10.6.2008 | 17:26
Kaldranalegt heilbrigðiskerfi
Langt síðan ég hef tekið innanbæjarstrætó og það var sama stuðið og vanalega. Hress bílstjóri og þægileg ferð. Í vetur eftir að strætó varð gjaldfrjáls var yfirleitt þröng á þingi. Sumir krakkarnir gerðu að leik sínum að fara hring eftir hring eftir hring ef það komu eyður í stundaskránni. Þar sem hér búa eingöngu þæg og vel uppalin börn held ég að bílstjórarnir hafi ekkert verið ofurpirraðir í barnfóstruhlutverkinu. Þetta er örugglega bara nýjabrumið á þessu. Lengi vel sat ég ein í vagninum í dag en svo komu nokkrar konur með börn upp í vagninn á leiðinni upp í Skógrækt í góða veðrinu. Sjá mynd.
Ákvað að skreppa í elsku Skrúðgarðinn eftir mjög svo faglega meðhöndlun Betu á dettíógæfumölinni-fætinum. Þar sat Ásta ásamt fleiri konum og var þrusugaman að sitja þarna og spjalla við þær. Ein konan var nýkomin úr aðgerð vegna brjóstakrabbameins, eða fyrir viku ... og var þetta fyrsti góði dagurinn hennar. Hún lenti í sama ógeðinu og ég árið 2004 og aðrar konur sem þurfa að leggjast á Kvennadeildina, sem þurfa að sprauta sig sjálfar með blóðþynningarlyfi daginn áður. Hún var svo heppin að skólahjúkka hér á Skaganum gerði það fyrir hana, svo hún þurfti ekki að fara inn á starfsvið hjúkrunarfræðinga, lögverndað að ég hélt, ... sem virðist þó þykja í lagi í þessu tilviki. Í hádeginu, daginn eftir aðgerð, var konunni svo hent út (útskrifuð). Maðurinn hennar enn að vinna en hún sárlasin þurfti að leita á náðir ættingja í Reykjavík fram á kvöld.
Mig langar svo rosalega mikið að vita hvort þessi sparnaður, eins og að láta konur sprauta sig sjálfar, nái yfir allar deildir og bæði kynin. Tek það fram að ef ég fæ sykursýki eða slíkt þá myndi ég bara læra að sprauta mig, ekkert mál, en þegar þetta kemur sem aukaálag ofan í slæmar fréttir þá er þetta ekki í lagi. Ég sat heima heilan dag og grét við þetta aukaálag, búin að vera svo æðrulaus að öðru leyti, vissi hreinlega ekki hvort ég væri að deyja eða þetta væri góðkynja. Hef hingað til ekki verið baggi á þessu kerfi og átti inni betri meðferð. Konan sagði að starfsfólkið á Kvennadeildinni hefði verið æðislegt, læknirinn hennar með vængi og vel hefði farið um hana á allan hátt en hún var þó allt of veik til að fara heim á hádegi. Þegar hún ók heim á Skaga með manninum sínum um kvöldið fannst henni þessi stutta leið óbærilega löng, henni leið svo illa. Hún var enn í hálfgerðu lyfjamóki þegar henni var leiðbeint um hvernig hún átti að hugsa um sárin á báðum brjóstum og mundi ósköp lítið þegar heim var komið. Því miður var ekki hægt að fá þessa aðgerð gerða hér á Skaganum þar sem allt er mun mannlegra, alla vega enginn sendur fárveikur heim. Spítalinn hérna er frægur fyrir góða umönnun og hingað koma konur víðs vegar að af landinu til að fæða börn. Líka úr Reykjavík.
Ráðamenn þjóðarinnar tala fjálglega um að við eigum besta heilbrigðiskerfi í heimi. Kerfið okkar er vissulega gott að því leyti að við þurfum ekki að bíða í nokkrar/margar vikur eftir uppskurði við t.d. brjóstakrabbameini eins og tíðkast í sumum löndum. Hér er gripið inn í í hvelli og annars frábært starfsfólkið fer bara eftir sparnaðarreglum, skera, sofa, útskrifa!
Ásta var í miklu stuði og þegar maður úr bæjarstjórn settist hjá okkur í sólinni lét hún hann heldur betur heyra það. Svona meira í gríni. Ekki allir sem kunna að meta kaldranalegan húmor en Ásta getur sko verið meinfyndin þegar hún tekur sig til. Ég varði manninn með kjafti og klóm, enda bæði huggulegur og skemmtilegur. Ég sakna sárlega ferðanna með Ástu og Led Zeppelin kl. 6.40 á morgnana til Reykjavíkur þótt strætó sé frábær.
Er að horfa á leikinn Rússland-Spánn og myndin fraus reglulega þar til ég fattaði að setja RÚV á í sjónvarpstækinu, ekki í gegnum myndlykilinn, og rétt náði seinna marki Spánverja í fyrri hálfleik. Ég er karlinn í netabolnum með bringuhárin á þessu heimili með bjór í annarri og flögur í hinni (staðalímynd fótboltabullunnar). Erfðaprinsinn hefur engan áhuga, hlakkar til að sjá úrslitaleikina og búið!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 171
- Sl. sólarhring: 339
- Sl. viku: 863
- Frá upphafi: 1505870
Annað
- Innlit í dag: 137
- Innlit sl. viku: 703
- Gestir í dag: 132
- IP-tölur í dag: 128
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Vissi ekki einu sinni að EM væri byrjað, hálf skammast mín eftir að hafa gert það gott á seinasta HM í veðbanka INNN. En alla vega, þá eru allar vísbendingar hér í Ungó þannig að mér hefði átt að vera þetta ljóst.
Tek undir með þér varðandi sprautumálið, vissi ekki að þetta væri svona svakalegt. Mér finnst þetta óskaplega íþyngjandi og efast um að karlmenn þurfi nokkuð að gera svona. Mamma vann í fjölmörg ár á lækningastofu og hún fullyrðir að karlmenn séu almennt miklu smeykari við nálar en konur, þannig að það er eiginlega útilokað að þetta sé hægt í þeirra kvillum. Allar rannsóknir sýna líka að karlmenn fá betri þjónustu í heilbriðgiskerfum víðs vegar um heiminn, ennþá alla vega. Vonandi fá allir í framtíðinni góða þjónustu. Ef það á að gera eitthvað með góðum brag þá er það helst að sinna veiku fólki.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.6.2008 kl. 19:02
Sprautaði mig sjálf í fleiri mánuði þegar verið var að búa til hann Úlla minn glasabarn. Fannst það orðið ekkert mál.
Helga Magnúsdóttir, 10.6.2008 kl. 19:11
Þetta á ekki að eiga sér stað. Það að konur séu að sprauta sig sjálfar við svona aðgerðir, eða fyrir hvaða aðgerðir sem er.
Vont að heyra þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 19:48
Nei, sumarfrísins freyja best, nú máttu ekki óvart koma óorði á dellukalla og kellingar. Fótboltabullurnar eru bölvaðir ólátaseggirnir og aumingjarnir sem koma óorði á íþróttina, þykjast vera stuðningsmenn ávkeðins liðs, en mæta á leiki einungis til að skapa glundroða og koma að stað slagsmálum við fylgendur hins liðsins!
Veit, hljómar sem versta smámunasemi, en samt..
Annars eins gott að ég er ekki í heimsókn hjá þér meðan EM stendur yfir, væri allan leikin að telja bringuhárin þín!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.6.2008 kl. 19:56
Magnús þó! Ég var að grínast, er algjör dama með ekki eitt bringuhár. Var líka að grínast með bullurnar ... hvurslags nöldur er þetta, gamli geithafur?
Bara fyndið að hafa eitt stykki karlmann í himnaríki sem nennir ekki að horfa á boltann með mér, er t.d. að elda kvöldmatinn núna. Þeir á Stöð 2 eiga eftir að rífa af sér bringuhárin út af því, þeir búnir að leggja svo mikla vinnu í að auglýsa sérstaka konudagskrá ... sem ég ætla reyndar að horfa á að hluta til líka með boltanum. Alla vega Ally McBeal ef ég get.
Helga, ég myndi sannarlega leggja á mig að læra að sprauta mig ef ég þyrfti, finnst bara ljótt að leggja þetta á skíthræddar konur, nýbúnar að fá slæmar fréttir, algjört aukaálag. Konunni sem ég talaði við fannst þetta mjög óþægilegt undir þessum kringumstæðum.
Jenný, ég ætla að reyna að komast að þessu. Mér finnst það stórmál ef bara hluti sjúklinga þarf að gera þetta.
Anna, algjörlega sammála!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2008 kl. 20:12
Skil þig alveg Jón Arnar, hugsa að ég myndi gera það sama í þínum sporum. Fólk ætti að geta valið. Margir eru skíthræddir við að liggja á spítala og ættu að fá að sofa heima nóttina fyrir aðgerð ef þeir vilja það. Aðrir þurfa öryggið á spítalanum í kringum sig til að geta slakað á ... ég er einmitt þannig. Alin upp á spítala, eða næstum því, mamma var hjúkka og ég heimsótti hana mjög oft í vinnuna þegar ég var lítil.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2008 kl. 20:41
Sprautunálar og ég eigum enga samleið...já ég er ein af þeim sem fær kvíða-kast liggur við að vita til þess að það eigi að stinga mig.. þannig að sjálf gæti ég þetta ekki. Svo það er eins gott að ég fái ekki sykursýki ég myndi deyja á meðan ég væri að herða mig upp í að sprauta mig... kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 10.6.2008 kl. 21:14
EF ég væri ekki þessi einmitt gamli geithafur sem hér á að heita að sé með nöldur núna, þá væri nú fröken Guðríður ekki eins glöð og hamingjusöm og hún er! En af því hún vill stundum sýnast sem skonnorta siglandi seglum þöndum, þá verður hún að gusugangast annars lagið, sem er bara allt í lagi, því í raun er ég miklu frekar grobbin gæsasteggur en gamall geithafur!
En svo að ég gerist háalvarlegur í lokin (og þá er ég ekki að grínast Guðríður, eins og þú kynnir þá kannski að halda?) þá er það alveg hárrétt að sem minnst aukaálag sé á sjúklingum sem gangast undir aðgerðir. Hrein og bein hræðsla á nefnilega sinn þátt oft í því, að t.d. konur látast í kjölfar krabbameinsgreiningar í brjóstum. Það sé semsagt ekki síður óttin sem dregur þær til dauða en meinið sjálft! Sérfræðingar deila reyndar um þetta sem annað, of flókið að fara nánar út í það, en þessus halda margir fram og með rökum.
Magnús Geir Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 00:59
Ég fór einmitt í aðgerð 2 vikum fyrir skjálftann og þurfti kvöldið áður að sprauta mig sjálf. Skil vel hvað þú ert að fara þegar þú talar um auka álag þarna. Ég var skorin (nýrnahetta með risa æxli tekið) á föstudegi og á sunnudeginum var ég send heim og austur á Selfoss. Ferðin var ekkert smá kvalræði og reiddist maðurinn minn þessu svakalega. Ekki skánaði það þegar það var síðan hringt í mig á mánudeginum og ég beðin að koma suður aftur vegna þess að bæði sérfræðingurinn minn sem og skurðlæknir voru að leita að mér til skoðunnar. Það var hrikalegt að þurfa að leggja þessa ferð á sig aftur fram og til baka. Fékk enga skýringu á hvers vegna ég var útskrifuð þarna.
En þess vegna get ég einlæglega sagt að ég skil hvað þú ert að tala um þarna.
Gakktu með sól í hjarta í allann dag Gurrí mín
Tína, 11.6.2008 kl. 08:43
ha? sprauta sig sjálfur? voðalega veit maður lítið. Skera sofa útskrifa er ekki sniðugt fyrirkomulag og er reyndar til skammar.
hvítur eða neon-blágrænn hlýrabolu?
Jóna Á. Gísladóttir, 11.6.2008 kl. 13:20
Þetta vissi ég ekki og verð nú að játa að mér finnst þetta svakalegt.
Ólöf Anna , 11.6.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.