætlunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ókei, það eru rök með og á móti því að vera í návígi við aðra áhorfendur. Annars á ég merkilegustu áhorfendareynsluna mína einmitt með þér, frá Jethro Tull tónleikunum á Skaganum um árið. Ekkert smá fjör þegar við vorum búnar að troðast í fremstu röðina, þvagan lá utan í okkur og til að afstýra því að einhver í þvögunni legði upp laupana (stóri rumurinn á öxlunum á okkur var nú samt ,,dauður" held ég, en hélst uppi með þvögunni) þá var sprautað vatni yfir okkur, þannig að það lá við að fjólubláa silkiskyrtan mín breyttist í blautbol, en hún stóðst átakið. Ekki reyna að segja að þú hafir lifað viðlíka ,,áhorfendareynslu" síðan, þannig að ef prinsinn þinn lendir réttu megin í áhorfendahópnum þá verður hann bara í góðum málum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.5.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ferleg móðgun frá erfðaprinsinum að gera lítið úr strætófólki. Samt sætt af honum að sækja móður sína í vinnuna.

Helga Magnúsdóttir, 10.5.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Klípandi klerkur endar sem klerkur í klípu.  Hafðu það gott dúllan mín. 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 00:54

4 identicon

Ég er sko sammála því.. áfram ÍA!!!!!

Allir á völlinn á morgun.

mbk,

Palli 

Skagamaður (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Áttu ekki góðan kíki sem þú getur notað frá stúkunni þinni?? Annars mæli með að þú farir frekar á völlinn og finnir blóðlyktina. Ég fór á leik í fyrra (hafði ekki farið á ÍA leik á Skaganum í hundrað ár og það frá frábær upplifun. Reyndar horfði meira á stuðningamennina heldur en leikinn en ástæðan er sú að ég kom á leikinn 10 sek áður en eitt umdeildasta mark í fyrra var skorað ( hann guðjónsson með skotið frá miðjum velli til markmannsins en hann fór í netið) ég er að tala um að það varð allt vitlaust. ÍA auðvita að fagna hvílíkt en Kefl urðu band sjóðandi viltausir, vildu að þetta yrði dæmt sem mark.  Svei mér þá ég varð bara held ég smá hrædd þegar leikurinn var búin, það var gjörsamlega allt sjóðandi. Bróðir minn elsti hann Gísli var með mér og hann lét eins og að hann hafi unnið í víkingalottó (þann stóra sko) svo glaður með úrslitin en hann var að fara á sinn fyrsta leik í þúsund ár. Sýndist hann vökna um augun og alles, enda  ÍAingur í húð og hár og lætur sér mjög annt um liðið.

Kæra fyrrverandi nágranna kona það sem ég er að reyna segja þér er að SKELLTU ÞÉR Á VÖLLINN KONA  AND SMELL IT :)   Hafðu góðar stundir áframhaldandi með kveðju frá Hafnarfirði.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 10.5.2008 kl. 11:12

6 identicon

leiðrétting... kefl vitlausir vildu að þetta yrði ekki  dæmt "MARK" (bara hafa þetta á hreinu) :) over and out

Hanna (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Fylgstu nú með frumburðinunum mínum og hvernig hann stendur sig í leiknum

Guðrún Vala Elísdóttir, 10.5.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 221
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 1505920

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband