Býflugur og Bandaríkjamenn ...

kl. 14.26Án efa verður fjöldi fólks á Langasandinum í dag. Veðrið er gjörsamlega himneskt og það svolítið spælandi að nú er villtur vinnudagur hjá mér. Að vísu náði ég að sitja í smástund úti í sólinni fyrir utan hárgreiðslustofuna mína en ég var í klippingu og skoli í morgun. Lítill köttur kom og settist hjá mér og þáði örlítið klapp. Afbrýðisöm býflugnadrottning kom þá fljúgandi og vildi láta klappa sér líka en ég hljóp nú bara inn, ekki öskrandi þrátt fyrir að hún hafi verið ansi nærgöngul. Þetta var líklega býflugnakóngur. Mikið fjör var á hárgreiðslustofunni að vanda og eiginlega skemmtilegra að vera innandyra.

Beta bjargaði endanlega deginum í sjúkraþjálfuninni og kenndi mér að auki nokkrar hallærislegar æfingar til að gera t.d. úti á strætóstoppistöð og heima. Kannski í lagi að láta samfarþegana flissa en veit ekki með kettina, þeir eru enn taugaveiklaðir eftir jarðskjálftann á fimmtudaginn. Beta vill meina að þessir jarðskjálftar viti á eldgos!

Hér fyrir neðan kemur myndband um konur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Innihald þess er algjörlega öfugt við það sem á sér stað hér heima. Þá dáist ég t.d. að Ingibjörgu Sólrúnu fyrir gáfuleg og skynsamleg tilsvör en hneykslast hrikalega ef Geir H. Haarde sést oftar en einu sinni í sömu jakkafötunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með frísúruna.  Hér er engin sól, en afskaplega þægilegt veður.

Kveðja á ykkur Himnaríkisfólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sko sólin er horfin héðan af Skaga - en er ekki sól í sinni?

Edda Agnarsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hlakka til að sjá þig á morgun nýklippta og æðislega. Það eru líka svona býfluguhlussur að ergja mig heima, en ég siga Stjána á þær miskunnarlaust. Hann er orðinn bara ansi laginn við að koma þeim út.

Helga Magnúsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:41

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, hér er sko sól í sinni og þótt blessað gula kvikindið sé horfið þá er veðrið dásamlegt. Pollýannan í mér fullyrðir að vinnuumhverfið sé betra án sólar og ég tek undir það. Helga, öll heimili ættu að eiga einn Stjána!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Vá veistu ég verð hálf miður mín að sjá hversu bandarískir fjölmiðlar eru hallærislegir og sexist! Svo hreykja þeir sér af því að vera svo frjálsir og svona! Sem betur fer eru við Íslendingar ekki svona slæmir!

En úr því að við erum á sexist nótunum... mig vantar ráð með myndarlegasta lið EM 08... verð ég ekki að styðja eitthvað lið úr því að ég er hérna í Vín og svona á meðan herlegheitunum stendur? Ég er nebbla ein af þessum fáu skagamönnum/konum sem ekki fíla fótbolta

Vera Knútsdóttir, 3.6.2008 kl. 16:19

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Það er engin sól hér heldur og mér er alveg sama ég svo þreytt-þreyttari og þreyttust, skil þetta ekki. Knús til þín mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 647
  • Frá upphafi: 1505938

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 521
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband