Elsku Kjötborg

Kristján og Gunnar í KjötborgKristj�n og Gunnar � Kj�tborgÍ KjötborgMikið var gaman að Kastljósi í kvöld, þar sem sýnt var úr heimildamyndinni um Gunnar og Kristján í Kjötborg. Þegar ég flutti á Hringbrautina árið 1988 kannaði ég umhverfið fyrstu daga og vikur og rakst fljótlega á sætu matvörubúðina á Ásvallagötunni, bak við Elliheimilið Grund. Mér var tekið af kurteisi, ekki of miklum kammóheitum, sem flestum viðskiptavinum finnst óþægilegt. Þeir bræður þekkja línuna. Um þetta leyti var komin einhver nýjung á markaðinn, BIO-mjólk, sem mig langaði að smakka. „Áttu nokkuð svona BIO-mjólk?“ spurði ég. Gunnar var að raða vörum í kælinn. „Nei,“ sagði hann glaðlega, „en ég á örugglega vídeómjólk.“ Með þessum dásamlega aulahúmorAfm�listerta náði hann í tryggan viðskiptavin til 18 ára, eða þar til flutt var í himnaríki á Skaganum. Þeir sáu um afmælin mín á hverju ári, eða flestar veitingar nema kannski sjálfa afmælistertuna, Bernhöftsbakarí kom þar sterkt inn. Þeir fóru og redduðu frosnum rúllutertubrauðum, majónesi í fötum, rækju- og laxapökkum ár eftir ár, og ég gat alltaf veðjað á að Gunnar myndi hvaða magn af majónesi og sýrðum rjóma ég þyrfti í c.a. 16 rúllutertubrauð. Hann var líka með á hreinu hvað þyrfti mikið af rækjum og reyktum laxi. Um jólin fann hann alltaf fína hangikjötsrúllu sem passaði fyrir okkur mæðginin, mömmu, Hildu og börn. Bræðurnir selja alltaf nýjar bækur fyrir jólin eftir stórskáldin í hverfinu, Þórarin Eldjárn og fleiri. Einnig tónlist, tækifærisgjafir og eiginlega allt nema brennivín. Þeir sjá vel um gamla fólkið á Grundinni og aðra viðskiptavini, senda heim alla virka daga.  http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365678/1

SumarbúðirnarEftir að ég flutti á Skagann hangir alltaf dagatal Kjötborgar á vegg í eldhúsi himnaríkis ... á meðan t.d. dagatal Einarsbúðar prýðir híbýli Hildu systur, Kópavogsbúans gáfaða. Sem minnir mig á að ungu, hressu konurnar sem gerðu heimildamyndina um Kjötborg hafa einmitt báðar unnið í sumarbúðunum hennar Hildu ... og voru alveg frábærar. Mig minnir að Hulda hafi þó bara verið í eina viku og gerði þá frábæra stuttmynd með krökkunum í kvikmyndagerðarhópnum. Þarf eiginlega að stinga upp á við Hildu að skella þessum stuttmyndum á bloggsíðuna; www.sumarbudir.blog.is svo hægt sé að njóta dýrðarinnar. Hugleikur Dagsson vann þarna líka í tvö sumur, sá ýmist um myndlist eða kvikmyndagerð. Börnin búa alltaf sjálf til handritið og einu sinni í umsjón Hugleiks var ákveðið að búa til stuttmynd um Rómeó og Júlíu. Hrikalega skemmtileg mynd. Dæmi: „Nú eruð þið orðin hjón, þið megið hoppa!“ Og litlu brúðhjónin, yngstu krakkarnir í myndinni, hoppuðu. Fjölskylda Júlíu bar ættarnafnið Simpson en Rómeó var Soprano, minnir mig. Ég held að Hulli hafi fengið að ráða nafni  eins ættingja Júlíu án þess en fullorðna fólkið skemmti sér vel yfir frændanum O.J. á lokakvöldvökunni þar sem myndin var sýnd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta er náttúrulega alveg forkastanlegt. Að hafa ekki hið háverðuga dagatal Einarsbúðar á vegg.

Eða ertu bara suður í úlfsúlpu hér á Skaganum?

Þröstur Unnar, 15.5.2008 kl. 22:11

2 identicon

Frábær kaka, er þetta úr fóstbærðum?

Vignir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sýni Skagahollustuna með að kaupa matinn í Einarsbúð og allt annað hér í bæ ... en til minningar er ég með Kjötborgardagatal, minna get ég ekki gert, Þröstur minn.

Vignir, nei, þessa marsipantertu var ég með í afmælinu mínu fyrir nokkrum árum. Bökuð og skreytt af Bernhöftsbakarísbakara. Hugmyndina að henni átti reyndar Halldór frændi.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Fattaði loksins afhverju þú varst ekki viss hvor var tengdasonurinn. Þeir voru greinilega á mismunandi aldri og þú hefur auðvitað haldið að sá skollótti gæti ekki verið tengdasonur minn þar sem ég er með eindæmum ungleg og allt það. En semsagt það var þessi í rauð/hvítu fötunum sem er minn kæri tengdasonur.  Varaliturinn er kominn í umslag með frímerki og nú er bara að vona að Íslandspóstir standi sig.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 22:41

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, hlakka til að verða loksins varalituð og sæt ... og styrki gott málefni í leiðinni.

Sorrí ruglinginn á fótboltamönnunum, þeir voru báðir voða sætir. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við verðum að fá meira að sjá af Kjötborgarbræðrum!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.5.2008 kl. 13:01

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi Gurrí mín

Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 14:11

8 Smámynd: Neddi

Já, myndin um bræðurnar í Kjötborg var alveg hreint frábær. Ég sá hana á hátíðinni á Patró, Skjaldborg, og var mjög ánægður með að hún skildi vera valin besta myndin.

Annars vil ég aðeins nota tækifærið og lauma að smá auglýsingu. Heimildarmyndaklúbburinn Hómer (www.hmk-homer.com) flytur smá pistil um hátíðina á morgun í útvarpsþættinum Kviku á Rás 1. Þátturinn byrjar kl 10:15 í fyrramálið.

Neddi, 16.5.2008 kl. 15:08

9 identicon

Ég sá Kjötborgarmyndina einnig á Skjaldborg. Hreint frábær mynd.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:11

10 Smámynd: Laufey B Waage

Já þeir eru yndislegir bræðurnir í Kjötborg. Ég skaust oft til þeirra þegar ég bjó á Hringbrautinni ("90-"97).

Laufey B Waage, 17.5.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 221
  • Sl. sólarhring: 252
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 1505920

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband