Harla óvenjuleg fjölskylda ...

Duggar fjölskyldanJim Bob og Michelle Duggar giftust 21. júlí 1984. Þau langaði ekki til að eignast börn alveg strax og fannst þau hvorki hafa efni á því né vera tilbúin. Fjórum árum síðar ákváðu þau að drífa í því. Michelle missti fóstur og komst að því að það var getnaðarvarnarpillunni að kenna sem hún hafði tekið fram að þessu. Trúaður heimilislæknir þeirra sagði þeim frá þessu með pilluna og hjónin iðruðust sárlega og fannst þau sjálfselsk með afbrigðum ... áttu að heita kristið fólk. Síðan hafa þau ekki hætt að eiga börn og það 18. á að fæðast í janúar á næsta ári.
Michelle er 41 árs og hefur verið ófrísk í rúm 11 ár eða í 137 mánuði. Að meðaltali eru 18 mánuðir á milli barnanna. Bleiur á börnin eru orðnar 90 þúsund talsins. Setja þarf 200 sinnum i þvottavél á mánuði.

Nöfn fjölskyldumeðlima hefjast öll á J nema mömmunnar. Öll börnin læra að spila á fiðlu og píanó. Í hópnum eru tvennir tvíburar. Hér kemur listi yfir krúttmolana, aldur þeirra og svo í réttri röð: eftirlætisdægradvöl, uppáhaldsmatur og hvað þau ætla að verða þegar þau verða stór:

Joshua, 20 ára, f. 3. mars 1988. Búa til myndbönd, mexíkómatur, lögmaður.
Jana, 18 ára, f. 12. janúar 1990. Passa börn, kjúklinganúðlusúpa, ljósmóðir.
John-David, 18 ára, f. 12. janúar 1990. Broomball, kjúklingaspagettí, verktaki.
Jill, 16 ára, f. 17. maí 1991. Að lesa, taco og trúboði.
Jessa, 15 ára, f. 4. nóvember 1992. Að sauma, pickles og snyrtifræðingur.
Jinger, 14 ára, f. 21. desember 1993. Á hestbaki, lasagna, kokkur.
Joseph, 13 ára, f. 20. janúar 1995. Hafnabolti, lasagna, trésmiður.
Josiah, 11 ára,  f. 28. ágúst 1996. Sund, lasagna, trúboði.
Joy-Anna, 10 ára, f. 28. október 1997. Hjólreiðar, hrærð egg, hjúkrunarfræðingur.
Jedidiah, 9 ára, f. 30. desember 1998. Leika með hundinum, pítsa, pabbi.
Jeremiah, 9 ára, f. 30 desember 1998. Leika á róló, mjúkar kringlur, listamaður.

Jason, 8 ára, f. 21. april 2000. Á hestbaki, vanilluís og slökkviliðsmaður.
James, 6 ára, f. 7. júlí 2001. Vera í baði, kjúklingafylling, lögreglumaður.
Justin, 5 ára, f. 15. nóvember 2002, Taka til í leikherberginu, kjúklinganúðlusúpa, smiður.
Jackson, 3 ára, f. 23. maí 2004. Vera í baði, kjúklingafylling, stóri bróðir.
Johannah Faith, 2 ára, f. 18. október 2005.
Jennifer Danielle, 10 mánaða, f. 2. ágúst 2007.

Hvað ætli yngsta barnið verði látið heita? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Annaðhvort Jóna eða Jón

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.6.2008 kl. 02:33

2 Smámynd: Einar Indriðason

Hér er annað merkilegt dæmi: 

http://www.answerbag.com/q_view/576125

Einar Indriðason, 10.6.2008 kl. 07:45

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

 Jósefína ef það er stelpa, en Joey ef það er strákur. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 10.6.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Púff, þau hljóta að þurfa heila blokk undir þetta allt saman.

Helga Magnúsdóttir, 10.6.2008 kl. 19:13

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þau búa í rosalega flottu húsi sem sést aðeins í á myndbandinu ... jamm, sumt fólk er eins og kanínur. Ekki myndi ég nenna þessu, eitt er sko meira en nóg, hehehehhe

Guðríður Haraldsdóttir, 10.6.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, bráðfyndið í annars öllum sínum alvarleika!

En svona var þetta nú hjá formæðrum okkar mörgum vherjum. En kvinnan, sú hlýtur að vera slitin og það þótt hún sé mjaðmabreið og með góða "grind"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.6.2008 kl. 20:04

7 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Mér finnst nú alltaf Guðríður dáldið flott

Guðrún Vala Elísdóttir, 11.6.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 118
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 2566
  • Frá upphafi: 1457435

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 2135
  • Gestir í dag: 95
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband