12.6.2008 | 18:16
Góð bæjarferð - rétt sloppið við ökuníðing
Maður má ekki bregða sér af bæ, þá verður allt vitlaust! Jú, við erfðaprins brugðum okkur í bæjarferð um hádegisbil í þeim tilgangi að hitta hana Löllu vinkonu. Hún leggst í ferðalög í næstu viku og kvaddi okkur með stæl, eða matarboði á Þremur frökkum. Að sjálfsögðu fengum við okkur sveppasúpuna góðu í forrétt og svo var erfitt að velja aðalrétt, mikið úrval af girnilegum réttum.
Lalla fékk sér rauðsprettu, erfðaprinsinn plokkfisk og ég steinbít. Eftirréttur var Créme brulei úr skyri, algjört gómsæti. Held í alvöru að ég þurfi ekki að borða í marga, marga daga. Þetta var mjög svo gott og félagsskapurinn náttúrlega dásamlegur. Rebekka, dóttir Löllu, kom líka og var með litabók og liti sem bjargaði alveg hádeginu hjá henni. Sama hressa og góða þjónustan var á Þremur frökkum, sama konan stjanaði við okkur og síðast (sjá mynd t.h. af henni og Rebekku), en núna var hún ekki á leið til Bandaríkjanna seinnipartinn, eins og síðast.
Ég kíkti aðeins upp í vinnu og fann að ég sársakna samstarfsfólksins. Þau reyndu að gleðja mig og sögðust sakna mín líka. Ég held samt að ég sé ómissandi ... því að blómið sem Bryndís gaf okkur í kveðjugjöf er dautt, ég sá um að vökva það fyrir frí, svona viðkvæm blómstrandi Lísa þolir varla helgi án vökvunar. Þegar Bryndís hætti spurði Halldór frændi (minn og hennar) hvers vegna. Ég sagði honum að hún hefði tekið einhver mannréttindi (Amnesty) fram yfir tísku, förðun, viðtöl og slíkt. Ohh, hún er svo undirborðskennd, sagði hann þá. Bryndís flissaði bara þegar ég blaðraði þessu í hana, enda er hún stóraðdáandi hans.
Veðmálspottur EM lokaði kl. 16 í gær í vinnunni. Ég hefði veðjað á Þýskaland, sjúkkitt! Það er ógóspennandi forsíðuviðtal í Vikunni sem er að koma út í dag. Konan þar segir m.a. frá því að hún var yfir sig ástfangin af frábærum manni sem hún hafði verið með í tvö ár eða svo. Ég man ekki alveg hvað karlinn heitir sem kom til Íslands og hélt rándýr námskeið þar til Landlæknir bannaði honum það, rótaði í sálarlífi fólks og skildi það eftir á röngunni, einhverjir lentu inni á geðdeild í kjölfarið. Nú þessi maður hafði mikil áhrif á manninn sem viðmælandinn (Íris Hera Norðfjörð) elskaði og trúði honum þegar hann sagði að Íris væri ekki rétta konan fyrir hann, heldur önnur sem hann benti á. Djúsí viðtal við kjarnorkukonu. Flott að vara við svona fólki sem reynir að ná valdi yfir öðrum, hafa af þeim stórfé og jafnvel rústa þeim andlega. Jamm. Svo fylgir hrikalega flott grillblað aukalega með. Held að ég kaupi lítið einnota grill og prófi einhverjar uppskriftanna. Ekki get ég tekið þátt í krossgátunni og unnið flotta grillið sem er í verðlaun núna, það væri bara siðlaust.
Við mættum tveimur eða þremur lögreglubílum í Mosó á heimleið, kannski voru það aukalöggur að koma af Skaganum. Mikið ofboðslega er ég fegin að við mættum þessum manni ekki á 180 km/klst. þegar við vorum á leið í bæinn, það munaði bara klukkutíma, segir erfðaprinsinn, líka dauðfeginn. Gott hjá löggunni að hægja ferðina í þeim tilgangi að hægja á manninum. Ég er mjög ánægð með lögguna hérna á Skaganum, hún böstar hvern ökumanninn af öðrum fyrir of hraðan akstur og fleira rugl.
Bíl veitt eftirför á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 118
- Sl. sólarhring: 302
- Sl. viku: 810
- Frá upphafi: 1505817
Annað
- Innlit í dag: 95
- Innlit sl. viku: 661
- Gestir í dag: 94
- IP-tölur í dag: 91
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gurrí þó! og þið hóuðuð ekki í mig! Ég er EKKERT SÁR!
(slær til höfðinu í besta Miss Piggy stíl...)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 22:13
Hehheeh, það hefði sko verið gaman að hitta þig ... en við Lalla sjáumst ALDREI eftir að ég flutti á Skagann, ég stórgræði nefnilega af og til á því að vera landsbyggðartútta
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.6.2008 kl. 22:34
sko við vorum nebbla að plotta saman, við Ragnheiður (sem ég kalla aldrei Löllu) einmitt að kalla í þig og bjóða út að borða... ;)
næst, bara!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 23:15
Já, endilega. Þetta í dag var meira svona tilfallandi, hitt verður vonandi í kortunum áfram.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.6.2008 kl. 23:43
En E, þinn prúði, góði bílstjóri og sonur, mætti nú alveg vinna grillið kinnroðalaust ekki satt?
Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 00:27
Nei, hann fær sko ekki að senda neinar lausnir!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2008 kl. 00:36
Mar sér nýjustu myndirnar af frænku sinni & mágkonunni á blogginu þínu.
Segið svo að bloggið sé ekki bæði persónulegt & fjölskylduvænt!
Vargafælanþín...
Steingrímur Helgason, 13.6.2008 kl. 00:44
Gvöð hvað þetta er girnilegt. Ég fæ vatn í munninn.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:39
Þetta finnst me´r bara vera hrópandi óréttlæti, hvers á litli drengurinn að gjalda, mega ekki taka þátt í girnilegri verðlaunakrossgátu Vikunnar, bara vegna þess að mamma hans er ein af flottu píunum þar og veit líklega svarið við gátunni!?
Þetta kæmist mamma mín nú aldrei upp með!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 12:54
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.6.2008 kl. 17:54
Landsbyggðartúttur rúla!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.6.2008 kl. 20:43
Fríi til mánaðamóta, er í sveitinni núna! Á Kleppjárnsreykjum, sumarbúðunum sko! Vitlaust að gera.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:40
Ja sko, og enginn minnist á hvað Rebekka og Demi Moore eru sætar? Finnst það nú allt heila pointið!
lalla (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 15:57
(jáhh, og tek það fram að auðvitað var ég að grínast... eins og þið Lalla getið ekki átt dinner án mín!)
Rebekka er sætust og Rakel líka!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.