Ég var misnotuð af Halldóri frænda - sjokkerandi frásögn

LygarinnHalldór frændi þekkir alla og veit um allt sem er í gangi í þjóðfélaginu. Hann er sá sem segir mér stundum kjaftasögur. Þótt nánasti vinnustaður minn innihaldi bara konur og Haffa Haff heyri ég sjaldan slúður í vinnunni. (Nú er ég örugglega búin að eyða þeirri mýtu að allar konur slúðri en allir karlar þegi.) Um daginn benti Halldór mér á frétt á www.dv.is þar sem fram kom að heyrst hefði auglýsing (af hverju fattaði ég þetta ekki þá?) á Bylgjunni þar sem Sturla væri að sverja af sér einhver læti um komandi helgi. Halldór sagðist hafa heyrt að það yrði allt snarvitlaust hjá trukkabílstjórum, svo brjálað að Sturla sjálfur ætlaði ekki að koma nálægt þessu. Þetta fór að síastSkriðdreki út og við vorum alla vega tveir nytsamir sakleysingjar sem skelltum þessu á bloggið okkar, við Jens Guð. Í ljós kom að þetta var auglýsingaherferð fyrir EJS sem ætla að verða með „læti“ á morgun, eða verðlækkun á tölvum. Af þessum útsölum öllum sem tröllríða þjóðinni hefur Halldór greinilega ætlað að skera sig aðeins úr með því að niðurlægja okkur flottustu bloggara landsins, okkur Jens Guð. Ég er ekkert voða reið út í Halldór ... en kannski reiðast einhverjir. Nú verður óeirðalöggan gjörsovel að afpanta skriðdrekana og kannski skemmir þetta alla möguleika á að við fáum rafbyssur, alla vega í bili!

Portugal 2008Horfði vel og vandlega á Evróvisjónkeppnina í gærkvöldi, nýböðuð og í upphlut, og kaus síðan siðprúðasta lagið, Portúgal. Ekki endilega af því að svo lítið var af holdi (erfðaprinsinn var farinn að kvarta yfir notkun holds til að fela lélega tónlistarhæfileika ...), heldur af því að búningar Portúgals minntu svo á sloppana (risastóru, víðu pilsin sem náðu frá hálsi og niður að hnjám og hefði komið rok hefðum við tekist á loft) í skemmtilegu krabbameinsskoðuninni á Skaganum um daginn. Flott að norrænu þjóðirnar komust loksins allar í úrslit, djöfull skulum við kjósa hver aðra!
„Ég vona að það verði ekki framlenging,“ stundi erfðaprinsinn skömmu áður en tilkynningin sem breytti öllu var lesin upp („Iceland!“) og leit órólegur á klukkuna, enda Bones að hefjast á Stöð 2.

Stærðin skiptir máliVið farþegarnir í strætó veifuðum íslenska fánanum í morgun þeim sem við mættum og þeir voru líka með fána, veifur, blöðrur og hátalara ofan á bílunum sem spiluðu í sífellu This is my life. Fínn undirbúningur fyrir hinn sigurinn (annað kvöld), nú verður að spýta í lófana til að klára nýja tónleikahúsið. Æ, við erum svo mikil krútt. Hvaða þjóð sturlast svona yfir því að komast í Evróvisjón nema við? Well ... Við erum reyndar þjóðin sem bauð kynlífsráðgjafa á Bessastaði í móttöku hjá forsetanum okkar. Ekki sé ég fyrir mér að Englandsdrottning bjóði Jónu Ingibjörgu í teboð eða George Bush haldi móttöku fyrir hana í Hvíta húsinu ... þótt hún sé án efa alveg jafnfrábær og Dr. Ruth.

Talandi um drottningu. Áður en ég fékk ritgerðina góðu í yfirlestur í fyrrakvöld hafði móðir tilvonandi stúdents breytt ýmsu, m.a. því að einhver kóngur í Bretlandi hefði kastað upp öndinni úr lungnakrabbameini. Sonurinn fékk rúmlega 7 í einkunn fyrir ritgerðina ... sem er bara kraftaverk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var öndin sem hann kastaði upp búin til eingöngu úr lungnakrabbameini, eða var bara stór hluti af henni illkynja æxli?

sbs (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég Sturlast ef þú hefur ekki rétt fyrir þér með Júróið á morgun.

Þröstur Unnar, 23.5.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú fylgir það ekki sögunni elsku Gurrí mín, en stendur nú ekki til að þið Jens garmurinn vinur minn fáið eitthvað sem gæti heitið sárabætur?

til dæmis nýja uppfærslu í tölvurnar ykkar, eitt stykki nýjan flatskjá, fría netáskrift í hálft ár, eða annað þokkalegt?

EF frændi þinn og þetta fyrirtæki þykjast ætla að komast svona "billega" frá þessu, að Halldór biðji ykkur bara afsökunnar, þá er nú bleik brugðið!

Þótt eitthvert vit ég eigi nú að hafa á þessu, þá þori ég nú ekki að meta til fulls hversu mikils virði auglýsingagildi ykkar Jens er, hvorki í sitt hvoru lagi, né samanlagt.

En ROSAMIKIÐ er það, svo er nú víst!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona fer þegar fólk reynir að skúbba eins og Jens.  Hehe, mátulegt á karlinn.  Segi svona.  Kannski kastaði kóngurinn upp öndinni, hvað vitum við.  Getur þú sannað hið gagnstæða?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 22:42

5 identicon

Magnús Geir, ertu að reyna að koma upp á mill Gurr og frændans og svo Frændans og Jens G.?

Hverskonar drundhjassaháttur er það? Á illskan sér engin takmörk?

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:49

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gurrí, þú ert nú búin að vera svo lengi í blaðamennsku að þú veist að skúbb er ekki til

Haraldur Bjarnason, 23.5.2008 kl. 23:02

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég sé heldur ekkert að því ... sé bara ekki að það gerist En við bjóðum öllum sem komast að hjá Jay Leno, hehehehe

Guðríður Haraldsdóttir, 23.5.2008 kl. 23:02

8 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  það er ekki hægt að bregðast illa við hrekkjum Halldórs.  Hann er þannig prakkari, rosalega fyndinn húmoristi og snöggur að gefa hlutunum nöfn.  Þegar Guðmundur í Byrginu var dæmdur í 3ja ára fangelsi og fjölmiðlar sögðu frá þessu BDSL (eða hvað það heitir þetta kynlíf þar sem fólk er bundið) hrökk upp úr Dóra að Guðmundur sé hlekkjalómur. 

Jens Guð, 23.5.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, ég hef lesið margt um Halldór og heyrt ykkur Gurrí með aðdáunina vellandi út úr eyrunum að dásama manninn!

En elskurnar minar, mínar, ekki misskilja, ég er nú bara að horfa á þetta út frá beinhörðu markaðssjónarmiði og hversu auljóst er að viðkomandi fyrirtæki hefur öðlast mikla athygli á sinni auglýsingaherferð fyrir ykkar tilstilli/Halldórs! Hann fær væntanlega sitt kaup fyrir snillina og mér finnst bara að þið ættuð að fá umbun líka frá þessu fyrirtæki og engar refjar!

Og Breiðholstbakarinn á endilega að halda áfram að malla þessa uppskrift sem hann var byrjaður á, verður eflaust hin besta Djöflaterta!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 23:44

10 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Sturla hefur eflaust haft meira gaman af þessu enn nokkur annarUpgrade your email with 1000's of emoticon icons Þetta er mjúka og gamansama hliðin á kallinum

Kjartan Pálmarsson, 24.5.2008 kl. 00:34

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég er sú fattlausasta, held ég hafi átt að vera fórnarlamb Halldórs líka, en klúðraði því einhvern veginn. Jæja, svona er þetta bara. Búin að lesa þig og Jens.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.5.2008 kl. 01:38

12 Smámynd: Líney

Verð seint sammála þér með Portugal,skil  ekki ennþá hvers vegna  það lag komst áfram.

Líney, 24.5.2008 kl. 12:07

13 Smámynd: doddý

já - oft hefur litla íslandshjartað mitt tekið aukaslög og gerði svo um munaði í undankeppninni. mér er samt alveg fyrirmunað að skilja af hverju azerbatian náði inn! lagið þeirra er hræðilegt svo ekki sé fastara að orði kveðið. en gleymum ekki aðalatriðinu - áfram ísland og góða skemmtun. kv dóra

doddý, 24.5.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 161
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 1705
  • Frá upphafi: 1453864

Annað

  • Innlit í dag: 126
  • Innlit sl. viku: 1414
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband