Sokkar og sumarbúðir + hetjusaga um vídeótæki

Hrikalega gaman að vera í sumarfríi en það finnst líklega ekki almennilega fyrir því fyrr en á morgun og næstu daga þegar vekjaraklukkan hringir ekki kl. 7.15. Hún baulaði árangurslaust í gærmorgun, ég rumskaði ekki, sá bara í gærkvöldi að hún var stillt á hringingu.

Húllumhædagur setturNú er stefnan tekin á að fara í sumarbúðirnar á eftir og hjálpa til við að koma upp skrifstofunni. Fjöldi fólks er þar núna að skrúfa saman kojur, baka skúffukökur og slíkt. Fyrsti barnahópurinn kemur eftir nokkra daga.

Davíð frændi hringdi og grátbað mig um að fara í búð og kaupa sokka, hann steingleymdi að pakka sokkataui niður. Svona snyrtipinni skiptir um sokka mun oftar en kærustur án þess að ég viti nokkuð um kærustumálin hans. Davíð mun halda utan um kvikmyndagerðina í sumar, held ég. Alla vega tæknihliðina. Tengir líka allt fyrir karaókíkeppnirnar á sunnudagskvöldum, myndakvöldin, lokakvöldvökurnar, er bara gjörsamlega ómissandi.

Man þó eftir því þegar Hilda keypti sér nýtt vídeótæki og ég tengdi það. Leiðbeiningabæklingurinn var á sænsku, dönsku og finnsku .... Ákvað samt að verja einni kvöldstund í að tengja fokkings tækið í stað þess að bíða eftir Davíð. Það tókst með svo miklum ágætum að hægt var að taka upp efni úr sjónvarpinu af öllum stöðvum en það var líklega í fyrsta sinn í sögu vídeótækja heimilis Hildu sem það hefur verið hægt. Sterkur vilji og hetjuskapur. Segir líka ekkert annað en að systir hennar er snillingur. Það var stórmál að tengja tækið. Ég man þegar ég þurfti að standa á annarri löppinni og gala til að ná inn RÚV, tala tungum fyrir Stöð 2 og eitthvað þaðan af verra fyrir SkjáEinn. Vona að einn daginn verði afturhvarf til gömlu, góðu takkanna. Það þarf þotupróf á þessar fjarstýringar, svo mikil er tæknin.

Jamm, best að drífa sig. Tek myndir og skelli í bloggið í kvöld.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert svo duglega að hjálpa til við sumarbúðirnar dáist alveg að þér. En þá datt mér eitt í hug. Ertu nokkuð ennþá með spólurnar sem hann Úlli á úr sumarbúðunum? Ætlaði alltaf að sækja þær til þín en framtakssemi er nú ekki mín sterkasta hlið. Verð ekkert fúl þótt þú hafir hent þeim þegar þú fluttir. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að ætlast til að þú geymir þær lengi.

Helga Magnúsdóttir, 8.6.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gleymdi að segja þér hvað mér finnst æðislegt hvað þú ert dugleg að tengja. Er algjör tækjaklaufi.

Helga Magnúsdóttir, 8.6.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða skemmtun í sveitinni.  Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða skemmtun og knús

Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2008 kl. 15:30

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekki tími tilkominn að tengja, tengja,tengja........ þú ert bara sniðug. En ég vona svo sannarlega að ALLIR skipti oftar um sokka en kærustur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Skemmtu þér vel í sveitinni og mundu að verða þér úti um eins og eitt stykki ævintýri. Rétti staðurinn, ekki satt?

Jóna Á. Gísladóttir, 8.6.2008 kl. 17:32

7 identicon

Góða skemmtun

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 18:06

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góða ferð í sveitina, og gangi ykkur vel !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.6.2008 kl. 21:27

9 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Góða ferð og hafðu það sem best... Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 674
  • Frá upphafi: 1505965

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 543
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband