Leiðrétt kjaftasaga, heitar vöfflur og pínulítið bold

Netið lá niðri í vinnunni eftir hádegi í dag og ég sem ætlaði að blogga í hádeginu. Splunkunýr Indverji var á Ártúnsstoppistöðinni í morgun og eitthvað grunsamlegt í gangi en nú er ég búin að steingleyma hvað það var.

PólitíkinÍ hádeginu var farið að tala um kjaftasögur, margir starfsmenn hússins samankomnir í sólinni úti í porti. Handleggirnir á mér eru eins og undanrenna á litinn en ég bretti niður ermarnar þegar einn samstarfsmaðurinn sagði að það væri í tísku að vera hvítur. Held samt að hann hafi bara verið að gleðja mig en það glampaði samt óþægilega á handleggina, ég fékk ofbirtu í augun, svipað og þegar ég hef verið að horfa á SkjáEinn um kvöld og skjárinn verður mjallahvítur þegar auglýsingar eru kynntar inn.
Einn viskupúki staðarins veit bókstaflega allt
sem er í gangi í þjóðfélaginu. Hann fór að tala um ráðherraskilnaðar- söguna og sagði hana algjört bull, verið væri að reyna að klekkja á viðkomandi, svona pólitískur viðbjóður ... eins og tíðkast víst í stjórnmálum þar sem reynt er að bregða fæti fyrir keppinauta um stjórnunarstöður og svona.

VöfflurÉg fer mjög sjaldan í kaffi í vinnunni, tel mig ekki hafa gott af sætabrauði um miðjan dag, enda nóg af sætum strákum í vinnunni svo sem ... en í dag gerði ég undantekningu, það voru nefnilega heitar vöfflur með rifsberja- eða rabarbarasultu og rjóma. Biðröðin náði út upp í Europrís, eða hefði gert ef allir hefðu komið í einu.

Svo er alltaf sama stuðið í boldinu. Taylor orðin aðalhuggari ekkilsins Thorne sem veit ekki að það var hún sem ók drukkin á Dörlu. Donna, systir Brooke, er farin að sitja fyrir í Beði Brooke, tískulínunni kynþokkafullu og til að spara leikarakostnað tekur Ridge ljósmyndirnar af henni, ásamt því að hanna fötin. Þau eru hættulega innileg, svona miðað við að í framtíðinni eru miklar líkur á því að hún verði stjúpmóðir hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Síðan þú impraðir á þessu með ráðherraskilnaðinn er ég búin að heyra þetta úr ótrúlegustu áttum. Vona svo sannarlega að þetta sé bull. Á einum stað var mér meira að segja sagt hver væri nýji maðurinn.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

he he he  er þetta ekki sem koma skal ?

Erna Friðriksdóttir, 15.5.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það væri nú varla skandall þó ráðherrar skilji.  Ég meina everybody is doing it.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 19:02

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sammála, Jenný, en það eru víst margar sögur í kringum þetta og þær eflaust skaðlegri en eitt stykki skilnaður. Ég vildi alla vega leggja mitt af mörkum til að leiðrétta þetta, trúi nefnilega leiðréttaranum mínum, hann veit bókstaflega ALLT! Enda vinnur hann við það.

Jú, Erna, ég held það!

Guðríður Haraldsdóttir, 15.5.2008 kl. 19:07

5 Smámynd: Tiger

 Well, ég hefði nú frekar viljað kanelsnúða með kaffinu - en heitar vöfflur með rjóma og súkkulaði gætu þó líka gert kraftaverk. Leiðréttarar eru af hinu góða.. knús í kvöldið þitt Gurrí mín.

Tiger, 15.5.2008 kl. 19:18

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Undanrennublátt er tískuliturinn í ár

Jóna Á. Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 19:26

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hvítt er fallegt.....ekkert varið í að vera sólbrúnn og hrukkóttur frusss........

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.5.2008 kl. 21:07

8 Smámynd: Aprílrós

Alveg sammála Hrafnhildi Ýr,,,,,

Aprílrós, 15.5.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 88
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 2330
  • Frá upphafi: 1456626

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 1942
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband