15.5.2008 | 18:03
Leiðrétt kjaftasaga, heitar vöfflur og pínulítið bold
Netið lá niðri í vinnunni eftir hádegi í dag og ég sem ætlaði að blogga í hádeginu. Splunkunýr Indverji var á Ártúnsstoppistöðinni í morgun og eitthvað grunsamlegt í gangi en nú er ég búin að steingleyma hvað það var.
Í hádeginu var farið að tala um kjaftasögur, margir starfsmenn hússins samankomnir í sólinni úti í porti. Handleggirnir á mér eru eins og undanrenna á litinn en ég bretti niður ermarnar þegar einn samstarfsmaðurinn sagði að það væri í tísku að vera hvítur. Held samt að hann hafi bara verið að gleðja mig en það glampaði samt óþægilega á handleggina, ég fékk ofbirtu í augun, svipað og þegar ég hef verið að horfa á SkjáEinn um kvöld og skjárinn verður mjallahvítur þegar auglýsingar eru kynntar inn.
Einn viskupúki staðarins veit bókstaflega allt sem er í gangi í þjóðfélaginu. Hann fór að tala um ráðherraskilnaðar- söguna og sagði hana algjört bull, verið væri að reyna að klekkja á viðkomandi, svona pólitískur viðbjóður ... eins og tíðkast víst í stjórnmálum þar sem reynt er að bregða fæti fyrir keppinauta um stjórnunarstöður og svona.
Ég fer mjög sjaldan í kaffi í vinnunni, tel mig ekki hafa gott af sætabrauði um miðjan dag, enda nóg af sætum strákum í vinnunni svo sem ... en í dag gerði ég undantekningu, það voru nefnilega heitar vöfflur með rifsberja- eða rabarbarasultu og rjóma. Biðröðin náði út upp í Europrís, eða hefði gert ef allir hefðu komið í einu.
Svo er alltaf sama stuðið í boldinu. Taylor orðin aðalhuggari ekkilsins Thorne sem veit ekki að það var hún sem ók drukkin á Dörlu. Donna, systir Brooke, er farin að sitja fyrir í Beði Brooke, tískulínunni kynþokkafullu og til að spara leikarakostnað tekur Ridge ljósmyndirnar af henni, ásamt því að hanna fötin. Þau eru hættulega innileg, svona miðað við að í framtíðinni eru miklar líkur á því að hún verði stjúpmóðir hans.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 216
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Síðan þú impraðir á þessu með ráðherraskilnaðinn er ég búin að heyra þetta úr ótrúlegustu áttum. Vona svo sannarlega að þetta sé bull. Á einum stað var mér meira að segja sagt hver væri nýji maðurinn. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 18:11
he he he er þetta ekki sem koma skal ?
Erna Friðriksdóttir, 15.5.2008 kl. 18:59
Það væri nú varla skandall þó ráðherrar skilji. Ég meina everybody is doing it.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 19:02
Sammála, Jenný, en það eru víst margar sögur í kringum þetta og þær eflaust skaðlegri en eitt stykki skilnaður. Ég vildi alla vega leggja mitt af mörkum til að leiðrétta þetta, trúi nefnilega leiðréttaranum mínum, hann veit bókstaflega ALLT! Enda vinnur hann við það.
Jú, Erna, ég held það!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2008 kl. 19:07
Well, ég hefði nú frekar viljað kanelsnúða með kaffinu - en heitar vöfflur með rjóma og súkkulaði gætu þó líka gert kraftaverk. Leiðréttarar eru af hinu góða.. knús í kvöldið þitt Gurrí mín.
Tiger, 15.5.2008 kl. 19:18
Undanrennublátt er tískuliturinn í ár
Jóna Á. Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 19:26
Hvítt er fallegt.....ekkert varið í að vera sólbrúnn og hrukkóttur frusss........
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.5.2008 kl. 21:07
Alveg sammála Hrafnhildi Ýr,,,,,
Aprílrós, 15.5.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.