Bíóferð, laxveiðar og pistill Sigrúnar Óskar

ironmanVið erfðaprins brugðum okkur í bíó í dag og sáum Iron Man. Myndin er hin besta skemmtun og það fór ágætlega um okkur í SAM í Álfabakka þótt við tímdum ekki að fara í lúxussalinn, enda kostar slíkt 2.000 á mann. Annars hefur popp, kók og nammi hækkað svo mikið (veit þó ekki síðan hvenær) að það munaði minnstu að við næðum upp í lúxusmiðaverðið.

 ---     --------        --------        ----------         ---------        ---------

eurekaNáðum heim áður en Eureka byrjaði, nýr þáttur á SkjáEinum. Hann var skemmtilega spúkí. Annars er ég að lesa bráðskemmtilega bók sem heitir Laxveiðar í Jemen. Hún trekkir nú aðeins meira að en sjónvarpið þessa dagana þótt alltaf séu uppáhaldsþættir skoðaðir. Sem minnir mig á að Evróvisjón verður annað kvöld. Mikið vona ég að Ísland komist áfram. 

PalestinianRefugeeCampIraqSyria022708Langar að benda ykkur á frábæran pistil Sigrúnar Óskar, ritstjóra Skessuhorns. Hún hefur náð að kynna sér málið vel og nú er ljóst að annars veik "rökin" gegn því að bjóða flóttafólkið velkomið halda ekki lengur. Hún tætir þau í sig ... með sannleikanum.

http://adaltutturnar.blogspot.com/2008/05/flttamenn.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Gurrí mín - Ísland er ekki í undankeppninni annað kvöld. Okkar undankeppni er á fimmtudaginn. 10 efstu úr báðum undankeppnum komast áfram + lögin sem eru seif, þeas. "hinar staðföstu júróvisjónþjóðir" auk sigurlands síðasta árs.

Marilyn, 20.5.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En Gurrí, þó svefndrukkin sé og eigi að vera löngu háttaður, þá hlýt ég að benda þér á, að þetta mun þýða harðari samkeppni á markaðnum, fegurð þín gæti orðið minna eftirsóknarverð!

Viljum við það?

SVo eru þær allar einhleypar líka ekki satt?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 01:48

3 identicon

Góð og skýr grein hjá Sigrúnu Ósk.

Ef við, íslendingar myndum lenda í svona hörmungum þá vildum við alveg örugglega fá önnur lönd til að hjálpa okkur og taka vel á móti okkur.

Ef fólk miðar hlutina út frá sjálfu sér þá eru meiri líkur á að fá skýrari mynd, samúð og skilning.

Saknaðarknús til þín kæra systir :-)

Hilda systir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:09

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 1505980

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband