Hefnd erfðaprinsins, hlekkjalómar og mögulegt skúbb ...

Hundur og k�tturErfðaprinsinn náði fram góðum hefndum í dag. Hann kommentaði undir mínu nafni, alveg óvart, og gerði mér upp skoðanir sem ég hef sannarlega ekki, langt því frá. Ég fór á ákveðna bloggsíðu og fékk hjartslátt þegar ég sá hvað var þar undir mínu nafni. Erfðaprinsinn flýtti sér reyndar að leiðrétta þessi ósköp en við erum sannarlega ekki á sömu skoðun í öllum málum, því miður. Samt er aldrei rifist í himnaríki. Einu sinni hafði hann verið í tölvunni minni og var enn innskráður þegar ég kommentaði einhverjum krúttlegheitum inn á síðu Jennýjar Önnu ... á nafni hans. Staðan er því 1:1 og ég vona að fleiri mörk verði ekki skoruð. Prinsinn hafði leitað hælis inni í vinnuherberginu mínu í dag, tölvan hans í stofunni, þegar vinkona mín kom í heimsókn með hund í bandi. Það þurfti að bjarga Tomma þangað inn þótt hann langaði svo mikið til að skoða þennan meinlausa voffa sem dillaði skottinu ákaft, afar lítið ógnandi. Kubbur var í klessu með hjartslátt á bak við svarta sófann að vanda.

Sado masoHalldór frændi fann upp nýyrði yfir BDSM-fólk, hann kallar það HLEKKJAlóma, finnst það snilld. Hann talaði um fjálglega um hlekkjalóma í þætti þeirra Sverris Stormskers, Miðjunni, sl. miðvikudag á Útvarpi Sögu. Skemmtilegur þáttur!!!

Ég sá sadó-masó mynd einu sinni en það tilheyrði námskeiði sem ég var á í HÍ en það hét Ofbeldi og klám I. Skemmtilegt og áhugavert námskeið. Ég horfði því miður á aðra klámmynd áður en ég skrifaði ritgerðina, mynd sem ég hafði reddað mér á leigu í Bónusvídeói við Sólvallagötu, rauð í framan og vandræðaleg. Strákurinn í leigunni sá aumur á mér og fann voða meinlausa dónamynd þar sem allir skemmtu sér konunglega í rassaköstum sínum. Held að kennarinn hafi orðið hissa þegar ég komst að þeirri niðurstöðu í ritgerðinni að ég sæi fátt sameiginlegt með klámi og ofbeldi ... ekki það að við ættum að finna það út, nei, allt var lagt upp úr sjálfstæðri hugsun. Var búin að sjá upphafið á sadó-masó myndinni og fannst hún svo hallærisleg, einhver ljótur maður sem sletti letilega svipu á bak ungrar stelpu ... og ég slökkti, nennti ekki að horfa. Svo ákvað ég, eingöngu af nýtni minni, að klára áður en ég skilaði henni til þess sem hafði lánað mér hana, og kræst, þvílíkur hryllingur. Stelpugreyið í henni var greinilega bara að vinna sér inn pening fyrir dópi og áður en ég slökkti var ég komin með tár í augun af samúð með henni. Hún var svo greinilega ekki masó ...

Ég dæmi ekki fólk sem fílar slíkt, það hefur alveg rétt á því, nema kannski það fólk sem neyðir annað fólk út í þetta, eins og sumir menn með hatt á höfði, svipu í annarri og biblíuna í hinni. Ég nefni engin nöfn en frétti að hann hefði verið barinn í gær. Svo frétti ég að einn ráðherrann okkar væri að skilja og fleira og fleira ... Stundum heyri ég ekkert í lengri tíma og svo fæ ég eintóm skúbb beint í æð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábært, nú get ég eytt kvöldinu í að velta fyrir mér hvaða ráðherra sé að skilja. Mun að sjálfsögðu koma af stað orðrómi strax í fyrramálið um hver það er. Tek annars undir með þér varðandi BDMS (ef þetta er rétt skammstöfun).

Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætlarðu að gefa okkur frjálst val með ráðherrann, eða eigum við að taka Kalla Tomm á það??? aldrei hef ég séð svona mynd og er bara fegin því. Mér finnst gott hjá ykkur prinsi að stríða hvort öðru af og til, hressir, bætir, kætir eins og Ópal eða var það Tópas??

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 18:39

3 identicon

Gurrí, þetta verður erfitt kvöld ,  hmm ráðherra að skilja.  Hver getur það verið?  já spurningar vakna.  Ekki þessi og alls ekki þessi o.s.frv.!   Erfðaprinsinn hefur greinilega fengið prýðis uppeldi.  Hann hefur sínar sjálfstæðu skoðanir og lætur þær í ljós - alveg ókúgaður piltur, sem býr í himnaríki. Og er  afar góður við ketti.  Kveðja

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 18:48

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, þarna datt ég ofan í montpyttinn "ÉG VEIT" múahahaha-dæmið. Sorrí ... EF þetta er satt þá sjáum við það væntanlega fljótlega í fjölmiðlum.

Já, erfðaprinsinn er frábær, þótt hann hafi kommentað óvart í mínu nafni ... hehehehe! Já, og dekrar kettina í tætlur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 19:04

5 Smámynd: Tiger

  Jammsí.. bdsm má svo sem vera þar sem það vill - mér og mínum að neinalausu. Þekki það svo sem ekki neitt en virði það alveg að það er til hellingur af fólki sem fílar það vel.

Gott að vita að það eru skoðanaskipti í himnaríki, eins gott því annars væri örugglega hálf dauft þar.. eigðu ljúft kvöld og góða viku framundan Gurrí.

Tiger, 12.5.2008 kl. 19:08

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hver er að skilja? Meila sinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2008 kl. 19:33

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Skil ekki að ráðherrar skilji.

Þröstur Unnar, 12.5.2008 kl. 19:38

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hlekkjalómur! Veistu það er býsna gott og miklu betra en einhver skammstöfun sem maður man hvort eð er ekki.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.5.2008 kl. 19:43

9 Smámynd: Mummi Guð

Hlekkjalómur er snilldarorð og þarf ekki útskýringar.

Mikið kannast ég við það að kvitta fyrir og segja skoðanir mínar undir nafninu hennar Fjólu. Ég er samt fljótur að reyna að leiðrétta misskilninginn og játa syndir mínar fyrir Fjólunni. Ég veit ekki hvort hún hefur gert sömu mistökin, hún hefur alla vega ekki viðurkennt þau!

Mummi Guð, 12.5.2008 kl. 20:46

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Bryndís, eins gott að hann gerði það ...

Hefur þú líka lent í þessu, Mummi? Vá, rosalega fannst mér hræðilegt þegar ég gerði þetta, Jenný hélt örugglega að þessi Einar væri orðinn klikkaður.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 21:19

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Munum að konur eru líka ráðherrar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.5.2008 kl. 21:27

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gurrý, sá á öðru bloggi að þú værir að gera allt "vitlaust" í bloggheimum með getgátur um skilnað á æðstu vígstöðvum!

Það vantar túlk hér eins og í Ráðhúsinu!

Edda Agnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:43

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kræst ... hvar sástu það? Arggggg ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:49

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ó ég skil. Og ónefndur ráðherra stundar BDSM

Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2008 kl. 00:50

15 Smámynd: Jens Guð

  Mér er nákvæmlega sama um ástarmál ráðherra og annars fólks sem ég þekki ekki persónulega.  En orðið hlekkjalómur hjá Dóra snillingi er flott.

Jens Guð, 13.5.2008 kl. 01:10

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hlekkjalómur, hrekkjalómur veldur þetta ekki misskilningi, hjá lesblindum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2008 kl. 01:47

17 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Hlekkjalómur" er tvímælalaust nýyrði dagsins.

Vésteinn Valgarðsson, 13.5.2008 kl. 09:32

18 Smámynd: Adda bloggar

góður pistill.kv adda

ps.elskurnar mínar, langar að benda ykkur á þessa ungu hetju og biðja fyrir henni.Hún heitir Sigrún og er ung móðir með hvítblæði,og er úti í svíþjóð þessa dagana í mergskiptum.Þetta er erfið meðferð sem reynir á hetjuna mína!

ps.afsakaðu að ég tróð þessu inn á bloggið þitten allar bænir og hugsanir hjálpa henni

http://sigrunth.bloggar.is/



Adda bloggar, 13.5.2008 kl. 12:41

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekkert mál, Adda, ég hef fylgst með Sigrúnu og hún er sannkölluð hetja.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:50

20 identicon

Gurr, hann er svo sannarlega sknillingur hann frændi þinn....

http://dv.is/frettir/lesa/8635

Þetta verður snilld!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:21

21 identicon

Ég læt mér nú BDSM í léttu rúmi liggja; en var eitthvað búið að grennslast frekar um ferðir þyrluþorparanna þarna um daginn, hm? Maður brennur í skinninu að frétta frekar af því, hm!

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:39

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, Guðmundur! Heldurðu að ég hafi ekki gleymt þyrlunni! Svona gullfiskaminni, ég er eins og kjósandi, kræst!!! Ég fer í málið, ekki málið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2008 kl. 15:02

23 Smámynd: Beturvitringur

Mér finnst líklegast, eins og e-r fitjaði uppá hér: - að nú væri einhver ráðherrafrú að skilja af því að hann/hún gæti ekki skilið - hlekkjafíkn makans. Í gríni: þetta er skemmtilegt, en án gríns, þá byrjar slúður, stundum alvarlegt, oft svona. Gott að ég er ekki ráðherra Bara Dagsprúð Stéttlaus Manneskja

Beturvitringur, 13.5.2008 kl. 15:10

24 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, þú ert sem sagt BDSM, múahahahahha. Tek það fram að ráðherrann er ekki hlekkjalómur svo vitað sé til ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 148
  • Sl. sólarhring: 321
  • Sl. viku: 840
  • Frá upphafi: 1505847

Annað

  • Innlit í dag: 117
  • Innlit sl. viku: 683
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband