Beðið eftir þrumuveðri ... og dularfullur jarðskjálfti upp á 5,7

Siðsöm í sólbaðiNokkrar sólbaðstilraunir hafa verið gerðar í dag á svölum himnaríkis. Hægri handleggurinn er þónokkuð brúnni en sá vinstri og gæti það valdið óhug hjá fólki nema reynt verði að jafnbrúna þá. Sólin skín alltaf á þann hægri inn um gluggann á vinnuherberginu og finnst mér of mikið vesen að snúa þunga skrifborðinu reglulega til að fá jafnan lit.

 

Kubbur í sólbaðiBjartur gestaköttur er enn í heimsókn og lætur fara mjög lítið fyrir sér að þessu sinni. Hann hefur eignað sér þvottahúsið og situr þar daglangt og horfir út um gluggann, elsku karlinn. Hann bíður eftir „pabbasín“ sem gat ekki einu sinni hugsað sér að hafa hann í búri á milli húsa, heldur fékk hann að leika „lausu skotti“ í bílnum á leið hingað, við litlar vinsældir systur minnar. Aldrei of vel farið með góðan kött! Við Sigþór erum sammála þar.

Í hálffimm-sólbaðinu ákvað Kubbur að koma með á svalirnar og lagðist í sólstól þetta korter sem við entumst. Erfðaprinsinn tók myndir af okkur „mæðgum“ í sólbaðinu og skoraði á mig að birta þær. Ég er í kynþokkabolnum sem mamma gaf mér en myndin er þó siðsamlega tekin, enda hlaut erfðaprinsinn þannig uppeldi. Kubbsa er í pelsinum sínum að vanda.

 

 

fimm komma sjöEkkert bólar á þrumveðri á Vesturlandi, algjör synd, það Hvar er væri sérlega gaman að fá einu sinni almennilegar þrumur og eldingar. Mig minnir að slíkt fylgi frekar vestanátt, jafnvel suðvestanáttinni. Sýnist vera hægur norðvestanvindur.

Kíkti á vedur.is og sá að jarðskjálfti upp á 5,7 hafði mælst ... en hvar? Vona að elsku Sunnlendingar hafi sloppið í þetta sinn og þetta viti bara á lítið, sætt túristagos í Vatnajökli.

P.s. Skjálftinn var 11, 5 km SSA af Bárðarbungu


mbl.is Þrumuveður gengur yfir landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Asskoti sumarleg mynd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamms, við Kubbur erum ekkert smá sumarlegar. Hehhehe

Þetta var ekki svona stór jarðskjálfti ... heldur bilun í mæli. Gargggg. Skildi ekkert í þessu. Komst upp um nördismann á heimilinu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.6.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert flott í sexí bolnum og Kubbsa í pelsinum sínum. Ég vil líka fá þrumuveður, elska þrumuveður.

Helga Magnúsdóttir, 22.6.2008 kl. 18:48

4 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ógeðslega sexí! Passaðu þig bara að bera á þig sólarvörn áður en þú leggur í næstu sólbaðsför, annars endaru fallega rauð, eins og ég sem dregur aðeins úr kynþokkanum og getur valdið hræðslu meðal almennings

Fröken Guðríður, póstarnir þínir bjarga alltaf deginum! Er að stússast í allt of mörgu hérna í lok annar (og skipulagsleti af minni hálfu) og það lífgar svo uppá daginn að lesa skemmtilegu pistlana, og Norris staðreyndir, á milli þess sem að ég les um alvarlegri málefni (borgarastríð etc). Takk fyrir að vera æðisleg

Vera Knútsdóttir, 22.6.2008 kl. 19:28

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það má ekki á milli sjá, hvort ykkar Kubbs er sætara í sólinni. Og í þessum líka fínu feldum bæði tvö .... (heitir þinn ekki a la Tina Turner..?)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.6.2008 kl. 20:58

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég meina Gurrí......það eru nokkur skref úr himnaríki á Langasandinn...var þar í gær með myndavélina og setti inn á síðuna mína....þú þangað og ekki einu sinni í kynnþokkabolnum frá mömmu...vinstri höndina mót sólu og þá er þetta fullkomið....skil ekki þessa umhyggju Sigþórs vinar míns gagnvart köttum...þetta hafið þið systur innrætt hjá honum.

Haraldur Bjarnason, 22.6.2008 kl. 21:09

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hhehehe, mr. Haraldur, þetta er algjörlega sjálfsköpuð ást milli þeirra "feðga". Meira að segja eiginkonunni finnst nóg um. Ekki skokkar hann Sigþór út í fiskbúð nokkrum sinnum á dag fyrir hana ...

Jú, GUðný Anna, hann gæti alveg kallast Tina Turner þessi.

Knús á þig, Vera, gangi þér nú vel í restinni. Passa mig á sólvörninni eftir frábær ráð frá bloggvinum. Er ekki stemmning þarna úti hjá þér? Út af EM?

Helga, vona að villtustu draumar okkar rætist fyrr eða síðar! Þetta með þrumuveður!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Takk fyrir það! Það er rosaleg stemmning hérna, maður kemst ekki hjá því að upplifa hana og fylgjast með gangi mála! Það hefur samt stundum jaðrað við það að maður geti ekki sofnað á kvöldin vegna fagnaðarláta (sérstaklega eftir leik Tyrklands og Króatíu) en það er alveg æðislegt að upplifa þetta!

Vera Knútsdóttir, 23.6.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband