Hver skipuleggur eiginlega konunglegt brúðkaup á Evróvisjóndegi?

Royal weddingEf ég væri Jóakim prins væri ég ansi fúl út í dönsku hirðina. Hver skipuleggur eiginlega konunglegt brúðkaup á Evróvisjóndegi? Alveg er ég viss um að brúðarmeyjan unga hefur harðneitað að taka þátt í þessum mistökum. Brúðkaupið hefur algjörlega í skuggann af keppninni þegar fólk um allan heim keppist við að undirbúa hátíðina. Matar- og kökuilmur berst nú frá hverju húsi og yfirgnæfir hreingerningalyktina. Hátíðin gengur í garð kl. 19 og þá hafa prúðbúnir Íslendingar í hátíðarskapi sest fyrir framan sjónvörpin sín, nema þeir sem eru auðvitað á síðustu stundu með allt. Mikið vona ég að áfengisdrykkja setji ekki svip sinn á hátíðina eins og stundum áður. Mér finnst þetta of heilagur dagur til að hafa áfengi um hönd. Við þurfum líka að vera með vel á hreinu hvaða lönd gefa okkur stig upp á að geta ákveðið hvert á að fara í sumarfríinu. Kannski það eina góða við brúðkaupið á þessum degi er að ef Ólafur og Dorrit eru þarna þá geta þau hringt úr veislunni og gefið Íslandi atkvæði sín.

Skrúfjárn örlagannaÞegar ég kom heim í gær lá erfðaprinsinn í svarta sófanum og hélt blíðlega utan um ... skrúfjárn. Ég argaði upp yfir mig, enda langar mig í alvörutengdadóttur. „Þetta er skrúfjárnið sem kom uppþvottavélinni í lag,“ útskýrði hann. „Ég hringdi í Smith og Norland og spurði út í bilunina (ekki hægt að loka vélinni) og þeir sögðu að ég gæti auðveldlega lagað þetta með skrúfjárni,“ sagði hann himinglaður og kossunum rigndi yfir skrúfjárnið. „Eins gott að ég var ekki búinn að vaska allt upp úr þvottavélinni.“ Skipting heimilisverka í himnaríki er einföld. Erfðaprinsinn gerir allt! Ég tilkynnti honum þegar hann var 27 ára að síðustu 2027 árin hefðu konur séð um heimilisverk. Næstu 2027 árin væri komið að körlunum. Það yrði mér sönn ánægja að taka við þeim aftur þá. Hann er í þessum skrifuðum orðum að bóna ... húsþakið.


mbl.is Brúðarmeyjan mætir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe aumingja erfðaprinsinn...

Ragnheiður , 24.5.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko, hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að nefna tengdadóttir í sömu andrá og þú vefur gullprinsinn í bómull og hleypir honum ekki út fyrir lóðina.

Hent´onum út á stétt og skipað´onum að drífa sig niðr´á Pólska bar, og sjáttu til hann birtist von bráðar með þá heittóskuðu, tilbúna í heimilisverkin.

Kveðja

Jóakim frændi.....

Þröstur Unnar, 24.5.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sko, erfðaprinsinn fær að fara út daglega ... að viðra móður sína! Ég verð bara að vona að það komi dásamleg stúlka fljúgandi á svalirnar og komist í gegnum bómullina.

Hættu að trufla mig, ég er að horfa á brúðkaupið, sko bara til að læra hvernig ég á að halda brúðkaup erfðaprinsins míns.

Úps, hvaða sumir, Bendikt, nú fæ ég sjokk ...

Já, Ragga mín, aldrei of illa farið með góðan erfðaprins, múahahahah 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Heidi Strand

Það er engir eins tjúllaðir yfir söngvakeppninni eins og íslendingar.

Heidi Strand, 24.5.2008 kl. 14:58

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Alveg rétt, Heidi! Við missum okkur gjörsamlega!!! Æ, þetta er svo gaman.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 15:03

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, ég tek ekki pláss á götunum núna heldur ... horfi spennt á danska prinsinn. Sko, bara til að rifja upp skóladönskuna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 15:19

7 identicon

Sæl. Ég.

Benedikt Axelsson (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 17:07

8 Smámynd: AK-72

Ég er nú ekki alveg viss um að Danir hafi svona mikinn áhuga á Eurovision eins og Íslendingar. Það segir mér svo hugur að það sé frekar lítið áhorf þar miðað við hálftómar götur hér.

AK-72, 24.5.2008 kl. 18:51

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tíhíhíhí ... nei, held að það sér hárrétt hjá þér AK-72. Við erum sér á báti hérna á Íslandi.

Áfram Ísland!!! Klukkan er að verða sjö!!! Arg, ég er farin inn í stofu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 18:59

10 Smámynd: AK-72

og ég er farinn að elda og undirbúa athvarf fyrir flóttamenn undan Eurovision. Það eru nefnielga nokkrir hér á 'Islandi sem hrofa ekki á Eurovision nema kannski stigagjöfina, og við skipuleggjum þá áhorf á góða karlamynd(helst með Clint ef ég fæ einhverju ráðið), sötrum bjór og ræðum prjónauppskriftir.....ahem, þarna talaði ég af mér.

AK-72, 24.5.2008 kl. 19:17

11 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Íslendingur kæmist ekki svo létt upp með að gleyma brúðkaupsafmælinu!

Sigurður Ásbjörnsson, 24.5.2008 kl. 19:23

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Við erum víst búnar að eyða saman nokkrum Eurovision kvöldum (og Óskarsönóttum) en núna erum við bara orðnar góðar mömmur og horfum á Eurovision með uppkomnum sonum okkar, sko okkur, stilltar mæður.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.5.2008 kl. 19:41

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Clint er kúl, AK-72, hafði gaman að spaghetti-vestrunum hans í gamla daga. Góða skemmtun.

Jamm, Anna, ég fórna mér alveg fyrir soninn ... hehehehhe!

Annars hlakka ég mjög til að sjá Frakkland, hvernig ætli útfærslan verði á sviðinu? Ætli hljóðnema verði fleygt á milli eins og í myndbandinu? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 144
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 836
  • Frá upphafi: 1505843

Annað

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 680
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband