16.5.2008 | 20:14
Hjólreiðahetja, útrás hringtorga og pínkuponsu bold
Slapp fremur snemma heim, svona miðað við að það er föstudagur. Tókst að pína aðeins hjólreiðahetju okkar Skagamanna sem kom ásamt hjóli sínu með strætó nr. 15 í Mosó og fékk það síðan geymt í farangursgeymslu Skagastrætó. Hnuss, á ekki að hjóla heim? spurði ég. Nei, ég má ekki fara á reiðhjóli í göngin, svaraði hjólreiðamaðurinn glaðlega, fullur af endorfíni. Hvað með að fara fyrir Hvalfjörðinn? hélt kyrrsetukonan úr himnaríki áfram og leið svolítið eins og djammara sem skammar þann heimakæra fyrir að eiga sér ekkert líf. Hjólreiðamaðurinn sagði okkur sem sátum þarna fremst hjá Gumma bílstjóra að hann hefði nú einu sinni hjólað Hvalfjörðinn og það hefði tekið rúma sex tíma. Hann hætti í vinnunni á hádegi þann daginn og hjólaði þetta í félagsskap með fleiri hraustmennum og kvendum. Hann sat fyrir aftan mig og sá ekki aðdáunarglampann í augum mínum. Gummi bílstjóri vill meina að þegar koma ný göng, ef verður af Sundabraut, muni koma hjólreiðastígur þar ... kannski loftræstur eða með súrefnisblæstri, nema hjólreiðahetjurnar hjóli hreinlega með súrefnistæki. Annars fréttum við í gær að það kæmi enn eitt hringtorgið við Mógilsá við rætur Esjunnar. Held að það finnist ekki fleiri staðir í Mosó til að skella hringtorgum á og þetta heitir nú bara að færa út kvíarnar. Snilld.
Ég rétt náði í skottið á boldinu á Stöð 2 plús. Donna, systir Brooke, slær í gegn hjá Forrester-unum og þykir með afbrigðum kynþokkafullt módel. Svo æðisleg að ástarsorgin vegna Brooke sviptist af Ridge. Skyldi hann gruna að hún verði kannski einn daginn stjúpmóðir hans? Hún og Eric virka nú svolítið spennt á myndinni ... Hin hamingjusama, nýgifta Brooke segir Nick sínum að hún ætli að aðeins að kíkja á myndatökuna en nú myndar prófessjonal kona, Ridge var greinilega bara að taka prufumyndir í gær. Ekkillinn Thorne platar Taylor með út ... og þau enda á AA-fundi. Taylor heldur þar hjartnæma ræðu um aumingja Thorne sem missti konuna sína í bílslysi ... en minnist ekki á hver á sökina ... eða allt sérríið sem hún hefur dreypt á undanfarið. Hlýtur að vera leiðinlegt fyrir hana að koma aftur (eftir að hafa dáið og lifnað við) inn í þessa þætti, nýbúin að fara í margar lýtaaðgerðir hjá eiginmanninum í raunheimum, og þurfa svo að leika alka sem drepur konuna hans Thorne, reyndar óvart.
Brooke fylgist einstaklega fúl á svip með sínum margsinnis gamla eiginmanni, Ridge, sem hún er nýbúin að hafna fyrir Nick, horfa áfergjulega á Donnu í ýmsum korsilettum, greinilega búinn að steingleyma ódauðlegri ást sinni á henni. Þegar myndatökunni lýkur kyssast Donna og Ridge og Brooke verður alveg brjáluð út í Donnu. Hún öskrar: Þú mátt ALDREI kyssa Ridge!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Samgöngur, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 144
- Sl. sólarhring: 317
- Sl. viku: 836
- Frá upphafi: 1505843
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 111
- IP-tölur í dag: 107
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég gæti svoleiðis ort ljóð undir undirspili um dós og dásemdarritsnilling og lífskúnstner, alais Gurrí von Himnraíki. Ljóðið myndi verða afar djúpt og ansi laust úr viðjum. Músíkkin af you-tube myndi ljá því framandlegan, ævintýralegan blæ, með exotískum toppum. How do you do?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.5.2008 kl. 21:09
Hringtorg utan um Mosó...það þarf bara eitt stk.
Haraldur Bjarnason, 16.5.2008 kl. 21:19
hæ gurrí
ef þeir drekka kaffi úr krús eins og í hafnarfirði verða hringtorgin eins mörg og þau skipti sem krúsininni er skelt á skipulagsteikningarnar. kv d
doddý, 16.5.2008 kl. 21:46
Bestu óskir um yndislega helgi.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:33
það er asnaleg staðsetning fyrir hringtorg... við rætur esju!
Hulda (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:41
Ég er farinn að halda að þeir í Mosfellsbæ hafi keypt eina teikningu af hringtorgi dýrum dómi og þess vegna vilja nýta fjárfestinguna sem best með því að nota þessa teikningu sem mest og oftast. Þess vegna eru öll þessi hringtorg í Mosfellsbæ!
Mummi Guð, 16.5.2008 kl. 23:59
Boldið er 100% skemmtilegra þegar maður les um´það hjá þér, það verður einhvernvegin svo mikið fyllra og nánara, skilurðu mig?? knús í helgarlífið í himnaríki.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 00:03
Gaman að fylgjast með Boldinuhjá þér af og til - mar getur bara haldið þræði!
Nú hjóla ég í vinnu á hverjum degi, það eru ca 8,3 fram og til baka. Ég væri sko alveg til í að hjóla til RVK ef það mætti fara í gegn um gönginn! Ég man þá tíð þegar við gátum tekið hjólið í Akraborgina og hjólað í bænum og farið í búðir - það var dýrðlegt!
Edda Agnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.