Kveðja úr sveitasælunni ...

Bloggið vanrækt og sveitasælan tekin í æð. Ég kom á Kleppjárnsreyki rétt fyrir 17 í gær og beint í vöfflur með súkkulaði og rjóma ... slurp! Erfðaprinsinn skutlaði mér í Borgarnes og þar náði ég í skottið á Þóru starfsmannastjóra í verslunarferð í Bónus! Ég hjálpaði henni að fylla fimm körfur (20 brauð ... osfrv) og ég brosti í allar áttir og sagði starandi fólki að við Þóra ættum svo mörg börn.
"Ert þú spákonan?" spurðu börnin sem biðu í spákonubiðröðinni, ég hélt nú ekki og ruddist inn til spákonunnar til að taka mynd. Spákerlingin var ógnvekjandi í svona Harry Potter-stíl ... en krökkunum var nú alveg sama um það sem hún sagði, vildu bara vita hver af starfsmönnunum þetta væri, heheheh!
Það hefur verið nóg að gera á skrifstofunni. Frábært að vera hérna í sólinni og hitanum. Geri ráð fyrir að fara heim á morgun í boði erfðaprinsins.
Ég er í helv.... makkanum hennar Hildu og get því ekki sett inn myndir eða bara nokkuð ...
Kveð í bili úr sumarbúðunum!!! Hef bloggað þar fyrir Hildu undanfarið: www.sumarbudir.blog.is.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ææ, vont að vera svo vitlaus að maður geti ekki sett inn myndir af makka :p

(reyndar er það væntanlega galli á moggabloggviðmótinu)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.6.2008 kl. 14:04

2 identicon

Macintosh er með mjög notendaóvinveitt viðmót. Sonur minn er með makka og hef stundum fengið hann lánaðan og ég þarf alltaf hjálp við allt.

PC er miklu betri !!

Sigrún S (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

USSS Ég nota makka og það er EKKERT mál að setja inn myndir! Málið er bara að þú ert örugglega að nota safari vafran og þá eru ekki allir valmöguleikarnir í ritlinum. Ef þú nærð í firefox fyrir makkann þá er þetta ekkert mál!

Makki er ekki notendaóvinveittur, þvert á móti, það tekur bara windows fólk smá stund að venjast því að nota makkann og um leið og það venst þá vilja þeir ekkert annað

Annars gaman að heyra að þú sért að njóta sumarfrísins! Hafðu það gott! 

Vera Knútsdóttir, 14.6.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tíhíhí ... heimurinn skiptist algjörlega í PC og Makkanotendur! Hilda er voða ánægð með makkann sinn en ég kann voða lítið á hann og finnst minn PC miklu notendavænni á allan hátt. Ef ég þyrfti að búa til skrár, eins og Hilda gerir, eða væri útlitshönnuður eins og frændi myndi ég kannski reyna að læra á makka. Kannski.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.6.2008 kl. 17:41

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2008 kl. 19:15

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Uss, nei, en ef ég skipti einhvern tímann úr Makkaviðmótinu þá fer ég yfir í Linux. Windows bara sökkar á svo ótrúlega marga vegu. Leitin í Makka er til dæmis svona þúsund sinnum hraðari (og ég er ekki að ýkja), fyrir nú utan hvað bæði makkinn og linux eru lausari við vírusaholurnar og allan þann vibba :p

En eins og Vera sagði, fáðu leyfi Hildu til að sækja Firefox, ef hún er ekki þegar með hann, þar er myndainnsetning ekkert mál, heldur ekki í Opera.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.6.2008 kl. 21:02

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ha´det så hyggeligt, så dejligt og så morsomt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.6.2008 kl. 22:51

8 Smámynd: Tiger

 Þetta var án efa allra minnsta færslan sem ég hef séð hjá þér mín kæra himnaríkis - nú kleppjárnsreykja - mær. Gott mál að hafa húmorinn ætíð stutt undan eins og þú greinilega gerir. Vona að þú eigir yndislega helgi og góða skemmtun þarna í sælunni.

Tiger, 14.6.2008 kl. 23:17

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gleðilegt sumarfrí mín kæra. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 00:55

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Æjá, hafið það öll sem best á Kleppjárnsreykjum.

En ég er afskaplega sammála Hildigunni með að Linux er lang besta stýrikerfið. Hef unnið á Makka af og til og veit að við þekkjum, Gurrí mín, allmarga Makkaaðdáendur, jú, jú, Makkinn er góður fyrir hönnuði, auglýsingalið og margir sem eru lítið fyrir að þurfa að ,,læra" mikið á tölvur eru hrifnir af Mökkum. Windows er ekki gott stýrikerfi, en svo útbreitt að maður hangir í því. Ég leysi þetta með því að vera með tvö stýrikerfi á litlu, sætu, bleiki tölvunni minni, bæði með Linux og Windows og það verður að segjast eins og er að ýmis vandamál leysast betur Linux megin (Ubuntu heitir mín útgáfa, en ég hef notað þær nokkrar, það er notendavænast).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.6.2008 kl. 09:15

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.6.2008 kl. 13:28

12 identicon

Skólafélagar okkar voru sendir á Kleppjárnsreyki í refsivist 1974.

Steinrikur. (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 14:39

13 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 15.6.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 169
  • Sl. sólarhring: 338
  • Sl. viku: 861
  • Frá upphafi: 1505868

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 701
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband