Lógó-mistök, óorðnir Sturlu-atburðir og bold-hneyksli

Logo 1Logo 2Einu sinni gekk sú saga að stjórnendur Morgunblaðsins hefðu látið stoppa prentvélarnar í ofboði til að laga tvíræða fyrirsögn á forsíðu: Drottning reið tengdadóttur sinni. Held samt að þetta sé flökkusaga. Fyndin samt. Auglýsendur geta verið óheppnir í sambandi við prentvillur, orðalag og slíkt. „Líttu við ... hjá okkur“. Þetta er vissulega smásmuguháttur af verstu gerð. Ég fékk sendar nokkrar myndir um daginn af lógó-mistökum, útlenskum auðvitað, sem sjá má ýmislegt út úr sem lógósmiðurinn ætlaði sér örugglega ekki. Þessar lógó-myndir munu prýða þessa færslu og tengjast í engu Sturlu, hvað þá boldinu.

Logo 3Á www.dv.is er spennandi frétt: Fyrirsögnin er:

Sturla sver af sér óorðna atburði
Sjálfsagt hefur einhverjum brugðið í brún síðdegis þegar útvarpsstöðin Bylgjan spilaði auglýsingu þar sem Sturla
Logo 4Jónsson vörubílstjóri kynnti sig til leiks. Síðan staðfesti hann, það sem alþjóð, veit að hann hafi staðið fyrir mótmælum undanfarið en vildi að það kæmi skýrt fram að hann bæri enga ábyrgð á atburðum sem munu eiga sér stað á laugardaginn.
Ætla mætti að vörubílstjórar, eða aðrir hópar, væru að ráðgera aðgerðir á laugardaginn sem eru svo svakalegar að sjálfur Sturla, sem hefur ekki gefið þumlung eftir í mótmælum hingað til, treysti sér ekki til þess að koma nálægt þeim. Sturla sagðist í samtali við dv.is ekki hafa hugmynd um hvað væri í vændum á laugardaginn og neitaði að tjá sig frekar um málið.

Get ég ekki beðið eftir helginni ...

Logo 5Hneyksli í Boldinu. Brooke er friðlaus. Verið er að forsýna nýju línuna hennar, Brooke´s Bedroom, sem hún hefur aldrei séð. Nick vill ekki að hún fari en hún segist kannski hafa hætt sem módel en ekki sem stjórnandi fyrirtækisins. Nick ákveður að fara með henni. „Karlarnir munu elska þig og konurnar vilja vera eins og þú,“ segir Ridge ástríðufullur við Donnu sem tekst nú á við frumraun sína í módelbransanum. Kynþokkinn hríslast af henni í byrjunaratriði sýningarinnar þar sem hún liggur og engist í rúminu í undirfötum eftir Ridge, hún nuddar sér upp við súlu og meira að segja Brooke, systir hennar, virðist í vægu taugaáfalli, eins og Stefanía. Ridge andar ótt og títt bak við tjöldin. Nokkrir tískublaðamenn láta sig hverfa af staðnum en auðvitað bara beiskar, ljótar kerlingar og hommar. Donna fer út í sal á korsilettinu og gælir við nokkra karlmenn, m.a. Eric, Nick og ókunnan kaupsýslumann.
„Þau gátu ekki litið af þér,“ segir Ridge við Donnu. „Þetta var niðurlægjandi,“ hnussar í Brooke við Nick. Hin módelin eru miklu siðsamari. „Þú áttir að sýna föt en ekki hlykkjast um eins og fatafella,“ segir Brooke við systur sína baksviðs og ... rekur hana úr starfi. Donna drekinn verður send heim til San Fransisco á morgun! Sá ekki boldið í gær en þessi þáttur var sæmilega djúsí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ha ha ótrúlega klaufaleg lógó....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.5.2008 kl. 19:19

2 identicon

Fjör í vændum hjá trukkurunum? Maðurinn minn sagði mér að það væri einhver Einar í hópnum sem aðhylltist "Frönsku aðferðina" og hann væri að epsa aðra upp. Það væri heldur nýtt hér á landi ef það reynist vera málið. Hvað segir drottningin í Himnaríki, er hún komin í hlýrabolinn og farin að íhuga meirapróf til að sýna hluttekningu? Eitthvað hlýtur að vera hressilega mikið í pípunum fyrst rauðkollurinn með strigatrantinn segir "it wasn't me!"

Hvað finnst fólki? er hreint út í lagi að fara að kveikja í bensínstöðvum?

Elsa (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fannst þessi frétt svolítið skrýtin, get ekki ímyndað mér hvað er í vændum fyrst Sturla sver þetta af sér. Ég trúi reyndar ekki upp á trukkarana að þeir grípi til svo róttækra aðgerða að kveikja í. Ekkert meirapróf í nánd í himnaríki, þori ekki einu sinni að keyra fólksbíl ... held mig bara við strætó.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:00

4 identicon

Hvað er í gangi hérna? Ertu farin að halda við strætó? og taka meiraprófsmenn með trukki?

Átjánhjóla ástarbrími? Er það þú sem Sturla er að sverja af sér?

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:04

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Skrítin frétt. En alltaf er jafngaman að fylgjast með Boldinu í gegnum þig.

Helga Magnúsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:47

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá þú segir fréttir.  Sturla sér ástæðu til að gefa yfirlýsingu um að hann verði ekki með.  What´s cooking?

GARG yfir þessum frábæru mistökum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Auglýsingabrella !  Heitir þetta ekki enn Auglýsingabrella. -  Svona eins og t.d. það sem búið ar að afbaka á skiltunum. - og það sem gefið er í skyn, með undir áróðri. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hóhó, ÍA - Fram 1-0!

Þú kyssir Guðjón frá mér ef þú hittir hann!

Fyrsti sigur sumarsins,en væntanlega ekki sá síðasti!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 21:35

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, frábær sigur. Ég sit og vinn enn ... en fylgdist með öskrum sem heyrðust inn um gluggann og kíkti á "beina" útsendingu á mbl.is. Ég mun njóta þess að kyssa Guðjón frá þér! Hehheehhe

Jamm, Sturla veit kannski eitthvað en vill ekki taka þátt í því. Úúúúúúú

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:45

10 identicon

Ég held að annað hvort verði aðgerðirnar á laugardaginn það léttvægar að Sturla vilji ekki koma nálægt þeim eða þá að verið sé að dreifa athyglinni - eitthvað verði gert fyrir helgi...

Stefán (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:56

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir afmæliskveðju og takk fyrir boldið

Kveðja í himnariki 

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.5.2008 kl. 22:07

12 identicon

Stefán, þetta verði svona mykjudreygingardæmi fyrir framan alþingishúsið? Það er búið að vera að plotta það lengi.

En Sturla hefur bæði lokað akvegum og rölt einn í bæinn, mér finnst meira líklegt að einhverjir séu að slíta sig frá sem eru til í að ganga lengra, við skulum alveg muna að það voru barsmíðar við SVR planið sem Sturla kom ekki nálægt. Ég held að það sé eitthvað stærra að gerast og ég segi bara BRING IT ON því hvað um okkur skóflupakkið, það má ekki fella niður þetta fjandans olíugjald en það er hægt að gefa auðmönnum 100 milljarða í síðustu viku með einu pennastriki. Skrítinn heimur?

Leifur (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:15

13 identicon

JÁJÁJÁ

Ég er búin að vera að bíða eftir að þeir hætti þessu eða noti mólatov. Ég ætla að mæta, hvenær ætli maður fái að vita hvar?

Ólöf (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:43

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta hlýtur að koma í ljós fyrir helgina, Ólöf. Loksins eitthvað fútt!!!

Leifur, þetta er sannarlega stórskrítinn heimur 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2008 kl. 22:48

15 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Gurrí það eru ótrúlega margir að líta um öxl í þessum auglýsingum en miklu færi sem koma við....en var þetta þetta örugglega tengdadóttir drottningar en ekki tengdasonur???...ÍA-Fram 1-0....þetta er að koma - Áfram Skagmenn.

Haraldur Bjarnason, 20.5.2008 kl. 23:26

16 identicon

Úh!

Verið að ræsa mykjudreyfarana greinilega, Jensgud er að pikka upp þetta trukkadæmi. Það verður semsagt ekki leiðinlegt um helgina!

Lára (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 08:11

17 identicon

Úúú, þetta verður spennandi, get ekki beðið. Þessi mótmæli og allt í kringum þau eru ekki síðri en spennandi Hollívúdd bíómynd!

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Gurrý mín.

Með bestu kveðju (MBK) :) 

Skagakona (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 08:23

18 identicon

Gurrí mín meinti ég, ekki ypsilon.

MBK 

Skagakona (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 08:24

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, Skagakona, yður er fyrirgefið fyrir ypsilonskvikindið ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2008 kl. 09:29

20 identicon

Hvenær ætlar löggan að sækja sturlu og sprauta pioarúða í andlitið á honum til að vita hvað er í gangi?

http://kjarrip.blog.is/blog/kjarripje/

Nikki (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband