Góð afmælisgjöf og nokkrir Norrisar í viðbót

Ummm fótboltiFallegt veðrið í dag en smá vindur. Nenni alla vega ekki að liggja í sólbaði. Líklega verður bæjarferð farin í dag eftir þriðjudagssjúkraþjálfunina kl. 13 sem féll niður vegna einhverrar þjóðhátíðar. Ætla þó ekki að missa af Portúgal og Þýskalandi á EM. Ég reyni eftir bestu getu að vera kvenleg og horfa á lærin á fótboltamönnunum en leikurinn nær alltaf tökum á mér og kvenleikinn og lærin steingleymast. Mér finnst það samt eðlilegra þótt ég sé dama (og auðvitað vitlaus í stráka).

 

Chuck NorrisÞegar ég fór til Nönnu Rögnvaldar í matarboð um daginn gaf hún mér afmælisgjöf fyrirfram, æðislega bók sem heitir The Truth about Chuck Norris400 Facts about the World Gratest Human og er eftir Ian Spector. Hér koma nokkrir Norrisar í viðbót:

 

- Ekki vita margir að það er aðeins þrennt sem lifir af heimsendi. Kakkalakkar, Chuck Norris og skegg Chucks Norris.

 

- Einu sinni át Chuck Norris heila verksmiðju af svefnpillum sem olli því að hann blikkaði augunum.

 

- Krakki nokkur rændi einu sinni hattinum af Chuck Norris og hljóp síðan inn í eplagarð. Chuck Norris varð svo reiður að hann fann upp eplasósu af tómri slysni.

 

- Chuck Norris getur skapað svo þungan stein að hann getur ekki lyft honum sjálfur. Að sjálfsögðu lyftir hann honum til að sýna hver í fjandanum Chuck Norris er.

 

- Ef þú þekkir einhvern sem líkar illa við Chuck Norris muntu ekki þekkja viðkomandi lengi.

 

- María mey sá andlit Chuck Norris í grillsamloku.

 

- Alltaf þegar konan hans Chuck Norris segir honum að nú sé komið að honum að vaska upp fleygir hann óhreina leirtauinu í ruslið og segir henni að hún sé feit.

 

- Chuck Norris gefur blóð reglulega. Bara aldrei eigið blóð.

 

- Chuck Norris bað einu sinni um Big Mac á Burger King ... og fékk hann.

 

- Það eina sem Chuck Norris hefur nokkru sinni glatað er sveindómurinn.

 

Eigið frábæran dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

"- Alltaf þegar konan hans Chuck Norris segir honum að nú sé komið að honum að vaska upp fleygir hann óhreina leirtauinu í ruslið og segir henni að hún sé feit."  Gargandi brilljans!

Gleðilega hátíð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 13:08

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvurnig í fjáranum ferð þú að því að sjá læri þegar allir eru í hnébuxum?

Habbðu bara lærið í ofninum í kvöld kona, er á leiðinni.

Þröstur Unnar, 19.6.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er greinilega geðveikt flottur töffari. Maður dettur alveg niður í gelgjuna við það að lesa um kappann.

Helga Magnúsdóttir, 19.6.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég sendi þér hamingjuóskir í tilefni dagsins sem er Kvenréttindadagur Íslands mín kæra!

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 16:18

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það má heimfæra brandarann úr Rambo 3 yfir á Chuck Norris, þegar rússneski hershöfðinginn spyr í forundran hver þessi Rambo sé sem allir séu logandi hræddir við:

Hver er þessi Chuck Norris? Er hann Guð?

Einn svarar: Nei, hann getur ekki verið Guð. Guð myndi sýna miskunn.

Theódór Norðkvist, 20.6.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 143
  • Sl. sólarhring: 316
  • Sl. viku: 835
  • Frá upphafi: 1505842

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 679
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband