Táp og fjör ...

Beðið eftir öldumHaustlegt er nú hérna við Langasandinn. Það hvín í öllu í himnaríki sem gerir notalega stemmningu. Ef vindáttin væri vestlæg mætti nú sjá glæstar öldur skvettast á steinana en það bíður bara næsta roks.

Heimsótti pólska lækninn minn undir hádegi til að fá áframhaldandi sjúkraþjálfun og hélt árangursríka ræðu yfir henni um nauðsyn þess að hafa Betu sem fastan lið í lífi mínu á þriðjudögum. Beta hefur unnið algjört kraftaverk og gert mig miklu sprækari. Ég var við það að leggjast í kör eftir óhapp og ekki skánaði ástandið eftir blóðuga slysið á ógæfumölinni um árið. Níu saumför á hægra hné eru til lettfaett_i_straeto.jpgmerkis um það. Stríðsáverkar eða íþróttameiðsli kallast þetta núna, fer eftir því hver sér örið.

Nú nánast stekk ég upp í og út úr strætisvögnunum eins og léttfætt hind kvölds og morgna og get eiginlega ekki neytt erfðaprinsinn lengur til að gera öll heimilisverkin. Mér hefur enn um sinn verið forðað frá ótímabærum hrumleika, enda bara fjörutíu plús ... fram í ágúst þegar við Madonna höldum upp á 100 árin.

Leið 27

 Nýi bílstjórinn var í Skrúðgarðinum sem minnti mig á að kaupa græna kortið. Hann er voða hress og verður vonandi áfram í vetur ef Gummi kemur ekki aftur. Ég lagði mitt af mörkum til að halda honum með því að segja honum að hann gæti ómögulega fundið betri og yndislegri og skemmtilegri og fallegri farþega en okkur Skagamenn! Þegar hann er orðinn fastur á önglinum getur maður farið að hreyta í hann ónotum, heimta að hann setji X-ið á hæsta í stað rólegheitanna á Rás 1, bannað honum hörkulega að taka geitunga upp í bílinn, neytt hann til að halda með ÍA og svo til að vera með rauða hárkollu á föstudaginn en þá hefjast Írskir dagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Usss, ekki láta erfðaprinsinn vita að þér sé batnað í bakinu.

Helga Magnúsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þar sem við erum andlegir tvíburar í veðursmekk held ég að þú grátir ekki mikið yfir veðrinu núna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég steinþegi, Helga. M'uahahahahah

Græt ekkert, Jenný mín. Það var eins og að kasta perlum fyrir svín að láta mig hafa svona mikla sól í sumarfríinu.

Guðríður Haraldsdóttir, 1.7.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Gunna-Polly

ÍA  ? hvað er það?

Gunna-Polly, 1.7.2008 kl. 18:19

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En vissirðu það Gurrí að í dag voru súlur að sýna listir sínar rétt við Langasandinn? Þær stungu sér lóðrétt í sjóinn úr mikilli hæð, eins og þeirra er siður þegar eitthvað girnilegt æti er þar að hafa. Við á Skessuhorni fengum upphringingu en náðum ekki mynd þrátt fyrir snögg viðbrög. Þetta er kallað "súlukast", hef séð þetta sjálfur á loðnumiðum, stórkostlegt. Það er greinilega mikið líf þarna á Jaðarsbakkaströnd núna og gott útsýni bæði úr "gömlu" og "nýju" blokkinni....og Gulla-Polly við höldum sko með okkar mönnum hér..... hvað sem á gengur!  

Haraldur Bjarnason, 1.7.2008 kl. 19:38

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef hnéið er orðið gott, þá hef ég fregnað að spjaldfælna vinstri verri bakverju vanti í fótboltalið Eyrbíts Rauðkortz.

Steingrímur Helgason, 1.7.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 181
  • Sl. sólarhring: 351
  • Sl. viku: 2629
  • Frá upphafi: 1457498

Annað

  • Innlit í dag: 146
  • Innlit sl. viku: 2181
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband