Guðsbörnin ...

Muna ekki allir eftir Guðsbörnunum sem settu svip sinn á íslenskt samfélag á áttunda áratugnum? Krúttlega fólkinu sem fór út í búð og lét skrifa vörurnar hjá guði, dreifði bæklingum sem hvatti konur til að brenna brjóstahaldarann sinn og fleira. Ég vissi að safnaðarmeðlimir seldu allar eigur sínar og gáfu til safnaðarins og stundaði svo trúboð grimmt, m.a. í Austurstræti. Skemmtilegt og gott fólk, svolítið hippalegt en það var sko ekki verra.

Þegar mér bauðst að fara með vinkonu minni yfir helgi í herbúðir Guðsbarna í Borgarfirðinum sló ég til, var 14-15 ára þá. Hún átti vinkonu í söfnuðinum og skólafélagi okkar var þar líka. Við fórum fjögur saman á puttanum, tveir strákar og tvær stelpur, öll á svipuðum aldri. Við skiptum liði, enda auðveldara að fá far fyrir tvo en fjóra. Bílstjórinn sem tók mig og annan strákinn upp í var mjög indæll. Hann bauð okkur upp á gos og smurt brauð í Botnsskála, allt í boði Sambandsins. Ég fékk líka smá samviskubit þegar Sambandið fór á hausinn nokkrum árum seinna.

davidberg12Fréttabréf Moses DavidMikil ást ríkti í húsinu í Borgarfirðinum, meira að segja sæti hvolpurinn hét Ást. Á laugardagskvöldinu var bænastund og danskur strákur, greinilega leiðtogi, las bréf frá stofnanda safnaðarins, Moses David (sjá mynd). Ég sat úti í horni og reyndi að láta lítið fyrir mér fara, spennti greipar þegar það átti við, tók undir Faðir vorið, hlustaði bara og fylgdist með. Mér er enn minnisstætt hvað mikið var talað um djöfulinn og lymsku hans í bréfinu frá Moses David. Hann sagði að allir þeir sem efuðust um orð hans væru útsendarar frá djöflinum. Af því að mér fannst eitthvað ekki alveg rétt þarna fór mér sem ungri, óöruggri stúlku að líða skringilega, ég fann fyrir þessum djöfullega efa sem góði Daninn að það þýddi að sá vondi væri að tæta í mér. Ég hélt að ég hefði engin svipbrigði sýnt en samt sneri sá danski sér að mér í þeim tilgangi að frelsa mig hér og nú. Sem betur fer talaði hann ensku, sem ég skildi aðeins, og hafði ráðrúm til að hugsa á meðan íslenski túlkurinn endursagði orð hans á íslensku. Það var ansi óþægilegt að láta tugi manns horfa á sig þarna og krafa kvöldins var að ég brotnaði niður og cog-bustæki Jesú inn í hjarta mitt.
Óbreytt orð Danans, sem bætti við að ef ég
COGHistorygerði þetta ekki þyrfti ég að fara ... Borgarfjörður, seint um kvöld, hmmm. Hann hlaut að vera viss um sigur í þessu máli. Ein safnaðarstelpan sagði hughreystandi við mig að sleppa mér bara, guð hefði líka auðmýkt hana þegar hún frelsaðist. Þrátt fyrir þessa girnilegu hvatningu þrjóskaðist ég við og var send í gönguferð með skólabróður mínum úr söfnuðinum. Ég þorði að tjá mig við hann, sagði að ég hefði haldið að allir væru svo góðir þarna og svo ætti bara að henda mér út.
Alla vega hvorugt gerðist, ég frelsaðist ekki en fékk samt að vera um nóttina. Mamma hafði verið treg til að leyfa mér að fara en þar sem þetta var kristið og gott fólk sannfærðist hún um að það væri óhætt. Svo bara ekkert meira ...

B�rn Gu�s... þangað til seint í gærkvöldi þegar heimildamyndin Children of God/The Family (?) var sýnd á Stöð 2. Mikið var talað um David Berg, stofnanda Fjölskyldunnar, öðru nafni Moses David. Ég vona innilega að myndin verði endursýnd svo að ég nái að sjá hana alla. Ástæðan fyrir því að hún var sýnd svona seint er sú að hún er svo óhugnanleg. Heimildamynd eftir strák sem ólst upp í Fjölskyldunni. Fjöldinn allur af börnum var misnotaður kynferðislega, í nafni guðs auðvitað. Fyrsta minning einnar konunnar sem talað var við var frá því hún var þriggja ára að fróa gömlum karli. Einn sonur Davids Berg átti að vera arftaki föður síns og var hvattur til að sænga með móður sinni. Mæðurnar börðu börnin sín (innan við 10 ára) ef þau mótmæltu því að eiga mök við David eða aðra karla þarna. Fjöldi barna úr söfnuðinum hefur strokið þaðan, margir í kringum 18 ára aldurinn. Fæstir hafa náð að lifa eðlilegu lífi. Einn viðmælandinn sagðist ekki lengur treysta sér til að eiga kærustur, hann hefði svo mikla þörf fyrir að refsa þeim ef þær gerðu eitthvað rangt. Margir hafa tekið eigið líf en allir sem talað var við virtust eiga í sálrænum erfiðleikum eftir þessa vist. Konurnar innan safnaðarins seldu sig og reyndu að boða guðsorð í leiðinni, sifjaspell var fremur vani en undantekning.

Enginn í Borgarfirðinum virtist vita, eða minntist á, að þetta væri kynlífssöfnuður. Ég veit ekki til þess að einhverjir Íslendingar hafi farið alla leið í fang Moses Davids/Davids Berg þarna í útlandinu en mikið er ég fegin að hafa ekki látið undan þótt hart hafi verið lagt að mér, þetta var sannarlega vondur félagsskapur.  http://www.eaec.org/cults/cog.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Púff, maður fær bara nett fyrir hjartað. Eins gott að þú ert of vel gefin og gerð manneskja til að láta glepjast af þessum óhugnaði. Endilega láttu mig vita ef þessi mynd verður sýnd aftur. Missti af henni í gær.

Úlfar minn varð spældur þegar hann frétti að hann kæmist bara í Ævintýraland um verslunarmannahelgina en þá ætlum við að vera í útlöndum, ekki í trúboði samt.

Helga Magnúsdóttir, 14.5.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sá þessa mynd og var óglatt.  Svo varð ég reið.  Djöfulsins mannvonska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 20:14

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef ekki stöð 2. Kannski sem betur fer þó ég sé ekki hrifin af því að sópa sögunni undir teppi.

Ragnheiður , 14.5.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá þetta ekki, skelfileg lýsing á þessu hjá þér.  Ógeðslegt verð ég eiginlega að segja.  Svona er nú margt ljótt gert í nafni trúar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Helvítis pakk sem misnotar börn og klínir því á trúarbrögð

Ég verð brjáluð þegar ég hugsa um svona skíthausa...arg

Brynja Hjaltadóttir, 14.5.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Kristið og gott fólk, jájá...

Sveimérþá, ég held ég myndi fyrr leyfa mínum krökkum að fara á fundi í mótorhjólaklúbbnum Fáfni heldur en í eitthvað svona trúarnöttaradæmi. En auðvitað vitum við meira um þau núna en þá.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.5.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Æ, ég missti af þessari. Mikil vinnutörn sem lauyk ekki fyrr en eftir fimm í morgun. Þetta hefur greinilega verið þörf myd þótt hún væri ljót, og góð áminning um hvað margir eru að fremja vond verk með guðsorð á vörum. Þú hefur verið ansi skynsöm en ég man að þú vitnar stundum í þessi kynni af Guðsbörnunum. Guði sér lof að þú lentir ekki í klónum á þeim ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.5.2008 kl. 23:43

8 identicon

Já, það eru gömul sannindi, að vegir guðs eru órannsakanlegir!

En Gurrí hin að sönnu GUÐDÓMLEGA, brenndir þú brjóstanna höld?

Magnús Geir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:04

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég horfði á þessa mynd, eina sem ég get sagt um hana er ógeð, aumingja konurnar og börnin í þessum söfnuði djöfulsins. Samt var þetta þörf heimildarmynd og á ábyggilega eftir að bjarga einhverjum konum og börnum frá svona ógeði

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.5.2008 kl. 00:55

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jú, ég held að því miður hafi það gerst að það fóru stúlkur héðan.  Hvort þeim hafi tekist að komast heim aftur, veit ég ekki.  - Þetta var alveg hrikaleg mynd, ég sá hana ekki alla, en segi eins og þú ég vona að hún verði sýnd aftur. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.5.2008 kl. 01:03

11 identicon

Mér var orðið illt eftir 10 mínútur og gat ekki horft lengur á heimildarmyndina.

Ég man eftir fólki, kringum 1980, sem létu okkur vinkonurnar ekki í friði með einhverju trúboði.  Við skildum þau ekki alveg (töluðu bjagaða íslensku) en þau vildi vita hvar við áttum heima oþh.  Við vorum bara 9 ára og vorum fljótar að stinga þau af.  Síðan hef ég ekki haft mikla þolinmæði gagnvart fólki sem bankar uppá með trúboð...

Jóna Björg (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 08:53

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Sjá lillo.blog.is.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 10:51

13 identicon

Guð er graður með afbrigðum... ;)

Auðvitað eiga allir að hafa varan á þegar trúarsöfnuðir eru annars vegar, við sjáum þetta allt í kringum okkur.
Þeir sem eru trúaðir eiga bara að eiga sinn guð með sjálfum sér, það fyrirbyggir allt svona trúarvændi og er eina rétta leiðin... allt hitt er undir formerkum peningaplokks og svínarís.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:13

14 Smámynd: Tiger

  Alltaf missi ég af öllu .. en kannski er það ekki svo slæmt stundum held ég.

Knús á þig Gurrí mín og eigðu ljúfa dagsrest með ljúfu kvöldi.

Tiger, 15.5.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 653
  • Frá upphafi: 1505944

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 527
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband