Rétt veður - röng vindátt

Ansi hvasst hefur verið á Skaganum í kvöld, alla vega hér við sjóinn, og ekki tel ég líklegt að strætó hafi gengið á milli þar sem hviður á Kjalarnesi fóru í um 35 m/sek um níuleytið í kvöld. Sýnist eitthvað hafa dregið úr hviðunum en þetta er ótrúlegt veður svona um mitt sumar. Rétt veður, röng vindátt!

Það hefur verið gaman að fylgjast með veðrinu víða um land á vefmyndavélum frá ýmsum stöðum á vefsíðu sem ég fann í gegnum gestabók Skessuhorns. Hér er hlekkur á síðuna frábæru sem ég á örugglega eftir að nota mikið um ókomna tíð. http://www.danieldesign.se/icelandrightnow.html

Silent witnessGaman að kíkja til Sandgerðis, Stykkishólms, Reykjavíkur, Grundarfjarðar, Vestmannaeyja, Akureyrar og fleiri staða, bara algjör snilld! Vélin í Stykkishólmi er mjög skemmtileg og sýnir mikið á meðan flestar hinar eru kyrrstæðar, m.a. sú á Akranesi. Það rignir greinilega minnst á Skaganum og Ísafirði, svona miðað við fyrstu flýtirannsóknir. Annars hef ég ekki haft tíma til að leggjast yfir þetta enn, hef verið að vinna í dag og núna er Silent Witness að hefjast á Stöð 2, ætla að reyna að vaka yfir því.

Passið ykkur í vonda veðrinu!


mbl.is Varað við hvassviðri í kvöld og nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvað segirðu, sástu mig nokkuð í norðanve´linni?

Bull að hér rigni, bara blíða!

En hvað heyri ég, tekur eitthvert þegjandi margendurtekið vitni framyfir hörku raðmorðingjaþætti í tveimur hlutum á RÚV!?

Og segist svo bara eiga tvo farsíma,ég sem gaf þér ellefu!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.7.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér er yndisleg rigning og bara þokkalega rökkvað miðað við árstíma.

Kveðja,

Creature of the night.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hér kom smárigningarskvetta en allt er að þorna í rokinu, held að sjórinn sé að fjúka til Reykjavíkur, svei mér þá, krítjúrið mitt.

Magnús, ég ætla að nýta tæknina og horfa á RÚV plús, sjá hvað ég þoli að vaka lengi. Símarnir hafa ekkert skilað sér hingað í himnaríki, þú hefur sent einhverri annarri vinkonu þá, skömmin þín!!! Ætla að fylgjast vel með báðum vefmyndavélunum frá Akureyri og reyna að sjá þér bregða fyrir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.7.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er líka svona dimmt upp frá eins og er núna hér í Reykjavík.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:17

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Við fundum voða lítið fyrir vindinum hér, ég sem var skíthrædd um að hann myndi fara með fallegu sýrenuna mína til fjandans.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband