Fordómar Norðmanna og fólkið mitt í Ártúni ...

ÍsbirnirÉg sat hjá Lilju, dóttur nágranna míns, alla leiðina í bæinn. Lilja bjó um tíma í Noregi og skemmti mér með sögum þaðan. Hún vann hjá einhvers konar rafmagnsfyrirtæki. Einu sinni var hún kölluð inn á skrifstofu hjá yfirmönnum sínum, sem voru mjög alvarlegir í bragði. Þeir sögðu henni nærgætnislega frá því að byrjað væri að gjósa á Íslandi. „Já, í Vatnajökli, er það ekki?“ sagði hún rólega. „Jú,“ sögðu yfirmennirnir og spurðu hana svo hvort hún ætti nokkuð ættingja eða aðra ástvini þar í grennd. Lilja hafði nú bara gaman af þessu, eiginlega alveg rosalega gaman. Henni fannst hins vegar verra þegar útlit hennar vakti furðu Norðmannanna, „Hva, við héldum að allir Íslendingar litu út eins og Björk!“ sögðu þeir. Svo voru þessir fjölmörgu samstarfsmenn hennar fullvissir um að íslenska þjóðin væri hrikalega innræktuð, bað við byggjum jafnvel í snjóhúsum og svona ... „Hefurðu ekki séð ísbjörn?“ spurði kona hana og var hissa þegar hún fékk neitun. Svo erum við að kvarta yfir íslenska menntakerfinu ...

Fullt af börnum alvegÁ Kjalarnesi kom ung, ljóshærð og góðleg kona inn í Strætó, annan daginn í röð, og var með fullt af sætum börnum með sér, alla vega þrjú. Ég giskaði á í huganum að börnin væru svona eins, tveggja og þriggja ára ... Af því að við höfðum farið nákvæmlega sömu leiðina tvo daga í röð ... farið upp í strætó 15 hjá brosmilda, yndislega bílstjóranum, út við Ártún, niður milljóntröppurnar, undir brúna og upp lúmsku brekkuna fannst mér við þekkjast og bauð henni hjálp með börnin ... sem þurfti nú ekki. Í morgun gengum við samferða þessa leið. Hún reyndist vera frá Litháen og er afar hrifin af Íslandi, talar málið vel og finnst veðúrfarið ljómandi gott. Kjalarnesið stórkostlegt til að ala upp börn, já, börnin hennar eru tveggja, fjögurra og sex ára. Ég viðurkenni vanmátt minn þegar kemur að því að giska á aldur. Hún lagði alla þessa ferð á sig til að fara með elsta barnið á leikskóla í Grafarvogi. Held að maðurinn hennar sæki það svo seinnipart dags. Konan hefur unnið á Elliheimilinu Grund og fannst frábært að vera þar, besta íslenskukennslan, að hennar sögn. Þegar ég fussaði yfir launum umönnunarstétta tók hún ekki undir það, enda Grundar-launin eflaust hærri en í heimalandinu.

Alltaf ævintýri í Ártúni. Þriðji Indverjinn stóð og beið eftir leið 18 í morgun , vagninum mínum ... nema þetta hafi verið sá sami og í gær, ég talaði bara við þann fyrsta og er ekki mjög mannglögg, alla vega ekki með þessi gleraugu. Eftir að hafa fengið útskýringarnar á dögunum finnst mér þeir rosalega tölvuforritaralegir eitthvað án nokkurs dass af nördisma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  knúserí á þig inn í helgina .. 

Tiger, 16.5.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sömuleiðis Tigercopper minn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.5.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Morten Lange

Já það er sýnd hversu lítið margir Norðmenn vita um Ísland. Já og hversu lítið fólk yfirleitt í flestum löndum vita um þjóðir, sögu og umhverfi. En er ekki svolítil mótsögn í því að ala á fordóma gegn í raun alla Norðmenn með því að klína þekkingarleysi sumra á heilli þjóð ?   :-)

Sjálfur er ég norskur, en hef dvalið á Íslandi með íslenskri eiginkonu í 12 ár.  Auðvitað leynast  kostir og gallar, fordómar / þekkingarleysi og snilld, hlýleika og innsæi  meðal bæði Norðmanna og Íslendinga.  Þá má tölfræðilega séð sjá munur á þjóðunum, og eflaust hægt að draga fram þjóðareinkenni.  Margt er gott með Íslendingum, sem ég mundi sakna ef ég flýti aftur til Noregs.  Sem Norðmaður er ég í dag á þjóðhátíðardegi Noregs, stoltur af mörgu því sem hefur verið afrekað í Noregi, af Norðmönnum og innflytjendum og af fólki með bönd til Noregs í útlöndum og á alþjóðavísu. 

Til að taka einn vinkill :  Ég er meðal annars stoltur af tveimur Norðmönnum sem hlutu friðarverðlaun Nóbels árin 1921 og 1922, eftir að hafa lagt mikið til málanna á erlendri grundu.  Ég er stoltur af Johann Galtung sem hefði líka átt að hljóta þau.   En ég skammast mín fyrir það að norskir embættismen og vísindamenn misskildu heiminum  og ýmis samhengi það rækilega að þeir, ásamt ríkisstjórna Frakklands, Bretlands og BNA aðstoðuðu Ísrael að  eignast tækni til að framleiða  kjarnorkusprengjur.  Þetta gerðist í skugga Holocaust, eftir seinni heimsstyrjöldinni, sem var mikilvæg ástæða fyir þá sem stóðu að þessu, en samt ófyrirgefanlegt og ekki síst óheiðarlega að þessu staðið   Og enn í dag vill Norska ríkisstjórnin ekki aðstoða manninn sem gerði kjarnorkusprengjur  Ísraels opinberar, Mordechai Vanunu, og hefur setið að mig minnir 12 ár í einangrun, og er enn ekki frjáls ferða sinna. 

Morten Lange, 17.5.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, fyrirgefðu Morten minn, þetta var ekki meint svona. Ég er líklega orðin svo vön því að bloggvinir mínir viti að ég tala oftast meira í gríni en alvöru. Auðvitað halda sumir að ég meini hvert orð ... 

Þetta var sett fram í algjöru gríni, ég var samt hissa á því að vita af Norðmönnum sem héldu þetta um nágranna sína og frændur. Held að þeir sé í miklum minnihluta. Það er vissulega til fólk af öllu þjóðerni sem veit lítið um önnur lönd og langar jafnvel ekki til að vita neitt.

Innilega til hamingju með þjóðhátíðardaginn, Morten!!! Og takk fyrir gott komment. Ég hef sko ekkert á móti Norðmönnum, skárra væri það nú!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.5.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 194
  • Sl. sólarhring: 360
  • Sl. viku: 886
  • Frá upphafi: 1505893

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 720
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband