Vandræðagangur í strætó - óþægileg orðnotkun 24 stunda ...

Blaðalestur í strætóMig langar að beina þeim eindregnu tilmælum til fyrirsagnahöfunda dagblaðanna að setja ekki orðið kynæsandi á forsíðu eða baksíðu blaðanna. Það getur verið ótrúlega óþægilegt í strætó ... Á baksíðu 24 stunda mátti sjá þetta orð frekar áberandi í morgun.

Við Lilja sátum í sakleysi okkar í leið 15 þegar karl á besta aldri (45-99 ára, hvað veit ég ...) settist við hlið mér, hinum megin við ganginn. Ég sneri frá Lilju til að blöðin okkar flæktust ekki saman og las græðgislega og sama gerði hún með sitt eintak. Eitthvað (miðilsgáfa?) varð til þess að ég lét blaðið síga örlítið og sá þá manninn sem starði á mig virkilega áfergjulega og var með subbulegt bros á andlitinu. Mér dauðbrá en var róleg, þótt ég sé ekki vön SVONA. Aðdáendur mínir eru yfirleitt þessi föla og interisant-týpa. Ég veit að ég var ekki með ljótuna í morgun ... þetta er ekkert grobb, bloggóvinir mínir sjá alveg um að halda mér á jörðinni og gæta þess að ég verði ekki of montin.

Fjör hjá öldruðum í strætóÉg held í alvöru að einhver hugrenningartengsl hafi orðið vegna orðanna á baksíðu blaðsins. Maðurinn sá þarna æðislega konu, nýklippta og alles, lesa blað þar sem mátti lesa æsandi orð (kynæsandi). Lilja tók eftir slefandi manninum og við vorum næstum eins og flissandi smástelpur afganginn af leiðinni, nema hann var of nálægt okkur til að við kynnum við að flissa.

„Af hverju tókstu hann ekki á löpp?“ spurði ritstjórinn minn. Ég held að henni finnist að ég eigi að grípa tækifærið og grípa þessa menn sem gefa mér auga. Ég er náttúrlega orðin 49 ára en hún ætti að prófa að taka strætó ... Ég ætti sko milljónir eiginmanna og kærasta ef ég tæki svona strætóaðdáun alvarlega. Með árunum hefur aðdáunin reyndar minnkað á einhvern óskiljanlegan hátt en spennandi atburðir gerast þó næstum því á hverjum degi.  Bara í strætóskýlinu á Skaganum í morgun keyrði Tommi, fyrrum bílstjóri, fram hjá og veifaði, það kalla ég uppákomu og aðdáun.

Fólkið við borðið mitt í matsalnum var ekki á eitt sátt um ísbjörninn. Flestir syrgðu hann en Hallgerður, falleg, ung og fíngerð stúlka, sagði: „Af hverju máttum við ekki éta hann?“ Svo frétti ég af lögreglumanni á landsbyggðinni sem fylgdist með kollegum sínum elta „manninn“ þarna uppi í fjallinu. (Hann kom seint inn í talstöðvasamskiptin) Skyldi honum hafa brugðið þegar þeir skutu hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Skil vel að þú viljir ekki lenda á strætóséns. Lágmark að almennilegir karlmenn séu á bíl. Mér er sagt að karlmenn sem taki strætó séu annaðhvort algjörir lúserar eða búnir að missa prófið. Sel það ekki dýrar en ég keypti það.

Helga Magnúsdóttir, 4.6.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ja, ekki Skagamenn ... þeir eru yfirleitt bara sætir menn sem stunda vinnu í Reykjavík og vilja eyða peningunum sínum í ferðalög til útlanda en ekki í bensín og göng!

Ég hef sem sagt óafvitandi hafnað strætóköllum fram að þessu, djös snilld!

Guðríður Haraldsdóttir, 4.6.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá þú verður að hætta að láta klippa þig og strípa kona og hætta að vera svona ógeðis mikið máluð og tiltekin.  Þú ert hreinlega að ÖGRA þessum vesalings mönnum.  Muhahahaha

Krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 13:29

4 identicon

Þetta ísbjarnarmál er skandall.

Það hefði mjög auðveldlega verið hægt að koma honum til síns heima. Það var dýralæknir sem kom á svæðið stuttu eftir drápið sem var með svefnlyfið í bílnum hjá sér, því hefði verið hægt að koma í æti eða senda eftir byssu sem var í klukkutímafjarlægð. Síðan átti að flytja húninn til síns heima. Heila 75 kílómetra frá Íslandi.

Viss ráðherra er ekki starfi sínu vaxinn. Það er mín skoðun.

Kveðja 

Einar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:29

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.6.2008 kl. 16:42

6 identicon

Ekki hefði ég viljað mæta birninum á röltinu og var alveg sammála því að skjóta hann!  Hver átti að greiða fyrir flutning og deyfilyf og annað í sambandi við að koma honum til síns heima. Skattborgarar: má ég biðja um að mínir skattpeningar séu notaðir í eitthvað þarfara.

tanta (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 19:04

7 Smámynd: Aprílrós

ég er bæði sammála og ósammála í ísbjarnamálinu.

Aprílrós, 4.6.2008 kl. 19:46

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki var þetta nú húnn Einar minn, en eins og svo oft, þá orkar allt tvímælis þá gert er og mér fannst þetta nú heldur dapurlegt.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.6.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 2308
  • Frá upphafi: 1461840

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1953
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garðyrkja og útivera
  • Veðrið á miðvikudaginn
  • Há og grönn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband