Æ, strákar mínir á Stöð 2

EM 2004Nú er martröðin hafin! EM í fótbolta að byrja og þá skal passað upp á að kvenfólkið verði á réttum stað, eða yfir dramaþáttum og ástarvaðli í sjónvarpinu sem á að vera sárabót fyrir þennan  fótbolta sem allar stelpur hljóta að hata. Nú skal fetað í fótspor SkjásEins sem gerði þetta í hittiðfyrra við miklar óvinsældir margra kvenna ... og karla. Það var nefnilega annað hvort fótbolti eða væl.

Drama fyrir konurÉg er löngu hætt að sætta mig við að vera dregin í dilka: stelpurnar skulu vera hér yfir dramavæmninni og strákarnir þar yfir fótboltanum, helst ropandi, prumpandi og klórandi sér í bumbunni (staðalímynd af körlum). Ég fyllist heitri bræði þegar ég hugsa um alla fótboltaleikina sem þetta hefur kostað mig í gegnum árin ...  af því að umhverfið sagði mér að stelpur fíluðu ekki fótbolta, bara strákar, fótboltaleikir væru ömurlegir og það væri eðlilegt að ég ryksugaði á laugardögum og horfði reið og sár á manninn minn sem var neyddur til að horfa á fótboltann af því að það var svo karlmannlegt. Vá, ég var að fatta af hverju maðurinn minn heimtaði skilnað ... fjárans Nilfisk.

Sj�nvarpAnnars heillar sjónvarpsgláp mig ekki á sumrin, enda lélegri dagskrá á boðstólum (nema fótbolti og Formúla og fréttir). Já, ég er konan sem horfir bara á sjónvarpsefni sem byrjar á F-i. Þetta er orðinn vítahringur, sjónvarpsstöðvarnar eyða engu púðri í efni af því að það horfir örugglega enginn á sjónvarp á sumrin. Og það er ekki horfandi á sjónvarp af því að ... já, og svo framvegis. Svipaður hugsunarháttur og á gamlárskvöld eftir miðnætti þegar bara eru á dagskrá endursýndar myndir ... af því að ALLIR eru úti að skemmta sér, sjúr!

Jæja, strákar mínir á Stöð 2, hættið þessu staðalímyndakjaftæði, sýnið báðum kynjum virðingu, það er komið árið 2008.

Áfram ÍAVið mörðum jafntefli í dag, Skagamenn, í þessum fyrsta leik sumarsins. Erfðaprinsinn fór á völlinn með ÍA-trefil um hálsinn og fannst afskaplega gaman. Ekki heyrðist kattarins mjálm í himnaríki þegar mörkin tvö voru skoruð, þvílík fagnaðarlæti, gestirnir (Breiðablik) eiga sér greinilega háværan stuðningsmannahóp líka. Ég horfði til skiptis ofan af svölunum og svo sat ég líka og fylgdist með útsendingu á mbl.is, þar uppfærast allar nýjustu fréttir á mínútu fresti. Snilld! Annars bara letidagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kveðja á Skagann.  Er þetta ekki stúkusæti hjá þér í Himnaríki?

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Boltakveðja á Skagann, ég horfi á það sem ég vil og læt aldrei segja mér til.  Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, Guðríður. Martröð er rétta orðið. Nú verður ekki hægt að opna blað, útvarp eða sjónvarp, án þess að vera nauðgað með þessum endalausu boltafréttum.

Þórir Kjartansson, 11.5.2008 kl. 11:02

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Einar........kannski miðað gang leiksins, en ég held að minn maður sé ekki par ánægður með frammisöðu þeirra gulu.

Þröstur Unnar, 11.5.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 1553
  • Frá upphafi: 1453712

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1294
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband