Stalkerinn í Skagastrætó ...

„Vá, eftir 10 mínútur verð ég komin út á stoppistöð,“ sagði ég undrandi við sjálfa mig í morgun þegar ég vaknaði og hefði getað kysst mig fyrir að hafa tekið fötin úr þurrkaranum í gærkvöldi. Einbeitt en óstressuð lauk ég fegrun og snurfusi og vakti samt aðdáun Gumma bílstjóra þegar ég kom inn í vagninn þessum 10 mínútum eftir vöknun. Vissulega hefði verið gott að fá sér latte og lesa Moggann ... en hva!

Stalker í morgunsáriðUngur maður kom inn á sætukarlastoppistöðinni (þeirri síðustu á Skaga áður en ekið er út úr bænum, alltaf fullt af körlum þar og ekkert ógurlega ljótum). Hann elti mig í leið 15 í Mosó, eins og reyndar allir hinir farþegarnir (m.a. 23 stykki 8. bekkingar á leið í sjóferð í Rvík) en þegar hann var kominn á hæla mér í lúmsku brekkunni á leið í Ártún austur var ég komin með hjartslátt. Hann elti mig inn í leið 18 þar sem aðeins tveir Indverjar (mjög sætir) voru að þessu sinni og þegar hann stóð upp um leið og ég og bjó sig undir að fara út úr vagninum var næstum liðið yfir mig. Ég hristi og vakti þýðandann minn af værum blundi svo hann hunskaðist út um leið og við stalkerinn. Ég var því óhrædd þegar ókunni Skagamaðurinn elti mig alveg að bakdyrunum. Þótt þýðandinn hafi kannski níðst á mér kortslausri jók hann öryggiskennd mína til mikilla muna.

spagettiÍ ljós kom að þetta var nú bara meinlaus blaðamaður á DV sem spurði öfundsjúkur hvar ég hefði fengið lykilkort að bakdyrunum. Ég sagðist ætla segja honum það ef hann léti mig fá nestið sitt ... Svo er spagetti-bolognese í matinn, verst að vita ekki hvað Skagablaðamaðurinn heitir, annars gæti ég látið skrifa hádegismatinn á hann. Maður verður ósjálfrátt pínku búllí með auknum völdum.

-----------                   ---------------            ---------------             --------------------

P.s. Mér skilst að palestínsku flóttakonurnar fari EKKI inn í félagslega kerfið á Skaganum, heldur á almennan leigumarkað, sem ætti að vera góðar fréttir fyrir þá sem halda að þær verði teknar fram fyrir biðlistann eftir félagslegu leiguhúsnæði á Skaganum ... Vona að fólk hafi það í huga áður en það setur nafn sitt á undirskriftalista .... ef slíkur listi fer í gang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí mín, ég efast um að fyrirkomulag á á legumálum íbúa sé aðalatriðið.  Trúir því nokkur maður?

Pinnku búllí!!!ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þarna átti að standa "fyrirkomulag á leigumálum íbúÐa", ég er flautaþyrill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flautaþyrill!!!   

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.5.2008 kl. 13:11

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

 þú ert svo dugleg að blogga ... vildi bara kvitta fyrir innlitið .og auðvitað bestu kveðjur til þín og þinna 

Erna Friðriksdóttir, 19.5.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þú lifir spennandi lífi, Gurrí!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, heldur betur, Anna.

Bestu kveðjur norður, Erna.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.5.2008 kl. 13:37

7 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. þú bloggar yndislega kæra himnaríkismær. Hvað þarf maður á boldi að halda þegar maður les þig? Ekkert sko - þitt blogg er heilmikil sápa útaf fyrir sig sko og það duglega. Alltaf jafn gaman að kíkja á þig Gurrí mín, takk fyrir mig og eigðu yndislegan dag.

Tiger, 19.5.2008 kl. 14:56

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með Indverjann.

Jebb, listinn var kominn í gang á föstudaginn. Sá á einum stað að það var komin full A4 blaðsíða.

Vegna einskærrar hógværðar minnar kýs ég að tjá mig ekki um þetta leiðindamál, en bendi á að fólk er fífl, en ég elska það samt.

Þröstur Unnar, 19.5.2008 kl. 15:42

9 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt

Brynja skordal, 19.5.2008 kl. 15:51

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Takk fyrir síðast elsku Gurrí mín, mikið var rosalega gaman. Læt ekki líða svona langt fram að næstu heimsókn.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:12

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég myndi nú frekar kalla Jenný ÞYRLU!

En jájá, spennandi líf með æsilegum augnablikum hvern dag, en alveg syndlausum!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 16:33

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skil ekki að strætó ferðir séu ekki almennari eftir allar þessar skemmtilegu sögur sem þú hefur að segja.   Hafðu það sem best skottið mitt og vona að þú sért farin að smyrja varir þínar með glans.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 17:57

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú kemur mér aldeilis á óvart. Ekki hafði ég hugmynd um að ég ynni með manni frá Akranesi.

Helga Magnúsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:39

14 identicon

Aldeilis ágæt eins og venjulega!

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:00

15 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Steina á afmæli á morgun (þriðjudag) fædd 20. 05. 1960. Láttu það ganga.

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 21:44

16 identicon

 palestínsku flóttakonurnar : Er ekki allt í lagi með það  að vilja fremur hjálpa fólki til betra lífs á slóðum sem eru þeim nær í lífi og menningu?  Hvers vegna má ekki vekja máls á því að við erum ekki öll  samsinna því að flytja inn palestinskar múslimakonur með ung börn. Er það ekki gróf þöggun um þessi málefni að leyfa fólki ekki að tjá sig ?  Það er einfaldlega ekki nema sjálfsagt að gefa öllum kost á að segja sína skoðun.  Eiginlega er það jafnvel gróft að ráðast á þá sem leyfa sér að segja skoðun sína.   Og það er varasamt að leyfa fólki ekki að viðra skoðanir sínar.   Kve'ja.

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:44

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Konurnar hafa ekkert ríkisfang, þær hafa enga möguleika. Þær fá ekki að snúa til Palestínu og fá ekki að skapa sér líf í Íran, þetta er algjör pattstaða, ekkert líf. Annað hvort þurfa þær að búa í flóttamannabúðum allt sitt líf eða að einhver aðstoðar þær, eins og Akranesbær gerir vonandi. Tíu konur sem eiga tuttugu börn. Það ætti nú ekki að drepa okkur. Þær búa ýmist við mikinn kulda eða mikinn hita, það eru 400 km í næstu læknisaðstoð, þær þurfa að vernda börnin m.a. gegn rottum. Ástandið er miklu verra en flestir gera sér grein fyrir. Rauði krossinn kemur þeim af stað í lífinu og þeim verður ekki komið fyrir í íbúðunum sem 25 einstæðar mæður á Akranesi bíða eftir, heldur fara þær á almennan leigumarkað. Trúarbrögð ættu ekki að skipta máli, það er bara vanþekking að halda að allir múslimar sé hryðjuverkamenn. Það eru til stórhættulegir trúarnöttarar af öllum trúarbrögðum, m.a. kristni.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.5.2008 kl. 23:03

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vel mælt,

Amen!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 01:55

19 identicon

Heirðu mig, væri ekki betra ef að við myndum reyna að laga til heima hjá okkur áður en við förum að reyna að redda alheiminum??  Mér finnst það ætti að vera okkar markmið að gera klárt heima fyrir áður en við förum að bjóða fólki á Klakann/Skagann. Ekkert að gera með rasisma, bara að vera raunsær.

Hafdis (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 04:00

20 identicon

Skyldu þau vera óvelkomin til Ramallah? Og ef svo er, hví?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 692
  • Frá upphafi: 1525053

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 589
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband