Ást og fótbolti

Ástin á tímum kólerunnarHef verið að lesa svo dásamlega bók. Endurlesa öllu heldur þar sem hún var að koma út í kilju. Ástin á tímum kólerunnar eftir Gabriel Garcia Marquez. Mögnuð ástarsaga um langa bið eftir elskunni sinni. Ég er nú sjálf svo trygglynd að það væri eflaust ekki mikið mál fyrir mig að bíða í fimmtíu og eitt ár, níu mánuði og fjóra daga eftir stóru ástinni minni. Alla vega ef ég fengi nóg af latte og góðum bókum til að þreyja biðina. Einu sinni á unglingsárum mínum vorum við pabbi í bíltúr og ég sagði honum frá nýjustu ástarsorginni. Löngu seinna sagði hann mér hvað honum hefði þótt fyndið þegar ég talaði um trygglyndi mitt gagnvart strák sem vissi varla af tilveru minni. Þetta hefur samt örugglega ekki verið sönn ást, annars væri ég enn að bíða ef ég þekki mig rétt. Þetta getur því ekki hafa verið maðurinn sem síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn, við kynntumst á unglingsárunum. Eða hvað. Ó, kannski er ég ekkert trygglynd, heldur ein af þessum gleymnu glyðrum sem eltast við flottustu buxnaskálmarnar.

Oh+My+Nose+soccerHermann sigraði. Held að ég hljóti að hafa átt þátt í því á einhvern hátt. Fyrir misskilning var Stöð 2 Sport nefnilega opin hjá mér. Ég gerðist áskrifandi að stöðinni um páskana og þegar ég fattaði, þremur tímum seinna, að ég fengi ekki Formúlu og fótbolta á einni stöð hætti ég með hana. Gjaldið var þó dregið af mér um síðustu mánaðamót en það átti að ganga upp í áskrift að Stöð 2 núna næst. Þegar ég hringdi í ungan mann í þjónustuverinu um síðustu mánaðamót til að tékka hvort þetta yrði alveg pottþétt jánkaði hann því í algjöru áhugaleysi (eftir að hann heyrði kennitöluna mína) ... og gerði mig svo bara að áframhaldandi áskrifanda.

Ung, áhugasöm og frábær stelpa í þjónustuverinu lagaði síðan þennan misskilning áðan. Það hlaut eitthvað að vera og þetta er allt Þresti að þakka, athugasemd hans í kommentakerfinu við síðustu færslu. Það hefði orðið erfitt að leiðrétta þetta ef liðið hefði lengri tími. Kannski fæ ég mér bara Enska boltann næsta haust. Eða fer í fótboltaferðina langþráðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er líka ógeðslega trygglynd.  Skömmaðessu.  Maður er ekki nógu svikull í ástarmálum en einu sinni OMG það hefði mátt setja mig inn.

Kveðja á drottningu og erfingja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 18:35

2 identicon

Þetta var heldur betur glæzilegt hjá Hermanni og co, loxins náði drengurinn tiltli. Hann er búinn að detta 4 sinnum niður um deild og ferillinn hans var ekki neitt rosalega glæztur.

Loxins fær kallinn uppreisn æru.

Flottur fótboltamaður.

MBK. Goggi 

Goggi (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 18:55

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Verður já endilega að nýta ferðina áður en einhverjum þumbaranum dettur í hug að finna út að hún sé runnin út á tíma, Gurrí mín Þelþétta!

Og já, þú ert allt of trygglynd sakleysinu, hefur syndgað alltallt og lítið!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 19:14

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hemmi er flottur, er svo stolt af honum og hans félögum.  Knús í himnaríki   Heaven 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Mummi Guð

Síðan er eitt hægt ef þú hefur ekki aðgang að fótboltastöðvum og langar mikið að horfa á fótboltaleik, þá er hægt að fara á ákveðnar netsíður og horfa á leikina frítt. Ég mæli sérstaklega með einni ákveðinni stöð sem heitir myp2p2.

Mummi Guð, 17.5.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur til þín elsku Gurrý mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.5.2008 kl. 21:09

7 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan sunnudag elskuleg

Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 52
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 844
  • Frá upphafi: 1516766

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • The early years
  • Rammavesen
  • Rammavesen

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband