Af kynjahlutverkum í himnaríki ...

Fótbolti„Framlenging,“ öskraði ég úr vinnuherberginu. „Já,“ svaraði erfðaprinsinn. Ekki svo löngu síðar kallaði hann úr austurhlutanum: „Kvennamorðklúbburinn er að byrja!“ „Takk,“ heyrðist frá vesturhluta himnaríkis af svipuðum uppgerðaráhuga, enda stefndi allt í vítaspyrnukeppni í leik Spánverja og Ítala. „Vítaspyrnukeppni!“ gargaði ég nokkru síðar. „Aha,“ umlaði sonurinn.

 

UppeldiðMér hefur hefnst fyrir allt of „opið“ uppeldi. Dæmi: „Láttu engan segja þér, kæri erfðaprins, hvað þú átt að horfa á í sjónvarpinu. Þú ert ekkert minni strákur þótt þú horfir á eitthvað sem merkt er stelpum sérstaklega!“ sagði ég við hann þegar hann var yngri í þeim tilgangi að efla sjálfstæða hugsun hans. Þetta var vel meint en ég finn að það er að koma í hausinn á mér núna. Alltaf gott að hafa félagsskap í boltanum.

 

Stöð 2 auglýsir stelpudagskrá, og SkjárEinn líka, á meðan strákarnir horfa á boltann en kynjahlutverkin hafa eitthvað snúist við hérna á heimilinu. Ég þarf líklega að skreppa niður á Mörk til að horfa á boltann með „hinum“ strákunum, verst að kaffið þar er eflaust ekki mjög gott. Sjáum þó til þegar úrslitaleikirnir hefjast, mig grunar að einhverju verði fórnað fyrir þá. Annars bjó ég til sunnudagsvöfflurnar í dag og kynjajafnaði þetta aðeins.

 

KvennamorðklúbburinnLíklega hefði ég nú bara platað erfðaprinsinn til að setja á Stöð 2 plús og horft á Knennamorðklúbbinn ef ég væri ekki búin að lesa bækurnar. Þær eru venjulegar spennubækur og frekar mikið spennandi. Þetta segir bara að ég er allt of íhaldssöm og þoli illa of miklar breytingar frá bók yfir í sjónvarp. Stöðvar 2-kynningarnar á Kvennamorðklúbbnum voru alveg réttar og ég sem nöldraði út í eitt yfir þeim, algjör mistök! Spiluð er svona rómantísk tónlist undir ýmsum atriðum þegar tilfinningar koma við sögu en konurnar virðast samt nokkuð klárar, þótt þær séu konur, ég sá restina af þættinum. Svona sæt tónlist er reyndar líka spiluð undir í elsku Grey´s Anatomy og passar bara vel þar, enda hef ég ekki lesið bækurnar ... Æ, mér finnst ég hafa verið svikin um spennuna. Svo þarf ég endilega að fletta upp í bókunum og athuga hvort ein kvennanna; réttarmeinafræðingurinn, saksóknarinn eða löggan, sé svo klígjugjörn að hún kasti upp á morðstað, það var alla vega í síðasta þætti, sýndist mér. Uppköst eru nú ekki sérlega dömuleg, nema verið sé kannski að undirstrika veikleika eða eigi að vera krúttlegt. Hmmm!

 

MonkÉg fórnaði restinni af Monk fyrir restina af leiknum, framlenginguna og vítaspyrnukeppnina. Þannig að ég veit ekkert hvort Monk tókst að hreinsa sig af skotárás á jólasvein þarna í byrjuninni.

 

Ally mín elskulegSvo fer Ally McBeal að hefjast ... annað hvort þarf ég að fórna boldinu eða fótboltanum. Hmmm, líklega boldinu! Það líður þó að boldfærslu. Hjónaband Nicks og Brooke er t.d. að fara í hundana. Bridget huggar Nick, stjúpföður sinn og fyrrverandi eiginmann, og segir honum að Brooke endi ALLTAF hjá Ridge. Donna er brjáluð út í Ridge, búin að fatta að hann hefur verið að nota hana til að gera systur hennar, Brooke, afbrýðisama. Jamms, meira á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allie, vei,vei,vei. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Stundar hin göfuga drottning Himnaríkis eða hinn eingetni sonur hennar ekki þá yððju að taka upp myndefni á þar til gerð tæki?

En nei, kannski ekki þess virði þegar einhverjir svona kellingaþættir, uppsoðnir úr góðum spennubókmenntum eru annars vegar!?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.6.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Eigi er til svokallað vídjótæki á heimilinu. Ég hreinlega tímdi ekki að kaupa nýtt þegar það gamla gaf upp öndina. Fannst of dýrt að borga meira en 10 þúsund kall fyrir næstum úrelt dæmi ... held að það sé ekkert efni í sjónvarpinu sem ekki má missa af ... svona í alvöru talað. Ég hef meira að segja misst af nokkrum leikjum í EM vegna tíðra sumarbúðaferða ... en ekki um næstu helgi, ónei!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.6.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ég skil ekki af hverju verið er að eyrnamerkja kynjunum  alla skapaða þætti í imbanum...telpu...þetta og stráka...hitt....gæti verið viðkvæmt á einhverjum heimilum....ég veit til dæmis um fertugan mann sem er húkkt á boldinu.........

Mér finnst boltinn geggjaður og læt mig ekki vanta við imbann þegar veislur eins og EM eru í boði....namminamm....samt er ég "stelpa"....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.6.2008 kl. 01:01

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Algjörlega sammála þér, Bergljót. Líklega er þetta markaðssetning af einhverju tagi þótt ég skilji það ekki alveg. Annað hvort er efnið skemmtilegt eða leiðinlegt! Það segir alla vega sonur minn og elskar Gray´s Anatomy, Shield og bara alls konar. Þolir ekki annað. Alveg eins og mamma hans ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.6.2008 kl. 01:06

6 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Bara að kasta á þig sumarkveðju, alltaf jafn hressandi að kíkja á síðuna þína. Sé ekki sólina fyrir mold og öskulögum sem ég dunda mér yfir að grafa þessa dagana. Kveðja austan frá Heklurótum

Arafat í sparifötunum, 23.6.2008 kl. 08:54

7 identicon

Varstí Buchenwald um síðustu helgi?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 09:28

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er alltaf jafn skemmtilegt í Boldinu! Ég fylgist alltaf með því hjá þér og finnst það frábært!

Nú verðum við að fara halda stórhátið bloggara - ég er með fullt af hugmyndum!

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 13:32

9 identicon

Ég er ekki með Stöð 2 lengur. Ég get reddað mér með Ally McBeal því að stelpurnar tóku alla þættina upp á sínum tíma. En ég missi af Monk  Ég algjörlega elska báða þessa þætti EN ég myndi alltaf taka EM og HM í fótbolta fram yfir.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 221
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 1505920

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband